Betra að leggja snemma af stað ef förinni er heitið um norðanvert landið á Þorláksmessu Birgir Olgeirsson skrifar 22. desember 2017 20:43 Gengur í norðaustanátt með snjókomu og skafrenningi á norðan og austanverðu landinu á morgun. Vísir/Auðunn Á morgun, Þorláksmessu, gengur í norðaustanátt með snjókomu og skafrenningi á norðan og austanverðu landinu. Veðrið mun versna fyrst á Vestfjörðum í fyrramálið en síðan norðan- og norðaustantil síðdegis á morgun. Viðbúið er að blint verði á fjallvegum og því varhugavert ferðaveður, einkum annað kvöld. Ljóst er að margir verða á faraldsfæti á morgun fyrir jólahátíðina. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands er viðbúið að færið verði slæmt á Vestfjörðum en talið er á þessari stundu að hyggilegast sé að leggja snemma af stað ef förinni er heitið um norðanvert landið. Best er að fylgjast með færð á vegum á vef Vegagerðarinnar og leita sér stöðugt nýrra upplýsinga um færið á meðan förinni stendur. Einnig er hægt að hringja í upplýsingasíma Vegagerðarinnar, 1777. Á vef Vegagerðarinnar er einnig hægt að sjá upplýsingar um hvernig vetrarþjónustu er háttað á vegum um landið. Það má sjá með því að smella hér.Veðurhorfur á landinu næstu daga:Á morgun:Gengur í norðaustan 10-18 í nótt og á morgun, með snjókomu og skafrenningi, fyrst á Vestfjörðum en á Norður- og Austurlandi síðdegis. Heldur hægari sunnan heiða og úrkomulítið en fer einnig að snjóa um landið sunnanvert annað kvöld. Hiti nálægt frostmarki, en víða frost 2 til 7 stig á morgun.Á sunnudag (aðfangadagur jóla):Norðaustan 8-15, hvassast NV-til. Snjókoma norðan og austantil, en él í öðrum landshlutum. Frost 2 til 8 stig, en fer kólnandi með kvöldinu.Á mánudag (jóladagur):Norðaustan 8-15 m/s með éljum, en rofar til sunnan- og vestanlands. Frost 3 til 15 stig, kaldast í innsveitum NA-lands.Á þriðjudag (annar í jólum), miðvikudag, fimmtudag og föstudag:Norðan og norðaustan 8-15 m/s. Él víða norðan og austantil en bjartviðri sunnan heiða. Frost 2 til 12 stig, kaldast inn til landsins. Samgöngur Veður Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Á morgun, Þorláksmessu, gengur í norðaustanátt með snjókomu og skafrenningi á norðan og austanverðu landinu. Veðrið mun versna fyrst á Vestfjörðum í fyrramálið en síðan norðan- og norðaustantil síðdegis á morgun. Viðbúið er að blint verði á fjallvegum og því varhugavert ferðaveður, einkum annað kvöld. Ljóst er að margir verða á faraldsfæti á morgun fyrir jólahátíðina. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands er viðbúið að færið verði slæmt á Vestfjörðum en talið er á þessari stundu að hyggilegast sé að leggja snemma af stað ef förinni er heitið um norðanvert landið. Best er að fylgjast með færð á vegum á vef Vegagerðarinnar og leita sér stöðugt nýrra upplýsinga um færið á meðan förinni stendur. Einnig er hægt að hringja í upplýsingasíma Vegagerðarinnar, 1777. Á vef Vegagerðarinnar er einnig hægt að sjá upplýsingar um hvernig vetrarþjónustu er háttað á vegum um landið. Það má sjá með því að smella hér.Veðurhorfur á landinu næstu daga:Á morgun:Gengur í norðaustan 10-18 í nótt og á morgun, með snjókomu og skafrenningi, fyrst á Vestfjörðum en á Norður- og Austurlandi síðdegis. Heldur hægari sunnan heiða og úrkomulítið en fer einnig að snjóa um landið sunnanvert annað kvöld. Hiti nálægt frostmarki, en víða frost 2 til 7 stig á morgun.Á sunnudag (aðfangadagur jóla):Norðaustan 8-15, hvassast NV-til. Snjókoma norðan og austantil, en él í öðrum landshlutum. Frost 2 til 8 stig, en fer kólnandi með kvöldinu.Á mánudag (jóladagur):Norðaustan 8-15 m/s með éljum, en rofar til sunnan- og vestanlands. Frost 3 til 15 stig, kaldast í innsveitum NA-lands.Á þriðjudag (annar í jólum), miðvikudag, fimmtudag og föstudag:Norðan og norðaustan 8-15 m/s. Él víða norðan og austantil en bjartviðri sunnan heiða. Frost 2 til 12 stig, kaldast inn til landsins.
Samgöngur Veður Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira