Það er hægt að komast í gegnum aðventuna án þess að missa „kúlið" Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 11. desember 2017 12:30 Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga nagli. Aðsent/Andrea Jónsdóttir Ragnhildur Þórðardóttir sálfræðingur og þjálfari, sem er betur þekkt sem Ragga nagli, skrifar mikið um heilsu og mataræði og gefur fólki góð ráð á Facebook síðu sinni. Hún segir að sveigjanleg hugsun minnki líkur á því að fólk fari út í öfgar eða fái samviskubit yfir mataræðinu yfir hátíðarnar. „Kræsingar leka úr öllum kaffistofum um þessar mundir. Nýbakaðar Sörur. Makkintossj í skálum. Nóa konfekt í harðspjaldakössum frá Odda.En það er vel hægt að komast í gegnum aðventuna og njóta kræsinga án þess að missa kontrólið og kúlið. Án þess að vera þjakaður af samviskubiti í janúar. Án þess að taka allsherjar klössun með dítoxi og djúsum.“ Eins og aligæs á leið í slátrun Hún segir að ef við værum bragðlaukalausir róbótar væri ekkert mál að dúndra sér í gegnum lífið með brokkolí, kjúkling og hrísgrjón á disk. „En að gúlla súkkulaði er einfaldlega hluti af að vera mennskur. Með því að tileinka sér 80/20 nálgunina náum við þessu dásamlega jafnvægi og heilbrigðu sambandi við mat. 80% er maturinn sem líkaminn þarf og vill. 20% er svo glugginn sem við getum opnað, ef við viljum, fyrir lakkrístoppum, randalínum og pralínfylltu Nóa.“ Ragga minnir á að litlir skammtar af „næringarsnauðu kaloríusósuðu transfitudúndruðu stöffi“ getur haft áhrif á heilsuna ef megnið af fæðunni sé næringarrík heil fæða með eitt innihald. „Að auki, því sveigjanlegri hugsun gagnvart mat því minni líkur á að sturta í sig heilum poka af piparhúðuðu Nóa Kroppi í snarhasti bakvið hurð. Með samviskubitið lúrandi yfir og allt um kring eins og koltvísýringur. Sveigjanleg hugsun kemur í veg fyrir að matur lendi í svart-hvítu flokkunarkerfinu. Annað hvort afkvæmi Kölska og við erum óþekk að svindla. Eða næring englanna og við fægjum geislabauginn.“ Hún segir að það sé alveg í lagi að 20 prósent af heildarinntöku dagsins komi frá „djönki“ og því sé alveg hægt að opna gluggann fyrir kræsingum. „Ef þú gúllar 2.000 á dag, þá áttu 400 kvekendi til að leika þér með. Það er til dæmis ein væn sneið af súkkulaðiköku. Enginn matur einn og sér spikfitar þig eins og aligæs á leið í slátrun. Það er magnið sem skiptir öllu máli.“Njóta án samviskubits Ragga gefur einnig nokkur góð ráð fyrir þá sem vilja reyna að standast freistingarnar í vinnunni og komast hjá því að dælda árangur haustsins „Slepptu því að fara inn á kaffistofu ef þar svigna borð undan kræsingum eins og í Kristnihaldi undir jökli.“ Hún mælir líka með því að hafa margar vatnsflöskur og niðurskorna ávexti á skrifborðinu. „Hafðu sælgæti úr augsýn og utan seilingar þannig að þú þurfir að standa upp til að ná í molana. Rannsókn á læknariturum sýndi að þær borðuðu þrjá mola á dag þegar nammiskál var geymd þrjá metra frá skrifborðinu en níu mola þegar skálin var við hliðina á tölvunni. Sparnaður uppá mola hljómar ekki mikið en það safnast saman. Það er rúmlega 30 molum færra yfir vinnuvikuna.“ Einnig sé hægt að biðja samstarfsfélaganna að geyma sitt „gúmmelaði“ ofan í skúffu. „Þegar þig virkilega, virkilega, virkilega langar í gómsæti skaltu gefa þér fullt leyfi án samviskubits til að njóta. Taktu handfylli en ekki setja örðu upp í túlann fyrr en þú getur sest niður í rólegheitum og notið í botn með núvitund og öll skilningarvit einbeitt á molana upp í þér. Svo skaltu fara aftur til vinnu.“ Ragga hvetur fólk til að sleppa því að háma í sig meðvitundarlaust yfir tölvupóstskrifum. „Þá verður engin minning og þú endar í skápaskrölti heima eftir vinnu. Með þessi ráð í farteskinu massarðu aðventuna og orð eins og átak, dítox, megrun og kúr verða úthýst í hundakofann í janúar.“ Jól Mest lesið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fleiri fréttir Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Sjá meira
Ragnhildur Þórðardóttir sálfræðingur og þjálfari, sem er betur þekkt sem Ragga nagli, skrifar mikið um heilsu og mataræði og gefur fólki góð ráð á Facebook síðu sinni. Hún segir að sveigjanleg hugsun minnki líkur á því að fólk fari út í öfgar eða fái samviskubit yfir mataræðinu yfir hátíðarnar. „Kræsingar leka úr öllum kaffistofum um þessar mundir. Nýbakaðar Sörur. Makkintossj í skálum. Nóa konfekt í harðspjaldakössum frá Odda.En það er vel hægt að komast í gegnum aðventuna og njóta kræsinga án þess að missa kontrólið og kúlið. Án þess að vera þjakaður af samviskubiti í janúar. Án þess að taka allsherjar klössun með dítoxi og djúsum.“ Eins og aligæs á leið í slátrun Hún segir að ef við værum bragðlaukalausir róbótar væri ekkert mál að dúndra sér í gegnum lífið með brokkolí, kjúkling og hrísgrjón á disk. „En að gúlla súkkulaði er einfaldlega hluti af að vera mennskur. Með því að tileinka sér 80/20 nálgunina náum við þessu dásamlega jafnvægi og heilbrigðu sambandi við mat. 80% er maturinn sem líkaminn þarf og vill. 20% er svo glugginn sem við getum opnað, ef við viljum, fyrir lakkrístoppum, randalínum og pralínfylltu Nóa.“ Ragga minnir á að litlir skammtar af „næringarsnauðu kaloríusósuðu transfitudúndruðu stöffi“ getur haft áhrif á heilsuna ef megnið af fæðunni sé næringarrík heil fæða með eitt innihald. „Að auki, því sveigjanlegri hugsun gagnvart mat því minni líkur á að sturta í sig heilum poka af piparhúðuðu Nóa Kroppi í snarhasti bakvið hurð. Með samviskubitið lúrandi yfir og allt um kring eins og koltvísýringur. Sveigjanleg hugsun kemur í veg fyrir að matur lendi í svart-hvítu flokkunarkerfinu. Annað hvort afkvæmi Kölska og við erum óþekk að svindla. Eða næring englanna og við fægjum geislabauginn.“ Hún segir að það sé alveg í lagi að 20 prósent af heildarinntöku dagsins komi frá „djönki“ og því sé alveg hægt að opna gluggann fyrir kræsingum. „Ef þú gúllar 2.000 á dag, þá áttu 400 kvekendi til að leika þér með. Það er til dæmis ein væn sneið af súkkulaðiköku. Enginn matur einn og sér spikfitar þig eins og aligæs á leið í slátrun. Það er magnið sem skiptir öllu máli.“Njóta án samviskubits Ragga gefur einnig nokkur góð ráð fyrir þá sem vilja reyna að standast freistingarnar í vinnunni og komast hjá því að dælda árangur haustsins „Slepptu því að fara inn á kaffistofu ef þar svigna borð undan kræsingum eins og í Kristnihaldi undir jökli.“ Hún mælir líka með því að hafa margar vatnsflöskur og niðurskorna ávexti á skrifborðinu. „Hafðu sælgæti úr augsýn og utan seilingar þannig að þú þurfir að standa upp til að ná í molana. Rannsókn á læknariturum sýndi að þær borðuðu þrjá mola á dag þegar nammiskál var geymd þrjá metra frá skrifborðinu en níu mola þegar skálin var við hliðina á tölvunni. Sparnaður uppá mola hljómar ekki mikið en það safnast saman. Það er rúmlega 30 molum færra yfir vinnuvikuna.“ Einnig sé hægt að biðja samstarfsfélaganna að geyma sitt „gúmmelaði“ ofan í skúffu. „Þegar þig virkilega, virkilega, virkilega langar í gómsæti skaltu gefa þér fullt leyfi án samviskubits til að njóta. Taktu handfylli en ekki setja örðu upp í túlann fyrr en þú getur sest niður í rólegheitum og notið í botn með núvitund og öll skilningarvit einbeitt á molana upp í þér. Svo skaltu fara aftur til vinnu.“ Ragga hvetur fólk til að sleppa því að háma í sig meðvitundarlaust yfir tölvupóstskrifum. „Þá verður engin minning og þú endar í skápaskrölti heima eftir vinnu. Með þessi ráð í farteskinu massarðu aðventuna og orð eins og átak, dítox, megrun og kúr verða úthýst í hundakofann í janúar.“
Jól Mest lesið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fleiri fréttir Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Sjá meira