Breyta húsinu í fjölbýli í trássi við vilja íbúa í Furugrund Baldur Guðmundsson skrifar 22. desember 2017 07:00 Engin starfsemi hefur verið í stórum hluta hússins lengi. Íbúar í Furugrund segja bygginguna og og umhverfi hennar hverfinu til skammar. vísir/vilhelm „Það er ekki hægt að segja neinum að reka búð þarna. Á meðan Kópavogsbær vill ekki kaupa þessa eign, þá er þetta erfitt,“ segir Margrét Júlía Rafnsdóttir, bæjarfulltrúi í minnihluta í Kópavogi. Á síðasta fundi skipulagsráðs var lögð fram tillaga að breyttu aðalskipulagi vegna Furugrundar 3, verslunarhúsnæðis sem deilt hefur verið um árum saman. Tillagan miðar að því að reiturinn sem húsið stendur á, þar sem áður var meðal annars Snæland video og verslun Nóatúns, verði skilgreindur sem íbúðarsvæði en ekki verslunar- og þjónustusvæði. „Breyta á núverandi húsnæði að Furugrund 3 þannig að byggð verður hæð ofan á núverandi hús. Eftir breytinguna verður húsið að Furugrund 3 um 1.800 fermetrar að samanlögðum gólffleti með allt að 12 íbúðum,“ segir í tillögunni. Í kjallaranum, þriðjungi hússins, verður þó verslun- og þjónusta, ásamt geymslum.Fyrsta Snæland video-sjoppan var um langa hríð rekin í húsinu.vísir/vilhelmFram kemur að verslunarstarfsemi í húsinu hafi dregist saman á undanförnum árum og viðskiptin hafi færst á önnur verslunar- og þjónustusvæði, svo sem við Nýbýlaveg. Lóðin var seld árið 2014 og hugðust kaupendur byggja 32 íbúða hótel á henni. Þær fyrirætlanir féllu í grýttan jarðveg hjá íbúum hverfisins. Fréttablaðið hefur rætt við fjöldann allan af íbúum á svæðinu en þeir hafa undanfarin ár haldið á lofti háværum andmælum gegn því að verslunarhúsinu verði breytt í íbúðir. Á þeim mörgum má heyra að þá hafi brostið þrótt til að berjast í málinu. Meirihluti bæjarstjórnar hafi engan áhuga á að mæta óskum íbúa og við ofurefli væri að etja. Samráð við þá hafi verið til að sýnast. Þrír óskyldir viðmælendur höfðu með einum eða öðrum hætti á orði við blaðamann að íbúar á svæðinu litu á Furugrund 3 sem kosningamál næsta vor, þegar kosið verður til bæjarstjórnar. Fulltrúar meirihlutans gætu ekki vænst mikils stuðnings úr hverfinu.Margrét Júlía Rafnsdóttir, bæjarfulltrúi Vinstri grænna í Kópavogi, vill færri en stærri íbúðir.Helga Jónsdóttir er íbúi í Furugrund 62 en er jafnframt skólastjóri Leikskólans Furugrundar. Bílastæði leikskólans skilur húsnæði leikskólans og Furugrundar 3 að. Hún segir að bílastæðavandi sé viðvarandi umhverfis leikskólann og að 12 íbúðir væru síst til þess fallnar að greiða úr þeim vanda. Hún er á meðal þeirra íbúa í Furugrund 62 sem sendu athugasemd til skipulagsráðs vegna tillögu bæjarins um breytingu á aðalskipulagi. Í henni kemur fram að húsnæðið myndi þjóna íbúum hverfisins best sem verslunar- og þjónustuhúsnæði. Þá hafi breyting á húsnæðinu í för með sér grundvallarbreytingar á útsýni íbúa. Í athugasemdinni er bent á að 14 númerslausir og skemmdir bílar standi á lóðinni við Furugrund 3 og að umgengni eiganda hússins sé „fyrir neðan öll velsæmismörk“. Lóðin sé full af drasli hringinn í kring um bygginguna. Gróðri hafi ekki verið sinnt síðan 2008. „Byggingin og umhverfi hennar er hverfinu okkar til skammar og það útlit sem blasir þarna við bæði gestum og gangandi er ekki boðlegt.“ Lagt er til í athugasemdinni að byggðar verði færri og stærri íbúðir, til að mæta þeim skorti á stærri íbúðum sem viðvarandi er í hverfinu. Nánast ómögulegt sé fyrir stækkandi fjölskyldur að stækka við sig innan hverfis. Í sama streng tekur Margrét Júlía, sem lét á fundi skipulagsráðs bóka að mikil óánægja væri á meðal íbúa í nágrenninu vegna fyrirhugaðra breytinga. Fjöldi undirskrifta og athugasemda hefðu borist bænum. Hún leggur líka til að færri íbúðir verði í húsinu, en að þær verði þriggja til fjögurra herbergja. Þá verði húsið ekki hækkað. „Mikilvægt er að gefa fjölskyldum kost á að halda sig innan skólahverfa við flutning, til að raska sem minnst högum barnanna. Því legg ég til að í Furugrund 3 komi 4ra herbergja íbúðir,“ bókaði hún. Margrét segir að gera megi ráð fyrir að málið komi til kasta bæjarstjórnar í janúar. Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Skipulag Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
„Það er ekki hægt að segja neinum að reka búð þarna. Á meðan Kópavogsbær vill ekki kaupa þessa eign, þá er þetta erfitt,“ segir Margrét Júlía Rafnsdóttir, bæjarfulltrúi í minnihluta í Kópavogi. Á síðasta fundi skipulagsráðs var lögð fram tillaga að breyttu aðalskipulagi vegna Furugrundar 3, verslunarhúsnæðis sem deilt hefur verið um árum saman. Tillagan miðar að því að reiturinn sem húsið stendur á, þar sem áður var meðal annars Snæland video og verslun Nóatúns, verði skilgreindur sem íbúðarsvæði en ekki verslunar- og þjónustusvæði. „Breyta á núverandi húsnæði að Furugrund 3 þannig að byggð verður hæð ofan á núverandi hús. Eftir breytinguna verður húsið að Furugrund 3 um 1.800 fermetrar að samanlögðum gólffleti með allt að 12 íbúðum,“ segir í tillögunni. Í kjallaranum, þriðjungi hússins, verður þó verslun- og þjónusta, ásamt geymslum.Fyrsta Snæland video-sjoppan var um langa hríð rekin í húsinu.vísir/vilhelmFram kemur að verslunarstarfsemi í húsinu hafi dregist saman á undanförnum árum og viðskiptin hafi færst á önnur verslunar- og þjónustusvæði, svo sem við Nýbýlaveg. Lóðin var seld árið 2014 og hugðust kaupendur byggja 32 íbúða hótel á henni. Þær fyrirætlanir féllu í grýttan jarðveg hjá íbúum hverfisins. Fréttablaðið hefur rætt við fjöldann allan af íbúum á svæðinu en þeir hafa undanfarin ár haldið á lofti háværum andmælum gegn því að verslunarhúsinu verði breytt í íbúðir. Á þeim mörgum má heyra að þá hafi brostið þrótt til að berjast í málinu. Meirihluti bæjarstjórnar hafi engan áhuga á að mæta óskum íbúa og við ofurefli væri að etja. Samráð við þá hafi verið til að sýnast. Þrír óskyldir viðmælendur höfðu með einum eða öðrum hætti á orði við blaðamann að íbúar á svæðinu litu á Furugrund 3 sem kosningamál næsta vor, þegar kosið verður til bæjarstjórnar. Fulltrúar meirihlutans gætu ekki vænst mikils stuðnings úr hverfinu.Margrét Júlía Rafnsdóttir, bæjarfulltrúi Vinstri grænna í Kópavogi, vill færri en stærri íbúðir.Helga Jónsdóttir er íbúi í Furugrund 62 en er jafnframt skólastjóri Leikskólans Furugrundar. Bílastæði leikskólans skilur húsnæði leikskólans og Furugrundar 3 að. Hún segir að bílastæðavandi sé viðvarandi umhverfis leikskólann og að 12 íbúðir væru síst til þess fallnar að greiða úr þeim vanda. Hún er á meðal þeirra íbúa í Furugrund 62 sem sendu athugasemd til skipulagsráðs vegna tillögu bæjarins um breytingu á aðalskipulagi. Í henni kemur fram að húsnæðið myndi þjóna íbúum hverfisins best sem verslunar- og þjónustuhúsnæði. Þá hafi breyting á húsnæðinu í för með sér grundvallarbreytingar á útsýni íbúa. Í athugasemdinni er bent á að 14 númerslausir og skemmdir bílar standi á lóðinni við Furugrund 3 og að umgengni eiganda hússins sé „fyrir neðan öll velsæmismörk“. Lóðin sé full af drasli hringinn í kring um bygginguna. Gróðri hafi ekki verið sinnt síðan 2008. „Byggingin og umhverfi hennar er hverfinu okkar til skammar og það útlit sem blasir þarna við bæði gestum og gangandi er ekki boðlegt.“ Lagt er til í athugasemdinni að byggðar verði færri og stærri íbúðir, til að mæta þeim skorti á stærri íbúðum sem viðvarandi er í hverfinu. Nánast ómögulegt sé fyrir stækkandi fjölskyldur að stækka við sig innan hverfis. Í sama streng tekur Margrét Júlía, sem lét á fundi skipulagsráðs bóka að mikil óánægja væri á meðal íbúa í nágrenninu vegna fyrirhugaðra breytinga. Fjöldi undirskrifta og athugasemda hefðu borist bænum. Hún leggur líka til að færri íbúðir verði í húsinu, en að þær verði þriggja til fjögurra herbergja. Þá verði húsið ekki hækkað. „Mikilvægt er að gefa fjölskyldum kost á að halda sig innan skólahverfa við flutning, til að raska sem minnst högum barnanna. Því legg ég til að í Furugrund 3 komi 4ra herbergja íbúðir,“ bókaði hún. Margrét segir að gera megi ráð fyrir að málið komi til kasta bæjarstjórnar í janúar.
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Skipulag Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira