Annatími hjá sorphirðufólki: Fólk hvatt til að flokka gjafapappír, plastumbúðir og krullubönd Erla Björg Gunnarsdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 26. desember 2017 15:30 Það er ýmislegt sem að íbúar geta gert til að auðvelda sorphirðu. Vísir/Anton Snemma í fyrramálið verður byrjað að losa sorptunnur borgarbúa eftir jólin. Í Reykjavík var tvöfalt meira plast flokkað í ár en í fyrra og er fólk hvatt áfram til góðra verka með því að flokka gjafapappír, plastumbúðir og krullubönd. Mikill annatími er hjá sorphirðufólki yfir hátíðirnar og verður hafist handa við að hirða jólasorpið eldsnemma í fyrramálið og verður unnið stíft út vikuna og fram til hádegis á Gamlársdag. Margir kannast við að hafa yfirfullar tunnur eftir jólin enda matarveislur dag eftir dag og svo að sjálfsögðu umbúðir og gjafapappír. „Það er ýmislegt sem að íbúar geta gert og við erum að bjóða upp á það að íbúar geta sótt poka, fimm stykki á rúllu, á N1 stöðvarnar. Hver poki kostar 850 krónur og er fyrir blandaðan úrgang. Þannig að það er hægt að setja úrgang í þennan poka og setja við hliðina á tunnunni og við munum taka hann um leið og við losum gráu tunnuna,“ sagði Eygerður Margrétardóttir, deildarstjóri umhverfis- og úrgangsstjórnunar hjá Reykjavíkurborg, í samtali við fréttastofu í dag. Hún hvetur íbúa til þess að taka pappírinn og plastið frá og setja í endurvinnslu.Biðja íbúa að hálkuverja Hægt er að fara með jólapappír, krullubönd og umbúðir í 57 grenndarstöðvar sem eru víðs vegar um borgina eða í endurvinnslustöðvar Sorpu. Borgarbúar hafa verið sérlega duglegir við að flokka plast og fá sér græna tunnu á þessu ári. Á árinu hafa safnast 236 tonn af plasti í grænu tunnuna en 126 tonn á sama tíma í fyrra. Þetta eru 109 tonn sem bætast við á milli ára eða 46 prósent aukning. Eygerður segir mikilvægt að borgarbúar hugi að aðgengi að sorpinu svo allt gangi vel á næstu dögum. „Okkur langar til þess að beina því til íbúa að hálkuverja hjá sér. Við þurfum oft að komast upp tröppur og annað og það skiptir alveg svakalega miklu máli að við komumst um og getum losað og sinnt og þjónustað íbúa vel um hátíðirnar.“ Umhverfismál Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira
Snemma í fyrramálið verður byrjað að losa sorptunnur borgarbúa eftir jólin. Í Reykjavík var tvöfalt meira plast flokkað í ár en í fyrra og er fólk hvatt áfram til góðra verka með því að flokka gjafapappír, plastumbúðir og krullubönd. Mikill annatími er hjá sorphirðufólki yfir hátíðirnar og verður hafist handa við að hirða jólasorpið eldsnemma í fyrramálið og verður unnið stíft út vikuna og fram til hádegis á Gamlársdag. Margir kannast við að hafa yfirfullar tunnur eftir jólin enda matarveislur dag eftir dag og svo að sjálfsögðu umbúðir og gjafapappír. „Það er ýmislegt sem að íbúar geta gert og við erum að bjóða upp á það að íbúar geta sótt poka, fimm stykki á rúllu, á N1 stöðvarnar. Hver poki kostar 850 krónur og er fyrir blandaðan úrgang. Þannig að það er hægt að setja úrgang í þennan poka og setja við hliðina á tunnunni og við munum taka hann um leið og við losum gráu tunnuna,“ sagði Eygerður Margrétardóttir, deildarstjóri umhverfis- og úrgangsstjórnunar hjá Reykjavíkurborg, í samtali við fréttastofu í dag. Hún hvetur íbúa til þess að taka pappírinn og plastið frá og setja í endurvinnslu.Biðja íbúa að hálkuverja Hægt er að fara með jólapappír, krullubönd og umbúðir í 57 grenndarstöðvar sem eru víðs vegar um borgina eða í endurvinnslustöðvar Sorpu. Borgarbúar hafa verið sérlega duglegir við að flokka plast og fá sér græna tunnu á þessu ári. Á árinu hafa safnast 236 tonn af plasti í grænu tunnuna en 126 tonn á sama tíma í fyrra. Þetta eru 109 tonn sem bætast við á milli ára eða 46 prósent aukning. Eygerður segir mikilvægt að borgarbúar hugi að aðgengi að sorpinu svo allt gangi vel á næstu dögum. „Okkur langar til þess að beina því til íbúa að hálkuverja hjá sér. Við þurfum oft að komast upp tröppur og annað og það skiptir alveg svakalega miklu máli að við komumst um og getum losað og sinnt og þjónustað íbúa vel um hátíðirnar.“
Umhverfismál Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira