Uppselt á kattahóteli Kattholts yfir hátíðarnar Nadine Guðrún Yaghi skrifar 26. desember 2017 20:00 Starfsfólk Kattholts hefur haft í nógu að snúast yfir hátíðarnar en uppbókað er á kattahótelinu sem þar er starfrækt. Þá er hugað að sex kettlingum sem fundust í pappakassa á víðavangi á dögunum. Kisurnar eru í góðum höndum en þær fengu rækjur og soðinn fisk í jólamatinn. Á hótelinu er pláss fyrir um fimmtíu til sextíu ketti. Jólin eru annasamur tími á hótelinu en í ár er allt uppbókað yfir jólin. „Þetta er mjög vinsæll valkostur fyrir kattaeigendur. Fólki líður vel með að vita af kisunum sínum öruggum. Þetta er alltaf að verða vinsælla og vinsælla með hverju ári“ segir Halldóra Snorradóttir, ritari Kattavinafélags Íslands. Eins og staðan er í dag eru aðeins örfá hótelpláss laus yfir áramótin. „Ef fólk er á síðasta snúning þá er um að gera að hafa samband og tryggja sínum ketti pláss“ Í kattholti er nú einnig fjöldi katta í heimilisleit en þar búa kisur sem finnast á vergangi og eru týndar eða yfirgefnar. Sex kettlingar fundust til að mynda í pappakassa á víðavangi á höfuðborgarsvæðinu í byrjun desember og dvelja nú í Kattholti. Einhver hafði skilið þá eftir aleina og yfirgefna. „Og það var bara fyrir tilviljun að þeir fundust annars hefðu þeir dáið úti. Fyrstu vikuna voru þetta tíðar pelagjafir og við vorum að koma hérna kvöld og morgna til að sinna þeim. En núna eru þeir farnir að lepja og borða sjálfir og eru afksaplega duglegir og hafa braggast vel,“ segir Halldóra en kettlingarnir fara svo í heimilisleit eftir áramótin. Óhætt er að segja að kettirnir í Kattholti séu í góðum höndum en þar er starfsmaður á vakt alla daga ársins að sögn Halldóru. „Um hátíðarnar fá kistunar rækjur og soðinn fisk í jólamatinn og mikið knús og klapp. Við pössum upp á að kisunum líði vel hérna alltaf“ Dýr Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Starfsfólk Kattholts hefur haft í nógu að snúast yfir hátíðarnar en uppbókað er á kattahótelinu sem þar er starfrækt. Þá er hugað að sex kettlingum sem fundust í pappakassa á víðavangi á dögunum. Kisurnar eru í góðum höndum en þær fengu rækjur og soðinn fisk í jólamatinn. Á hótelinu er pláss fyrir um fimmtíu til sextíu ketti. Jólin eru annasamur tími á hótelinu en í ár er allt uppbókað yfir jólin. „Þetta er mjög vinsæll valkostur fyrir kattaeigendur. Fólki líður vel með að vita af kisunum sínum öruggum. Þetta er alltaf að verða vinsælla og vinsælla með hverju ári“ segir Halldóra Snorradóttir, ritari Kattavinafélags Íslands. Eins og staðan er í dag eru aðeins örfá hótelpláss laus yfir áramótin. „Ef fólk er á síðasta snúning þá er um að gera að hafa samband og tryggja sínum ketti pláss“ Í kattholti er nú einnig fjöldi katta í heimilisleit en þar búa kisur sem finnast á vergangi og eru týndar eða yfirgefnar. Sex kettlingar fundust til að mynda í pappakassa á víðavangi á höfuðborgarsvæðinu í byrjun desember og dvelja nú í Kattholti. Einhver hafði skilið þá eftir aleina og yfirgefna. „Og það var bara fyrir tilviljun að þeir fundust annars hefðu þeir dáið úti. Fyrstu vikuna voru þetta tíðar pelagjafir og við vorum að koma hérna kvöld og morgna til að sinna þeim. En núna eru þeir farnir að lepja og borða sjálfir og eru afksaplega duglegir og hafa braggast vel,“ segir Halldóra en kettlingarnir fara svo í heimilisleit eftir áramótin. Óhætt er að segja að kettirnir í Kattholti séu í góðum höndum en þar er starfsmaður á vakt alla daga ársins að sögn Halldóru. „Um hátíðarnar fá kistunar rækjur og soðinn fisk í jólamatinn og mikið knús og klapp. Við pössum upp á að kisunum líði vel hérna alltaf“
Dýr Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira