Umhugsunarefni fyrir foreldra vegna komu jólasveinanna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. desember 2017 10:11 Stekkjastaur kemur til byggða í nótt. Vísir/Stefán Stekkjastaur kemur til byggða í nótt fyrstur jólasveinanna þrettán. Börn um land allt munu næstu þrettán kvöld setja skó út í glugga, mögulega glaðning með, í þeirri von að jólasveinninn færi þeim einhvern glaðning að næturlagi. Hvernig veit hann hvar ég á heima? Hvernig kemst hann inn? Er hann í alvörunni til? Þetta eru algengar spurningar sem foreldrar þurfa margir hverjir að glíma við fram að jólum. Sálstofan birtir í dag hugleiðingu fyrir foreldra í formi opins bréfs til jólasveinanna. Þar eru foreldrar minntir á að nota jólasveinanna ekki sem grýlu dagana fyrir jól og sömuleiðis að passa upp á að gera ekki upp á milli barna.Opið bréf Sálstofunnar til jólasveinanna Kæru jólasveinar. Nú fer að styttast í að þið komið til byggða með glaðning í skóinn og því langaði okkur að koma á framfæri hugleiðingum okkar. Aðventan getur verið skrítinn tími fyrir börnin; sum eru yfir sig spennt, önnur eru óróleg þegar rútínan fer úr skorðum og enn önnur kvíða fyrir þessum tíma. Á þessum skrítna tíma eruð þið einmitt að gefa börnum í skóinn og vorum við að velta fyrir okkur hver viðmiðin væru hjá ykkur varðandi hvort börn fengju í skóinn – eða hvort það væru viðmið? Stundum höfum við heyrt talað um að börn þurfi að vera góð til að fá í skóinn. En málið er að við höfum hitt svakalega mörg börn og við vitum að öll börn eru góð. Þar með ættu öll börn að fá alltaf í skóinn ekki satt? Ef þið ætlið að nota einhverskonar viðmið viljum við minna ykkur á að hafa þau þá skýr og sanngjörn þannig að börnin hafi tækifæri til standast væntingar ykkar. Hvernig væri t.d. að hafa viðmið um að börn fari í háttinn þegar þeim er sagt að gera það frekar en að fara í háttinn á einhverjum fyrir fram ákveðnum tíma? Er sanngjarnt að gefa ekki í skóinn ef barn missir stjórn á skapinu sínu í öllum þeim asa og spenningi sem getur fylgt þessum árstíma? Er sanngjarnt að barn fái ekki í skóinn ef það gleymir sér óvart, aðeins? Foreldrar gleyma sér nefnilega stundum og fara að nota ykkur jólasveinana sem einhverskonar Grýlu á aðventunni (og við vitum að þið eruð ekkert líkir móður ykkar). Þá geta foreldrar t.d. sagt börnunum að jólasveinninn fylgist með hverju spori – og þá sérstaklega hverju feilspori – og þá komi mögulega ekkert í skóinn. Bara það að halda að þið fylgist með hverjum andardrætti barnanna getur nefnilega skapa kvíða og spennu sem leiðir til erfiðrar hegðunar. Ef foreldrar lesa þessi skilaboð þá minnum við þá líka á það að það er miklu skemmtilegra og ánægjulegra að skapa aðstæður sem hjálpa börnum að sýna æskilega hegðun, að koma vel fram við aðra og gera hluti sem láta þeim líða vel. Góðu börnin okkar geta nefnilega gleymt sér og sýnt af sér óæskilega hegðun og þá er nú gott að hafa foreldra sem minna á hver æskilega hegðunin er – og auðvitað hrósa börnunum þegar sú hegðun er sýnd. Og kannski er allt í lagi í þeim tilvikum að nefna að slík hegðun myndi örugglega gleðja jólasveinana? Og eitt enn fyrst við erum að skrifa ykkur bréf. Ekki ruglast í skógjöfunum, foreldrar mega gefa allskonar í jólagjafir en í skóinn er gott að jólasveinninn gefi öllum börnum svipað svo börnin haldi nú ekki að þið gerið upp á milli. Við höfum ofurtrú á ykkur kæru jólasveinar – gleðilega sleðaferð til byggða.Um SálfstofunaÁ Sálstofunni vinna sálfræðingar með börnum, unglingum og fullorðna fólkinu í þeirra lífi annarsvegar og með ungum fullorðnum hins vegar. Sálfræðingarnir okkar hafa sérhæft sig í greiningu og meðferð ADHD, kvíða, þunglyndi, áráttu/þráhyggju og skyldum vanda s.s. hegðunarvanda, vanlíðan, skólaforðun osfrv. Sálstofan er í virku samstarfi við barna-og unglingageðlækni og fullorðinsgeðlækni.Einnig þjónusta sálfræðingarnir okkar stofnanir, fyrirtæki og félagasamtök með ráðgjöf, handleiðslu, fræðslu og námskeiðum. Markmiðið okkar er að vita bestu mögulegu meðferð hverju sinni í samræmi við nýjustu þekkingu. Nánar hér. Jól Mest lesið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Fleiri fréttir Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Sjá meira
Stekkjastaur kemur til byggða í nótt fyrstur jólasveinanna þrettán. Börn um land allt munu næstu þrettán kvöld setja skó út í glugga, mögulega glaðning með, í þeirri von að jólasveinninn færi þeim einhvern glaðning að næturlagi. Hvernig veit hann hvar ég á heima? Hvernig kemst hann inn? Er hann í alvörunni til? Þetta eru algengar spurningar sem foreldrar þurfa margir hverjir að glíma við fram að jólum. Sálstofan birtir í dag hugleiðingu fyrir foreldra í formi opins bréfs til jólasveinanna. Þar eru foreldrar minntir á að nota jólasveinanna ekki sem grýlu dagana fyrir jól og sömuleiðis að passa upp á að gera ekki upp á milli barna.Opið bréf Sálstofunnar til jólasveinanna Kæru jólasveinar. Nú fer að styttast í að þið komið til byggða með glaðning í skóinn og því langaði okkur að koma á framfæri hugleiðingum okkar. Aðventan getur verið skrítinn tími fyrir börnin; sum eru yfir sig spennt, önnur eru óróleg þegar rútínan fer úr skorðum og enn önnur kvíða fyrir þessum tíma. Á þessum skrítna tíma eruð þið einmitt að gefa börnum í skóinn og vorum við að velta fyrir okkur hver viðmiðin væru hjá ykkur varðandi hvort börn fengju í skóinn – eða hvort það væru viðmið? Stundum höfum við heyrt talað um að börn þurfi að vera góð til að fá í skóinn. En málið er að við höfum hitt svakalega mörg börn og við vitum að öll börn eru góð. Þar með ættu öll börn að fá alltaf í skóinn ekki satt? Ef þið ætlið að nota einhverskonar viðmið viljum við minna ykkur á að hafa þau þá skýr og sanngjörn þannig að börnin hafi tækifæri til standast væntingar ykkar. Hvernig væri t.d. að hafa viðmið um að börn fari í háttinn þegar þeim er sagt að gera það frekar en að fara í háttinn á einhverjum fyrir fram ákveðnum tíma? Er sanngjarnt að gefa ekki í skóinn ef barn missir stjórn á skapinu sínu í öllum þeim asa og spenningi sem getur fylgt þessum árstíma? Er sanngjarnt að barn fái ekki í skóinn ef það gleymir sér óvart, aðeins? Foreldrar gleyma sér nefnilega stundum og fara að nota ykkur jólasveinana sem einhverskonar Grýlu á aðventunni (og við vitum að þið eruð ekkert líkir móður ykkar). Þá geta foreldrar t.d. sagt börnunum að jólasveinninn fylgist með hverju spori – og þá sérstaklega hverju feilspori – og þá komi mögulega ekkert í skóinn. Bara það að halda að þið fylgist með hverjum andardrætti barnanna getur nefnilega skapa kvíða og spennu sem leiðir til erfiðrar hegðunar. Ef foreldrar lesa þessi skilaboð þá minnum við þá líka á það að það er miklu skemmtilegra og ánægjulegra að skapa aðstæður sem hjálpa börnum að sýna æskilega hegðun, að koma vel fram við aðra og gera hluti sem láta þeim líða vel. Góðu börnin okkar geta nefnilega gleymt sér og sýnt af sér óæskilega hegðun og þá er nú gott að hafa foreldra sem minna á hver æskilega hegðunin er – og auðvitað hrósa börnunum þegar sú hegðun er sýnd. Og kannski er allt í lagi í þeim tilvikum að nefna að slík hegðun myndi örugglega gleðja jólasveinana? Og eitt enn fyrst við erum að skrifa ykkur bréf. Ekki ruglast í skógjöfunum, foreldrar mega gefa allskonar í jólagjafir en í skóinn er gott að jólasveinninn gefi öllum börnum svipað svo börnin haldi nú ekki að þið gerið upp á milli. Við höfum ofurtrú á ykkur kæru jólasveinar – gleðilega sleðaferð til byggða.Um SálfstofunaÁ Sálstofunni vinna sálfræðingar með börnum, unglingum og fullorðna fólkinu í þeirra lífi annarsvegar og með ungum fullorðnum hins vegar. Sálfræðingarnir okkar hafa sérhæft sig í greiningu og meðferð ADHD, kvíða, þunglyndi, áráttu/þráhyggju og skyldum vanda s.s. hegðunarvanda, vanlíðan, skólaforðun osfrv. Sálstofan er í virku samstarfi við barna-og unglingageðlækni og fullorðinsgeðlækni.Einnig þjónusta sálfræðingarnir okkar stofnanir, fyrirtæki og félagasamtök með ráðgjöf, handleiðslu, fræðslu og námskeiðum. Markmiðið okkar er að vita bestu mögulegu meðferð hverju sinni í samræmi við nýjustu þekkingu. Nánar hér.
Jól Mest lesið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Fleiri fréttir Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Sjá meira