Tveggja ára deilu lýkur með tapi Ástþórs Daníel Freyr Birkisson skrifar 22. desember 2017 13:00 Ástþór Magnússon segir starfsmann sinn ekki hafa haft umboð til þess að fara með bílinn í viðgerð. Vísir/Hanna Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt félag Ástþórs Magnússonar, Álftaborgir, til þess að greiða tæpar 800 þúsund krónur auk vaxta fyrir ógreiddan reikning vegna viðgerðar á bíl í eigu félagsins. Ástþór kveðst hafa sent starfsmann á sínum vegum með bílinn í aðalskoðun en ekki viðgerð og neitaði því að greiða reikninginn. Í samtali við Vísi segist Ástþór reikna með því að dómnum verði áfrýjað. Hann ætli sér hins vegar að skoða niðurstöðuna betur á næstu dögum og taka ákvörðun út frá því.Sendi starfsmann sinn með bílinn á verkstæðiBifreiðaverkstæðið Bíljöfur fékk það verkefni í nóvember 2015 að gera við bíl Ástþórs, sem skráður er á félagið Álftaborgir, en það var starfsmaður hans sem fór með bílinn á verkstæðið. Að lokinni viðgerð óskaði verkstæðið eftir greiðslu fyrir viðgerðirnar og benti starfsmaður Álftaborga því á Ástþór. Ástþór sagði að maðurinn sem mætti með bílinn á verkstæðið hefði ekkert umboð fyrir því að afhenda bílinn í þeirra hendur og sagði hann að það hefði ekki verið gert í samráði við sig, bíllinn hafi einungis átt að fara í aðalskoðun. Maðurinn, sem starfaði á gistiheimili félags Álftaborga, sagði fyrir dómi að hann hefði farið með bílinn á tvö önnur verkstæði sem neitað hefðu að taka viðgerðina að sér vegna fyrri viðskipta við Ástþór. Starfsmenn Bíljöfurs segja viðgerð bifreiðarinnar ekki hafa farið fram nema í höfðu samráði við starfsmanninn. Að sama skapi sagði starfsmaðurinn að ákvörðun hans að fara með bílinn til viðgerðar hafi verið gerð í samráði við Ástþór.Sagði myglu og mosa hafa myndast í bílnumStarfsmaðurinn undirritaði þrjár yfirlýsingar um samskipti sín við Bíljöfur. Hann segir Ástþór hafa skrifað undir tvær þeirra en pressað á sig að skrifa undir aðra þeirra í miklum æsingi. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að starfsmenn verkstæðisins hafi mátt standa í þeirri trú að starfsmaðurinn hefði umboð Ástþórs til að ákveða hvernig viðgerðum skyldi háttað. Segir þar einnig að svo sé metið að starfsmaðurinn hafi ekki farið út fyrir umboð sitt. Einnig vildi Ástþór meina að mosi og mygla hefðu tekið að myndast í bílnum á meðan hann var í vörslu verkstæðisins en því höfnuðu dómurinn og bifreiðaverkstæðið. Dómsmál Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt félag Ástþórs Magnússonar, Álftaborgir, til þess að greiða tæpar 800 þúsund krónur auk vaxta fyrir ógreiddan reikning vegna viðgerðar á bíl í eigu félagsins. Ástþór kveðst hafa sent starfsmann á sínum vegum með bílinn í aðalskoðun en ekki viðgerð og neitaði því að greiða reikninginn. Í samtali við Vísi segist Ástþór reikna með því að dómnum verði áfrýjað. Hann ætli sér hins vegar að skoða niðurstöðuna betur á næstu dögum og taka ákvörðun út frá því.Sendi starfsmann sinn með bílinn á verkstæðiBifreiðaverkstæðið Bíljöfur fékk það verkefni í nóvember 2015 að gera við bíl Ástþórs, sem skráður er á félagið Álftaborgir, en það var starfsmaður hans sem fór með bílinn á verkstæðið. Að lokinni viðgerð óskaði verkstæðið eftir greiðslu fyrir viðgerðirnar og benti starfsmaður Álftaborga því á Ástþór. Ástþór sagði að maðurinn sem mætti með bílinn á verkstæðið hefði ekkert umboð fyrir því að afhenda bílinn í þeirra hendur og sagði hann að það hefði ekki verið gert í samráði við sig, bíllinn hafi einungis átt að fara í aðalskoðun. Maðurinn, sem starfaði á gistiheimili félags Álftaborga, sagði fyrir dómi að hann hefði farið með bílinn á tvö önnur verkstæði sem neitað hefðu að taka viðgerðina að sér vegna fyrri viðskipta við Ástþór. Starfsmenn Bíljöfurs segja viðgerð bifreiðarinnar ekki hafa farið fram nema í höfðu samráði við starfsmanninn. Að sama skapi sagði starfsmaðurinn að ákvörðun hans að fara með bílinn til viðgerðar hafi verið gerð í samráði við Ástþór.Sagði myglu og mosa hafa myndast í bílnumStarfsmaðurinn undirritaði þrjár yfirlýsingar um samskipti sín við Bíljöfur. Hann segir Ástþór hafa skrifað undir tvær þeirra en pressað á sig að skrifa undir aðra þeirra í miklum æsingi. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að starfsmenn verkstæðisins hafi mátt standa í þeirri trú að starfsmaðurinn hefði umboð Ástþórs til að ákveða hvernig viðgerðum skyldi háttað. Segir þar einnig að svo sé metið að starfsmaðurinn hafi ekki farið út fyrir umboð sitt. Einnig vildi Ástþór meina að mosi og mygla hefðu tekið að myndast í bílnum á meðan hann var í vörslu verkstæðisins en því höfnuðu dómurinn og bifreiðaverkstæðið.
Dómsmál Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Sjá meira