Telur alvarlegt að ráðherrann brjóti lög Sigurður Mikael Jónsson skrifar 20. desember 2017 06:00 Sigríður Á. Andersen kveðst standa með ákvörðun sinni og er ósammála niðurstöðu Hæstaréttar. vísir/ernir „Niðurstaðan er fengin, hún er skýr og afdráttarlaus. Dómsmálaráðherra braut gegn lögum,“ segir Jóhannes Rúnar Jóhannsson, umsækjandi um dómarastöðu í Landsrétti. Hæstiréttur dæmdi honum og Ástráði Haraldssyni hvorum 700 þúsund krónur í miskabætur vegna ákvörðunar Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra um að sniðganga þá við skipan dómara. Hæstiréttur telur málsmeðferð ráðherra hafa brotið gegn 10. grein stjórnsýslulaga. Jóhannes og Ástráður voru meðal 33 umsækjanda um embætti dómara við Landsrétt og meðal þeirra fimmtán sem dómnefnd mat hæfasta. Ráðherra gerði hins vegar fjórar breytingar á lista nefndarinnar og sniðgekk þannig meðal annarra Jóhannes og Ástráð sem stefndu ríkinu. Kröfðust þeir ógildingar á ákvörðun ráðherra, viðurkenningar á skaðabótaskyldu og miskabóta. Hæstiréttur hafði áður vísað frá dómi aðalkröfum þeirra um ógildingu þannig að eftir stóðu kröfur þeirra um bótaskyldu og miskabætur. Hæstiréttur taldi Jóhannes Rúnar og Ástráð ekki hafa lagt fram fullnægjandi gögn til sönnunar því að þeir hefðu orðið fyrir tjóni vegna ákvörðunar ráðherra og var viðurkenningarkröfu þeirra hafnað. Hins vegar var fallist á miskabótakröfur þeirra og þeim dæmdar 700 þúsund krónur í bætur. Hæstiréttur telur að Sigríði hafi mátt vera ljóst að gjörðir hennar gætu bitnað á orðspori mannanna og orðið þeim að meini. Jóhannes Rúnar Jóhannsson. Fréttablaðið/GVA Íslenska ríkið þarf líka að greiða málskostnað tvímenninganna sem nam einni milljón króna hjá hvorum. Jóhannes kveðst sáttur við niðurstöðuna. „Það hlýtur að vera alvarlegt þegar dómsmálaráðherra brýtur lög með þessum hætti í jafnmikilvægu máli. Það er sérstaklega tekið fram í dómnum að embættið heyrir ekki undir boðvald ráðherrans og því ástæða til að fara enn varlegar en ella.“ Jóhannes segir málið aldrei hafa snúist um peninga heldur að fá efnislega umfjöllun dómstóla um málsmeðferð og ákvörðun ráðherra og Alþingis. Sigríður kveðst fegin að málinu sé nú lokið áður en Landsréttur tekur til starfa. Hún mun bregðast við niðurstöðunni með því að setja reglur innan ráðuneytisins sem taka á því þegar ráðherra hyggst leggja fyrir Alþingi aðrar tillögur en þær sem hæfisnefnd leggur til við skipun dómara, líkt og honum er heimilt að gera samkvæmt lögum. „Það mun ekki breytast. Þetta kallar hins vegar á endurskoðun á fyrirkomulaginu við skipan dómara.“ Sigríður kveðst ósammála dómnum um að hún hafi brotið stjórnsýslulög. „Mér er fullkunnugt um reglur stjórnsýsluréttarins. En ég ætla ekki að deila við dómarana. Þetta kallar á breyttar reglur, breytta framkvæmd og er sjálfsagt að bregðast þannig við þessari niðurstöðu. Ég er ekki fyrsti ráðherrann og örugglega ekki síðasti sem er aðili að máli þar sem komist er að þeirri niðurstöðu að reglur hafi verið brotnar. Ég stend með þessari ákvörðun minni alveg eins og Alþingi hefur gert og hefur verið staðfest af Hæstarétti sem vísaði frá kröfu um ógildingu á þessari skipun. Það stendur.“ Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Ástráður og Jóhannes fá miskabætur frá ríkinu Íslenska ríkið var hins vegar sýknað af kröfu um viðurkenningu á skaðabótaskyldu. 19. desember 2017 12:42 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Sjá meira
„Niðurstaðan er fengin, hún er skýr og afdráttarlaus. Dómsmálaráðherra braut gegn lögum,“ segir Jóhannes Rúnar Jóhannsson, umsækjandi um dómarastöðu í Landsrétti. Hæstiréttur dæmdi honum og Ástráði Haraldssyni hvorum 700 þúsund krónur í miskabætur vegna ákvörðunar Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra um að sniðganga þá við skipan dómara. Hæstiréttur telur málsmeðferð ráðherra hafa brotið gegn 10. grein stjórnsýslulaga. Jóhannes og Ástráður voru meðal 33 umsækjanda um embætti dómara við Landsrétt og meðal þeirra fimmtán sem dómnefnd mat hæfasta. Ráðherra gerði hins vegar fjórar breytingar á lista nefndarinnar og sniðgekk þannig meðal annarra Jóhannes og Ástráð sem stefndu ríkinu. Kröfðust þeir ógildingar á ákvörðun ráðherra, viðurkenningar á skaðabótaskyldu og miskabóta. Hæstiréttur hafði áður vísað frá dómi aðalkröfum þeirra um ógildingu þannig að eftir stóðu kröfur þeirra um bótaskyldu og miskabætur. Hæstiréttur taldi Jóhannes Rúnar og Ástráð ekki hafa lagt fram fullnægjandi gögn til sönnunar því að þeir hefðu orðið fyrir tjóni vegna ákvörðunar ráðherra og var viðurkenningarkröfu þeirra hafnað. Hins vegar var fallist á miskabótakröfur þeirra og þeim dæmdar 700 þúsund krónur í bætur. Hæstiréttur telur að Sigríði hafi mátt vera ljóst að gjörðir hennar gætu bitnað á orðspori mannanna og orðið þeim að meini. Jóhannes Rúnar Jóhannsson. Fréttablaðið/GVA Íslenska ríkið þarf líka að greiða málskostnað tvímenninganna sem nam einni milljón króna hjá hvorum. Jóhannes kveðst sáttur við niðurstöðuna. „Það hlýtur að vera alvarlegt þegar dómsmálaráðherra brýtur lög með þessum hætti í jafnmikilvægu máli. Það er sérstaklega tekið fram í dómnum að embættið heyrir ekki undir boðvald ráðherrans og því ástæða til að fara enn varlegar en ella.“ Jóhannes segir málið aldrei hafa snúist um peninga heldur að fá efnislega umfjöllun dómstóla um málsmeðferð og ákvörðun ráðherra og Alþingis. Sigríður kveðst fegin að málinu sé nú lokið áður en Landsréttur tekur til starfa. Hún mun bregðast við niðurstöðunni með því að setja reglur innan ráðuneytisins sem taka á því þegar ráðherra hyggst leggja fyrir Alþingi aðrar tillögur en þær sem hæfisnefnd leggur til við skipun dómara, líkt og honum er heimilt að gera samkvæmt lögum. „Það mun ekki breytast. Þetta kallar hins vegar á endurskoðun á fyrirkomulaginu við skipan dómara.“ Sigríður kveðst ósammála dómnum um að hún hafi brotið stjórnsýslulög. „Mér er fullkunnugt um reglur stjórnsýsluréttarins. En ég ætla ekki að deila við dómarana. Þetta kallar á breyttar reglur, breytta framkvæmd og er sjálfsagt að bregðast þannig við þessari niðurstöðu. Ég er ekki fyrsti ráðherrann og örugglega ekki síðasti sem er aðili að máli þar sem komist er að þeirri niðurstöðu að reglur hafi verið brotnar. Ég stend með þessari ákvörðun minni alveg eins og Alþingi hefur gert og hefur verið staðfest af Hæstarétti sem vísaði frá kröfu um ógildingu á þessari skipun. Það stendur.“
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Ástráður og Jóhannes fá miskabætur frá ríkinu Íslenska ríkið var hins vegar sýknað af kröfu um viðurkenningu á skaðabótaskyldu. 19. desember 2017 12:42 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Sjá meira
Ástráður og Jóhannes fá miskabætur frá ríkinu Íslenska ríkið var hins vegar sýknað af kröfu um viðurkenningu á skaðabótaskyldu. 19. desember 2017 12:42