Forsætisráðherra um kjararáð: Fjarri því að vera sátt um þetta í samfélaginu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. desember 2017 16:45 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sést hér fyrir miðri mynd ganga frá þinghúsinu í Dómkirkjuna við þingsetningu í liðinni viku. Fyrir framan hana eru forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, og Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, sem fékk ríflega launahækkun með úrskurði kjararáðs um helgina. vísir/anton brink Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir það alveg liggja fyrir að ekki ríki sátt í samfélaginu um kjararáð og ákvarðanir þess. Í gær var greint frá því að Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, fái launahækkun um 18 prósent samkvæmt úrskurði kjararáðs frá því á sunnudaginn. Úrskurðurinn felur það í sér að biskup fær 3,2 milljóna króna eingreiðslu þar sem launahækkunin er afturvirk til 1. janúar 2017. „Það er náttúrulega þannig að fyrir ári þá var farið í það af hálfu flestra flokka á Alþingi að breyta lögum um kjararáð. Þar með var þeim fækkað sem heyra undir ráðið, sett inn ákvæði um aukið gagnsæi í störfum kjararáðs. Þá var líka sett inn ákvæði um að úrskurðir skyldu taka mið af almennri launaþróun. Ég tel að það sé mjög mikilvægt og við munum ræða málefni kjararáðs í okkar samtali við heildarsamtök á vinnumarkaði og hvernig er hægt að ná aukinni sátt um þetta fyrirkomulag,“ segir Katrín í samtali við Vísi aðspurð um hvað henni finnist um þær miklu launahækkanir sem kjararáð hefur úrskurðað um undanfarin misseri.Úrskurður kjararáðs nú tekur mið af gömlu lögunum Katrín segir að farið hafi verið ítarlega yfir fyrirkomulag og málefni kjararáðs þegar lögin voru endurskoðuð í fyrra. „Fyrirkomulagið sem slíkt er flókið og stóra grundvallaratriðið sem ég hef talið er að úrskurðir kjararáðs eiga að taka mið af almennri launaþróun sem sett var inn í lögin með skýrari hætti fyrir ári,“ segir forsætisráðherra. Fram kemur hins vegar í úrskurði kjararáðs vegna launa biskups að málið fari samkvæmt eldri lögum um kjararáð frá árinu 2006. Nýju lögin tóku ekki gildi fyrr en 1. júlí 2017 og var mál biskups þá þegar komið til meðferðar hjá ráðinu. Í nýjum lögum um kjararáð heyra biskupar, vígslubiskupar, prófastar og prestar ekki undir ráðið en samkvæmt bráðabirgðaákvæði á kjararáð þó að úrskurða um laun og starfskjör þessara stétta þar til samkomulag hefur náðst við þjóðkirkjuna um launafyrirkomulag. Það samkomulag er ekki í höfn.Ekki komist hjá því að ræða um kjararáð við heildarsamtök á vinnumarkaði Katrín segir að stjórnvöld muni taka málefni kjararáðs til umræðu við heildarsamtök á vinnumarkaði vegna komandi kjaraviðræðna. „Við leituðum þeirra álits fyrir ári á vettvangi kjararáðs en það liggur alveg fyrir að það er fjarri því að vera sátt um þetta í samfélaginu þannig að það þarf einfaldlega að taka þetta til skoðunar á nýjan leik,“ segir Katrín. Aðspurð hvort hún hafi áhyggjur af því að miklar launahækkanir kjararáðs undanfarið muni hafa áhrif á komandi kjaraviðræður segir hún að það verði ekki hjá því komist að ræða kjararáð. „Ég veit það og hef fylgst með því sem verkalýðshreyfingin hefur sagt um þetta mál þannig að það er auðvitað fráleitt að ætla annað en að þetta sé eitthvað sem verði á dagskrá í samtali við heildarsamtök á vinnumarkaði.“ Alþingi Kjararáð Tengdar fréttir Biskup fær 3,3 milljóna eingreiðslu og 18 prósenta hækkun Kjararáð hefur hækkað laun biskups að beiðni hennar. 19. desember 2017 17:08 Biskup tjáir sig ekki um launahækkunina Segir það ekki í sínum verkahring að tjá sig um úrskurð kjararáðs. 20. desember 2017 15:57 Biskup knúið á um kauphækkun í rúm tvö ár Kjararáð hefur ákveðið að hækka mánaðarlaun Biskups Íslands um 271 þúsund krónur og er hækkunin afturvirk frá síðustu áramótum, sem færir biskupi 3,3 milljónir króna í eingreiðslu. 19. desember 2017 21:40 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Fleiri fréttir Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir það alveg liggja fyrir að ekki ríki sátt í samfélaginu um kjararáð og ákvarðanir þess. Í gær var greint frá því að Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, fái launahækkun um 18 prósent samkvæmt úrskurði kjararáðs frá því á sunnudaginn. Úrskurðurinn felur það í sér að biskup fær 3,2 milljóna króna eingreiðslu þar sem launahækkunin er afturvirk til 1. janúar 2017. „Það er náttúrulega þannig að fyrir ári þá var farið í það af hálfu flestra flokka á Alþingi að breyta lögum um kjararáð. Þar með var þeim fækkað sem heyra undir ráðið, sett inn ákvæði um aukið gagnsæi í störfum kjararáðs. Þá var líka sett inn ákvæði um að úrskurðir skyldu taka mið af almennri launaþróun. Ég tel að það sé mjög mikilvægt og við munum ræða málefni kjararáðs í okkar samtali við heildarsamtök á vinnumarkaði og hvernig er hægt að ná aukinni sátt um þetta fyrirkomulag,“ segir Katrín í samtali við Vísi aðspurð um hvað henni finnist um þær miklu launahækkanir sem kjararáð hefur úrskurðað um undanfarin misseri.Úrskurður kjararáðs nú tekur mið af gömlu lögunum Katrín segir að farið hafi verið ítarlega yfir fyrirkomulag og málefni kjararáðs þegar lögin voru endurskoðuð í fyrra. „Fyrirkomulagið sem slíkt er flókið og stóra grundvallaratriðið sem ég hef talið er að úrskurðir kjararáðs eiga að taka mið af almennri launaþróun sem sett var inn í lögin með skýrari hætti fyrir ári,“ segir forsætisráðherra. Fram kemur hins vegar í úrskurði kjararáðs vegna launa biskups að málið fari samkvæmt eldri lögum um kjararáð frá árinu 2006. Nýju lögin tóku ekki gildi fyrr en 1. júlí 2017 og var mál biskups þá þegar komið til meðferðar hjá ráðinu. Í nýjum lögum um kjararáð heyra biskupar, vígslubiskupar, prófastar og prestar ekki undir ráðið en samkvæmt bráðabirgðaákvæði á kjararáð þó að úrskurða um laun og starfskjör þessara stétta þar til samkomulag hefur náðst við þjóðkirkjuna um launafyrirkomulag. Það samkomulag er ekki í höfn.Ekki komist hjá því að ræða um kjararáð við heildarsamtök á vinnumarkaði Katrín segir að stjórnvöld muni taka málefni kjararáðs til umræðu við heildarsamtök á vinnumarkaði vegna komandi kjaraviðræðna. „Við leituðum þeirra álits fyrir ári á vettvangi kjararáðs en það liggur alveg fyrir að það er fjarri því að vera sátt um þetta í samfélaginu þannig að það þarf einfaldlega að taka þetta til skoðunar á nýjan leik,“ segir Katrín. Aðspurð hvort hún hafi áhyggjur af því að miklar launahækkanir kjararáðs undanfarið muni hafa áhrif á komandi kjaraviðræður segir hún að það verði ekki hjá því komist að ræða kjararáð. „Ég veit það og hef fylgst með því sem verkalýðshreyfingin hefur sagt um þetta mál þannig að það er auðvitað fráleitt að ætla annað en að þetta sé eitthvað sem verði á dagskrá í samtali við heildarsamtök á vinnumarkaði.“
Alþingi Kjararáð Tengdar fréttir Biskup fær 3,3 milljóna eingreiðslu og 18 prósenta hækkun Kjararáð hefur hækkað laun biskups að beiðni hennar. 19. desember 2017 17:08 Biskup tjáir sig ekki um launahækkunina Segir það ekki í sínum verkahring að tjá sig um úrskurð kjararáðs. 20. desember 2017 15:57 Biskup knúið á um kauphækkun í rúm tvö ár Kjararáð hefur ákveðið að hækka mánaðarlaun Biskups Íslands um 271 þúsund krónur og er hækkunin afturvirk frá síðustu áramótum, sem færir biskupi 3,3 milljónir króna í eingreiðslu. 19. desember 2017 21:40 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Fleiri fréttir Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Sjá meira
Biskup fær 3,3 milljóna eingreiðslu og 18 prósenta hækkun Kjararáð hefur hækkað laun biskups að beiðni hennar. 19. desember 2017 17:08
Biskup tjáir sig ekki um launahækkunina Segir það ekki í sínum verkahring að tjá sig um úrskurð kjararáðs. 20. desember 2017 15:57
Biskup knúið á um kauphækkun í rúm tvö ár Kjararáð hefur ákveðið að hækka mánaðarlaun Biskups Íslands um 271 þúsund krónur og er hækkunin afturvirk frá síðustu áramótum, sem færir biskupi 3,3 milljónir króna í eingreiðslu. 19. desember 2017 21:40