Biskup fær fimmtungs hækkun launa eftir ósk um endurmat Garðar Örn Úlfarsson og Jóhann Óli Eiðsson skrifa 20. desember 2017 11:00 Agnes M. Sigurðardóttir, biskup þjóðkirkjunnar á Íslandi, hækkar verulega í launum. Fréttablaðið/Vilhelm Orðið er við ósk Agnesar M. Sigurðardóttur, biskups þjóðkirkjunnar, með nýjum úrskurði kjararáðs og laun hennar hækkuð. Nemur hækkunin 18 prósentum og fara launin úr um 1.281.981 krónum á mánuði í 1.553.000 krónur. Launahækkun biskups nemur 271 þúsund krónum á mánuði. Hækkunin er afturvirk til síðustu áramóta og fær Agnes því ríflega 3,2 milljóna króna eingreiðslu. Það eru 70 prósent þeirrar upphæðar sem ríkisstjórnin ákvað í gær að verja af ráðstöfunarfé sínu í jólauppbót til 517 hælisleitenda. Vígslubiskuparnir tveir, Kristján Valur Ingólfsson í Skálholti og Solveig Lára Guðmundsdóttir á Hólum, hækka einnig umtalsvert í launum. Skálholtsbiskup fer úr 970 þúsund krónum á mánuði í 1.292 þúsund. Hækkunin hjá Kristjáni er 322 þúsund krónur eða 33,3 prósent. Solveig hækkar úr 970 þúsund krónum í 1.196 þúsund á mánuði. Er hækkunin hjá Hólabiskupi 226 þúsund krónur sem er 23,3 prósent. Bæði fá þau afturvirka hækkun í eitt ár og skipta því á milli sín tæplega 6,6 milljóna króna eingreiðslu. Kjararáð úrskurðaði einnig um kjör presta þjóðkirkjunnar. Laun þeirra eru mishá eftir fjölda sóknarbarna. Þeir sem eru með fæst sóknarbörn hækka um rúmar 66 þúsund krónur og verða með tæp 670 þúsund í mánaðarlaun. Þeir sem flest sóknarbörn hafa fá umtalsvert hærri laun eða 971 þúsund. Getur því munað 300 þúsund krónum á launum presta eftir því hvar þeir eru staðsettir á landinu. Að því er fram kemur í umfjöllun kjararáðs sendi Agnes M. Sigurðardóttir biskup ráðinu bréf í ágúst 2015 og óskaði eftir því að launakjör biskups yrðu endurmetin „með hliðsjón af ábyrgð og umfangi embættisins“ sem sé „eitt af æðstu embættum landsins“. Biskup rekur að svokallaðar vísitasíur krefjist ferðalaga um allt land, gjarnan utan hefðbundins vinnutíma. Þá sé biskup fyrirsvarsmaður og talsmaður þjóðkirkjunnar hérlendis jafnt sem erlendis. Því fylgi starfsskyldur við opinbera viðburði og hátíðir – jafnt á vegum ríkisins, kirkjunnar og annarra aðila, hérlendis og erlendis. Biskup hafi verulega stjórnunarábyrgð til viðbótar, meðal annars sem forseti kirkjuráðs. Undir hana heyri starfsfólk biskupsstofu og prestar þjóðkirkjunnar, samtals um 150 manns. „Að endingu er þess getið í bréfinu að biskup greiði nú húsaleigu fyrir afnot sín af embættisbústað þeim sem honum sé skylt að sitja,“ upplýsir kjararáð en ekki kemur fram hversu há leiguupphæðin er. „Við ákvörðun launakjara hans er höfð hliðsjón af því hlutverki hans og starfsskyldum samkvæmt lögum og starfsreglum sem og eðli og umfangi starfsins. Þá er einnig tekið mið af því innbyrðis samræmi sem kjararáði ber að gæta,“ segir í úrskurði. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Orðið er við ósk Agnesar M. Sigurðardóttur, biskups þjóðkirkjunnar, með nýjum úrskurði kjararáðs og laun hennar hækkuð. Nemur hækkunin 18 prósentum og fara launin úr um 1.281.981 krónum á mánuði í 1.553.000 krónur. Launahækkun biskups nemur 271 þúsund krónum á mánuði. Hækkunin er afturvirk til síðustu áramóta og fær Agnes því ríflega 3,2 milljóna króna eingreiðslu. Það eru 70 prósent þeirrar upphæðar sem ríkisstjórnin ákvað í gær að verja af ráðstöfunarfé sínu í jólauppbót til 517 hælisleitenda. Vígslubiskuparnir tveir, Kristján Valur Ingólfsson í Skálholti og Solveig Lára Guðmundsdóttir á Hólum, hækka einnig umtalsvert í launum. Skálholtsbiskup fer úr 970 þúsund krónum á mánuði í 1.292 þúsund. Hækkunin hjá Kristjáni er 322 þúsund krónur eða 33,3 prósent. Solveig hækkar úr 970 þúsund krónum í 1.196 þúsund á mánuði. Er hækkunin hjá Hólabiskupi 226 þúsund krónur sem er 23,3 prósent. Bæði fá þau afturvirka hækkun í eitt ár og skipta því á milli sín tæplega 6,6 milljóna króna eingreiðslu. Kjararáð úrskurðaði einnig um kjör presta þjóðkirkjunnar. Laun þeirra eru mishá eftir fjölda sóknarbarna. Þeir sem eru með fæst sóknarbörn hækka um rúmar 66 þúsund krónur og verða með tæp 670 þúsund í mánaðarlaun. Þeir sem flest sóknarbörn hafa fá umtalsvert hærri laun eða 971 þúsund. Getur því munað 300 þúsund krónum á launum presta eftir því hvar þeir eru staðsettir á landinu. Að því er fram kemur í umfjöllun kjararáðs sendi Agnes M. Sigurðardóttir biskup ráðinu bréf í ágúst 2015 og óskaði eftir því að launakjör biskups yrðu endurmetin „með hliðsjón af ábyrgð og umfangi embættisins“ sem sé „eitt af æðstu embættum landsins“. Biskup rekur að svokallaðar vísitasíur krefjist ferðalaga um allt land, gjarnan utan hefðbundins vinnutíma. Þá sé biskup fyrirsvarsmaður og talsmaður þjóðkirkjunnar hérlendis jafnt sem erlendis. Því fylgi starfsskyldur við opinbera viðburði og hátíðir – jafnt á vegum ríkisins, kirkjunnar og annarra aðila, hérlendis og erlendis. Biskup hafi verulega stjórnunarábyrgð til viðbótar, meðal annars sem forseti kirkjuráðs. Undir hana heyri starfsfólk biskupsstofu og prestar þjóðkirkjunnar, samtals um 150 manns. „Að endingu er þess getið í bréfinu að biskup greiði nú húsaleigu fyrir afnot sín af embættisbústað þeim sem honum sé skylt að sitja,“ upplýsir kjararáð en ekki kemur fram hversu há leiguupphæðin er. „Við ákvörðun launakjara hans er höfð hliðsjón af því hlutverki hans og starfsskyldum samkvæmt lögum og starfsreglum sem og eðli og umfangi starfsins. Þá er einnig tekið mið af því innbyrðis samræmi sem kjararáði ber að gæta,“ segir í úrskurði.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira