Lífið

Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Kris Jenner hélt upp á stórafmælið með íburðarmikilli veislu þar sem engu var til sparað.
Kris Jenner hélt upp á stórafmælið með íburðarmikilli veislu þar sem engu var til sparað.

Lögreglan mætti tvisvar óboðin í sjötugsafmæli raunveruleikastjörnunnar Kris Jenner. Bæði barst fjöldi kvartana yfir hávaða frá nágrönnum og svo hafði Jenner teppt götuna með plastrunnum án heimildar.

Matríarki Kardashian-fjölskyldunnar varð sjötug síðastliðinn miðvikudag og hélt stórafmæli sitt um helgina í glæsihýsi milljarðamæringanna Jeff Bezos og Lauren Sánches í Beverly-hæðum.

Afmælið var með James Bond-þema og mætti gríðarlegur fjöldi þekktra einstaklinga, þar á meðal Kardashian-klanið, söngkonurnar Mariah Carey, Adele og Beyoncé, fjölmiðlakonan Oprah Winfrey, Justin Bieber, auðkýfingarnir Jeff Bezos og Mark Zuckerberg og aðalshjónin Harry og Meghan Markle.

Jenner í góðum fíling.

Tónlistarmaðurinn Bruno Mars tróð jafnframt upp í teitinu og tryllti lýðinn um of samkvæmt dægurmálamiðlinum TMZ. Lögreglu barst fjöldi hávaðakvartana í kjölfarið frá nágrönnum í hverfinu, mættu síðan á vettvang og áminntu skipuleggjendur.

Það var þó ekki eina umkvörtunarefnið því lögreglan mætti aftur síðar um kvöldið vegna plastrunna sem búið var að koma fyrir á götunni fyrir utan partýið. Jenner og félagar reyndust ekki hafa heimild fyrir runnunum sem voru fjarlægðir um hæl.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.