Rauð jól á suðvesturhorninu en hvít jól annars staðar á landinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. desember 2017 08:56 Það verða rauð jól í Reykjavík í ár, sem og annars staðar á suðvesturhorninu. Vísir/GVA Það verða hvít jól nánast um allt land nema á suðvesturhorninu við Faxaflóa segir Daníel Þorláksson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Íbúar höfuðborgarsvæðisins vakna við auða jörð nú á aðfangadagsmorgun og segir Daníel líkur á einhverjum éljum síðdegis. Ef þau koma verður það þó ekki mikið. Aðspurður hvort að það muni eitthvað snjóa í Reykjavík á morgun, jóladag, segir Daníel að ef það komi ekki él síðdegis í dag þá sé engin úrkoma í kortunum næstu tvo til þrjá daga. Það er hins vegar snjór nánast um allt Norðurland og þá hefur snjóað víða á Suðurlandi. Þá hélt áfram að snjóa á Vestfjörðum í nótt og á Austurlandi er víða snjóhula og éljagangur. Í Vestmannaeyjum er svo líka kominn snjór. Spurður út í ferðaveðrið segir Daníel að það séu snjóþekja og hálkublettir víða um land. Margar heiðar séu opnar en það geti þó verið lélegt skyggni víða. Nánari upplýsingar um færð á vegum má nálgast á vef Vegagerðarinnar.Veðurhorfur á landinu í dag og næstu daga:Norðaustan 10-18 m/s, en heldur hægari NA-lands. Víða él og frost 0 til 7 stig. Norðan 8-13 á morgun. Bjartviðri sunnan heiða, annars él. Frost 2 til 10 stig, kaldast í innsveitum. Norðaustan 13-18 og snjókoma við norðurströndina annað kvöld.Á þriðjudag (annar í jólum) og miðvikudag:Norðaustanátt 5-10 m/s en víða 10-15 við ströndina. Él norðan til á landinu, en bjartviðri syðst. Frost 2 til 12 stig, kaldast inn til landsins.Á fimmtudag og föstudag:Austlæg átt með éljum austanlands, allra nyrst og við suðurströndina, annars skýjað með köflum. Áfram kalt í veðri. Veður Tengdar fréttir Flughálka í Borgarfirði og ófærð á Vestfjörðum Á aðfangadag eru margir á ferðinni og nauðsynlegt að fylgjast vel með færð og aðstæðum á vegum. 24. desember 2017 08:28 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Sjá meira
Það verða hvít jól nánast um allt land nema á suðvesturhorninu við Faxaflóa segir Daníel Þorláksson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Íbúar höfuðborgarsvæðisins vakna við auða jörð nú á aðfangadagsmorgun og segir Daníel líkur á einhverjum éljum síðdegis. Ef þau koma verður það þó ekki mikið. Aðspurður hvort að það muni eitthvað snjóa í Reykjavík á morgun, jóladag, segir Daníel að ef það komi ekki él síðdegis í dag þá sé engin úrkoma í kortunum næstu tvo til þrjá daga. Það er hins vegar snjór nánast um allt Norðurland og þá hefur snjóað víða á Suðurlandi. Þá hélt áfram að snjóa á Vestfjörðum í nótt og á Austurlandi er víða snjóhula og éljagangur. Í Vestmannaeyjum er svo líka kominn snjór. Spurður út í ferðaveðrið segir Daníel að það séu snjóþekja og hálkublettir víða um land. Margar heiðar séu opnar en það geti þó verið lélegt skyggni víða. Nánari upplýsingar um færð á vegum má nálgast á vef Vegagerðarinnar.Veðurhorfur á landinu í dag og næstu daga:Norðaustan 10-18 m/s, en heldur hægari NA-lands. Víða él og frost 0 til 7 stig. Norðan 8-13 á morgun. Bjartviðri sunnan heiða, annars él. Frost 2 til 10 stig, kaldast í innsveitum. Norðaustan 13-18 og snjókoma við norðurströndina annað kvöld.Á þriðjudag (annar í jólum) og miðvikudag:Norðaustanátt 5-10 m/s en víða 10-15 við ströndina. Él norðan til á landinu, en bjartviðri syðst. Frost 2 til 12 stig, kaldast inn til landsins.Á fimmtudag og föstudag:Austlæg átt með éljum austanlands, allra nyrst og við suðurströndina, annars skýjað með köflum. Áfram kalt í veðri.
Veður Tengdar fréttir Flughálka í Borgarfirði og ófærð á Vestfjörðum Á aðfangadag eru margir á ferðinni og nauðsynlegt að fylgjast vel með færð og aðstæðum á vegum. 24. desember 2017 08:28 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Sjá meira
Flughálka í Borgarfirði og ófærð á Vestfjörðum Á aðfangadag eru margir á ferðinni og nauðsynlegt að fylgjast vel með færð og aðstæðum á vegum. 24. desember 2017 08:28