Er reykurinn af flugeldum skaðlegur? Ragnhildur Guðrún Finnbjörnsdóttir skrifar 28. desember 2017 10:45 Ragnhildur Guðrún Finnbjörnsdóttir, umhverfis- og auðlindafræðingur og doktor í lýðheilsuvísindum. Lesendum Vísis og Fréttablaðsins gefst kostur á því að senda sérfræðingum spurningar tengdar heilsu og lífsstíl á netfangið heilsanokkar@frettabladid.is. Í hverri viku birtast svör við völdum spurningum í Fréttablaðinu og hér á Vísi. Spurning: Er reykurinn af flugeldum skaðlegur? Svar: Eitt af því besta við áramótin hjá mér eru flugeldarnir. Sjálf er ég lítið fyrir að skjóta upp flugeldum en er fyrst á svæðið þegar sýningin byrjar og nýt þess að finna fyrir kraftinum í sprengingunum, hávaðanum, lyktinni og öllu því sem fylgir. Flugeldarnir vekja hjá mér gleði, hamingju, spennu, tilhlökkun og von um gott komandi ár. Þrátt fyrir ákveðinn sjarma eru flugeldar mikil uppspretta svifryks-, brennisteins- og þungmálmamengunar auk þess sem þeir skilja önnur efni eftir sig í umhverfinu. Mörgum eru síðustu áramót í fersku minni. Þá var mikil veðurstilla og skömmu eftir að byrjað var að skjóta upp flugeldum á miðnætti áttum við erfitt með að sjá fallegu ljósasýninguna á himninum. Veðuraðstæðurnar þessa nótt leiddu til þess að sólarhringsstyrkur svifryksmengunar á höfuðborgarsvæðinu 1. janúar 2017 varð rúmlega þrefalt hærri en heilsuverndarmörk segja til um. Og það sem meira er, hæsta hálftímagildi rétt eftir miðnætti jafnaðist á við mælingarnar á Suðurlandi þegar það var eldgos í Eyjafjallajökli og aska feyktist um. Ég þarf ekki að óttast svifryksmengunina. Ég er hraust og finn ekki fyrir neinum neikvæðum áhrifum eftir að hafa andað að mér menguðu lofti. Aðrir eru ekki eins heppnir og ég. Margir finna mikið fyrir neikvæðum heilsufarslegum áhrifum loftmengunarinnar sem fylgir flugeldunum. Rannsóknir sýna að aukin svifryksmengun getur ýtt undir aukin einkenni hjá þeim sem þjást af lungnasjúkdómum eða hjarta- og æðasjúkdómum. Innlögnum á sjúkrahús og komum á bráðamóttöku fjölgar vegna þessara sjúkdóma þegar svifryk fer yfir heilsuverndarmörk. Er kannski kominn tími til að við Íslendingar förum að endurskoða þessa áramótahefð okkar? Mætti ef til vill minnka notkun flugelda til að fleiri geti notið áramótanna með okkur og gengið hraust inn í nýtt ár? Ef svo fer, þá mun ég sakna kraftsins en ég mun jafna mig. Heilsa Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Bíó og sjónvarp „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið
Lesendum Vísis og Fréttablaðsins gefst kostur á því að senda sérfræðingum spurningar tengdar heilsu og lífsstíl á netfangið heilsanokkar@frettabladid.is. Í hverri viku birtast svör við völdum spurningum í Fréttablaðinu og hér á Vísi. Spurning: Er reykurinn af flugeldum skaðlegur? Svar: Eitt af því besta við áramótin hjá mér eru flugeldarnir. Sjálf er ég lítið fyrir að skjóta upp flugeldum en er fyrst á svæðið þegar sýningin byrjar og nýt þess að finna fyrir kraftinum í sprengingunum, hávaðanum, lyktinni og öllu því sem fylgir. Flugeldarnir vekja hjá mér gleði, hamingju, spennu, tilhlökkun og von um gott komandi ár. Þrátt fyrir ákveðinn sjarma eru flugeldar mikil uppspretta svifryks-, brennisteins- og þungmálmamengunar auk þess sem þeir skilja önnur efni eftir sig í umhverfinu. Mörgum eru síðustu áramót í fersku minni. Þá var mikil veðurstilla og skömmu eftir að byrjað var að skjóta upp flugeldum á miðnætti áttum við erfitt með að sjá fallegu ljósasýninguna á himninum. Veðuraðstæðurnar þessa nótt leiddu til þess að sólarhringsstyrkur svifryksmengunar á höfuðborgarsvæðinu 1. janúar 2017 varð rúmlega þrefalt hærri en heilsuverndarmörk segja til um. Og það sem meira er, hæsta hálftímagildi rétt eftir miðnætti jafnaðist á við mælingarnar á Suðurlandi þegar það var eldgos í Eyjafjallajökli og aska feyktist um. Ég þarf ekki að óttast svifryksmengunina. Ég er hraust og finn ekki fyrir neinum neikvæðum áhrifum eftir að hafa andað að mér menguðu lofti. Aðrir eru ekki eins heppnir og ég. Margir finna mikið fyrir neikvæðum heilsufarslegum áhrifum loftmengunarinnar sem fylgir flugeldunum. Rannsóknir sýna að aukin svifryksmengun getur ýtt undir aukin einkenni hjá þeim sem þjást af lungnasjúkdómum eða hjarta- og æðasjúkdómum. Innlögnum á sjúkrahús og komum á bráðamóttöku fjölgar vegna þessara sjúkdóma þegar svifryk fer yfir heilsuverndarmörk. Er kannski kominn tími til að við Íslendingar förum að endurskoða þessa áramótahefð okkar? Mætti ef til vill minnka notkun flugelda til að fleiri geti notið áramótanna með okkur og gengið hraust inn í nýtt ár? Ef svo fer, þá mun ég sakna kraftsins en ég mun jafna mig.
Heilsa Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Bíó og sjónvarp „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið