Kjararáði verði falið að ákveða kaup og kjör fyrir vinnu fanga Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 23. desember 2017 07:00 Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, fylgist grannt með aðbúnaði í fangelsum landsins. vísir/vilhelm „Ég er kominn á þá skoðun að kjararáð eigi að úrskurða um kjör fanga,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga, og vísar til orða fjármálaráðherra nú í vikunni þess efnis að kjararáð úrskurði um kjör þeirra stétta sem ekki geta sjálfar samið um kjör sín stöðu sinnar vegna. Guðmundur segir dagpeninga fanga ekki hafa hækkað síðan árið 2006 og þóknun fanga fyrir vinnu og nám hafi í rauninni ekkert hækkað um langa hríð og séu smánarlega lág eða 415 kr. á tímann. Hann segir fangelsin taka mun hærri greiðslur frá fyrirtækjum fyrir útselda vinnu og fagnar fyrirspurnum umboðsmanns Alþingis um þessi efni til ráðherra heilbrigðis- og dómsmála. Umboðsmaður Alþingis ritaði dómsmálaráðherra og heilbrigðisráðherra bréf í síðustu viku þar sem hann óskar upplýsinga um nánar tilgreind atriði vegna fyrirhugaðs álits um aðbúnað og réttarstöðu fanga í fangelsinu á Litla-Hrauni. Umboðsmaður óskar margvíslegra upplýsinga um útreikninga á fæðisfé, dagpeningum og þóknunum til fanga fyrir vinnu og nám í fangelsunum. Hann spyr meðal annars um kröfur til næringarinnihalds fæðis í fangelsum og samhengis þeirra krafna og þess fæðisfjár sem föngum er úthlutað. Þá óskar hann eftir upplýsingum um hvernig dagpeningar eru ákvarðaðir með hliðsjón af þeirri viðmiðun að fangi eigi fyrir brýnustu nauðsynjum til persónulegrar umhirðu. Hann gerir sértekjur fangelsisins á Litla-Hrauni af útseldri vinnu sem fangar inna af hendi að umtalsefni og spyr hvernig umræddar sértekjur hafi áhrif á ákvörðun og greiðslu þóknunar til fanga sem vinna að umræddum útseldum verkefnum. Umboðsmaður gerir einnig gagnrýni innlendra og erlendra eftirlitsaðila á málefnum geðsjúkra fanga að umtalsefni og óskar eftir upplýsingum frá heilbrigðisráðherra um hvort framkvæmt hafi verið sérstakt mat á almennri þjónustuþörf á Litla-Hrauni með tilliti til geðheilbrigðis- og sálfræðiþjónustu og hvort tekið hafi verið til skoðunar að lagt verði mat á það hverju sinni hvort forsvaranlegt sé að vista sakhæfan fanga sem glímir við andleg veikindi í afplánunarfangelsi með tilliti til þeirrar þjónustu sem þar er í boði. Umboðsmaður spyr einnig um vistun andlega veikra fanga í afplánunarfangelsum, um afgreiðslu beiðna um innlögn veikra fanga á geðdeild og form og forsendur fyrir synjunum slíkra beiðna. Þá óskar umboðsmaður eftir afritum af öllum beiðnum um slíkar innlagnir og afgreiðslu þeirra á árunum 2016 og 2017. Fyrirspurnir umboðsmanns eiga uppruna sinn að rekja til athugunar á aðbúnaði á Litla-Hrauni árið 2013. Í erindinu lætur hann þess getið að vafi leiki á um að gerðar hafi verið fullnægjandi úrbætur á þeim atriðum sem hann hafi gert athugasemdir við og íhugar nú að ljúka umræddri athugun með sérstakri álitsgerð. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
„Ég er kominn á þá skoðun að kjararáð eigi að úrskurða um kjör fanga,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga, og vísar til orða fjármálaráðherra nú í vikunni þess efnis að kjararáð úrskurði um kjör þeirra stétta sem ekki geta sjálfar samið um kjör sín stöðu sinnar vegna. Guðmundur segir dagpeninga fanga ekki hafa hækkað síðan árið 2006 og þóknun fanga fyrir vinnu og nám hafi í rauninni ekkert hækkað um langa hríð og séu smánarlega lág eða 415 kr. á tímann. Hann segir fangelsin taka mun hærri greiðslur frá fyrirtækjum fyrir útselda vinnu og fagnar fyrirspurnum umboðsmanns Alþingis um þessi efni til ráðherra heilbrigðis- og dómsmála. Umboðsmaður Alþingis ritaði dómsmálaráðherra og heilbrigðisráðherra bréf í síðustu viku þar sem hann óskar upplýsinga um nánar tilgreind atriði vegna fyrirhugaðs álits um aðbúnað og réttarstöðu fanga í fangelsinu á Litla-Hrauni. Umboðsmaður óskar margvíslegra upplýsinga um útreikninga á fæðisfé, dagpeningum og þóknunum til fanga fyrir vinnu og nám í fangelsunum. Hann spyr meðal annars um kröfur til næringarinnihalds fæðis í fangelsum og samhengis þeirra krafna og þess fæðisfjár sem föngum er úthlutað. Þá óskar hann eftir upplýsingum um hvernig dagpeningar eru ákvarðaðir með hliðsjón af þeirri viðmiðun að fangi eigi fyrir brýnustu nauðsynjum til persónulegrar umhirðu. Hann gerir sértekjur fangelsisins á Litla-Hrauni af útseldri vinnu sem fangar inna af hendi að umtalsefni og spyr hvernig umræddar sértekjur hafi áhrif á ákvörðun og greiðslu þóknunar til fanga sem vinna að umræddum útseldum verkefnum. Umboðsmaður gerir einnig gagnrýni innlendra og erlendra eftirlitsaðila á málefnum geðsjúkra fanga að umtalsefni og óskar eftir upplýsingum frá heilbrigðisráðherra um hvort framkvæmt hafi verið sérstakt mat á almennri þjónustuþörf á Litla-Hrauni með tilliti til geðheilbrigðis- og sálfræðiþjónustu og hvort tekið hafi verið til skoðunar að lagt verði mat á það hverju sinni hvort forsvaranlegt sé að vista sakhæfan fanga sem glímir við andleg veikindi í afplánunarfangelsi með tilliti til þeirrar þjónustu sem þar er í boði. Umboðsmaður spyr einnig um vistun andlega veikra fanga í afplánunarfangelsum, um afgreiðslu beiðna um innlögn veikra fanga á geðdeild og form og forsendur fyrir synjunum slíkra beiðna. Þá óskar umboðsmaður eftir afritum af öllum beiðnum um slíkar innlagnir og afgreiðslu þeirra á árunum 2016 og 2017. Fyrirspurnir umboðsmanns eiga uppruna sinn að rekja til athugunar á aðbúnaði á Litla-Hrauni árið 2013. Í erindinu lætur hann þess getið að vafi leiki á um að gerðar hafi verið fullnægjandi úrbætur á þeim atriðum sem hann hafi gert athugasemdir við og íhugar nú að ljúka umræddri athugun með sérstakri álitsgerð.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira