Áttræð hættir að hjúkra jafnöldrum til að komast í ræktina Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 26. desember 2017 21:00 Gíslína Erla, eða Erla eins og hún er alltaf kölluð, hefur starfað við hjúkrun í 34 ár eða frá því hún var á fimmtugsaldri. Hún nýtur starfsins og ákvað því að mennta sig í faginu. „Ég fór að læra félagsliðann þegar ég var 68 ára og útskrifaðist sjötug,“ segir Erla sem er að verða áttræð og hefur ákveðið að fara á eftirlaun um áramótin. „Ég hef nú oft ætlað að hætta en aldrei orðið af því. En nú er aldurinn orðinn það mikill að nú hætti ég að vinna og fer að sinna öðru. Það er margt sem ég get gert - ég hef alltaf nóg að gera. Það er sundið, sundleikfimi og ræktin, og sumarbústaðurinn.“ Erla segist hafa notið starfsins alla tíð og að vaktavinna henti sér vel. „Ég hef unnið morgun-, kvöld- og næturvaktir og tek næturvaktir enn í dag,“ segir Erla en næturvaktirnar eru í sérlegu uppáhaldi. „Ég er b-manneskja," segir hún. Erla er eldri en margir skjólstæðingarnir sem hún hjúkrar og verkefnin geta verið ansi krefjandi, bæði andlega og líkamlega. En hún segist vera þakklát fyrir góða heilsu og samstarfsmenn bera henni vel söguna. „Erla er náttúrulega bara frábær starfsmaður. Hún tekur aldrei veikindadaga, kemur alltaf í vinnuna og gefur þessum tvítugu ekkert eftir - hún er mjög dugleg," segir Íris Dögg Guðjónsdóttir, hjúkrunardeildarstjóri á Eir. Bæði samstarfsmenn og skjólstæðingar segjast kveðja Erlu með miklum söknuði og sama segir Erla sem nýtur þess að vinna með eldra fólki. „Það er mjög skemmtilegt og gefandi að sinna því og það er alltaf mjög þakklátt fyrir allt sem gert er fyrir það,“ segir hún en hún hefur eignast marga góða vini í gegnum starfið og ætlar að koma í heimsókn eftir að hún lýkur störfum. „Já, það ætla ég að gera. Mér þykir vænt um staðinn og skjólstæðingana og starfsfólkið og mun halda áfram að koma hingað.“ Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Sjá meira
Gíslína Erla, eða Erla eins og hún er alltaf kölluð, hefur starfað við hjúkrun í 34 ár eða frá því hún var á fimmtugsaldri. Hún nýtur starfsins og ákvað því að mennta sig í faginu. „Ég fór að læra félagsliðann þegar ég var 68 ára og útskrifaðist sjötug,“ segir Erla sem er að verða áttræð og hefur ákveðið að fara á eftirlaun um áramótin. „Ég hef nú oft ætlað að hætta en aldrei orðið af því. En nú er aldurinn orðinn það mikill að nú hætti ég að vinna og fer að sinna öðru. Það er margt sem ég get gert - ég hef alltaf nóg að gera. Það er sundið, sundleikfimi og ræktin, og sumarbústaðurinn.“ Erla segist hafa notið starfsins alla tíð og að vaktavinna henti sér vel. „Ég hef unnið morgun-, kvöld- og næturvaktir og tek næturvaktir enn í dag,“ segir Erla en næturvaktirnar eru í sérlegu uppáhaldi. „Ég er b-manneskja," segir hún. Erla er eldri en margir skjólstæðingarnir sem hún hjúkrar og verkefnin geta verið ansi krefjandi, bæði andlega og líkamlega. En hún segist vera þakklát fyrir góða heilsu og samstarfsmenn bera henni vel söguna. „Erla er náttúrulega bara frábær starfsmaður. Hún tekur aldrei veikindadaga, kemur alltaf í vinnuna og gefur þessum tvítugu ekkert eftir - hún er mjög dugleg," segir Íris Dögg Guðjónsdóttir, hjúkrunardeildarstjóri á Eir. Bæði samstarfsmenn og skjólstæðingar segjast kveðja Erlu með miklum söknuði og sama segir Erla sem nýtur þess að vinna með eldra fólki. „Það er mjög skemmtilegt og gefandi að sinna því og það er alltaf mjög þakklátt fyrir allt sem gert er fyrir það,“ segir hún en hún hefur eignast marga góða vini í gegnum starfið og ætlar að koma í heimsókn eftir að hún lýkur störfum. „Já, það ætla ég að gera. Mér þykir vænt um staðinn og skjólstæðingana og starfsfólkið og mun halda áfram að koma hingað.“
Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Sjá meira