Réttindi barna í alþjóðasamstarfi Guðmundur Árni Stefánsson skrifar 20. desember 2017 07:00 Nýlega er lokið formennsku Íslands í Eystrasaltsráðinu, sem er svæðissamstarf Norðurlandanna fimm, Eystrasaltslandanna, Rússlands, Póllands og Þýskalands, auk Evrópusambandsins. Eins og kunnugt er var ráðinu komið á fót í því skyni að treysta lýðræðisþróun, öryggi og velferð í ríkjunum nærri Eystrasaltinu, í kjölfar frelsisbylgjunnar í Evrópu, þegar Sovétríkin hrundu. Eystrasaltslöndin fengu þá loks endurnýjað sjálfstæði og kom Ísland þar myndarlega að verki. Formennskuár Íslands var merkilegt m.a. fyrir þær sakir að það markaði 25 ára afmæli samstarfsins. Ég gegndi stöðu formanns stjórnarnefndar ráðsins á þessu afmælisári fyrir Íslands hönd. Mörgu miðaði vel fram og lagði Ísland höfuðáherslu á jafnrétti, lýðræði og réttindi og stöðu barna. Formennskuárinu lauk með fundi utanríkisráðherra aðildarlandanna í Hörpu um mitt þetta ár. Þeim fyrsta í rúm þrjú ár. Þar var Íslandi þakkað gott starf, m.a. á vettvangi barnaverndar. Börn í öndvegi Eitt af því sem hefur borið hæst í samstarfi Eystrasaltsríkjanna eru einmitt málefni sem lúta að því að treysta öryggi barna. Hér er um fjölþætt úrlausnarefni að ræða sem spannar allt frá mansali og vernd barna gegn hvers kyns ofbeldi og illri meðferð, þ.m.t. kynferðisofbeldi. Snar þáttur í þessu samstarfi hefur verið að stuðla að rannsóknum og skapa nýja þekkingu, miðla þessari þekkingu sem og dýrmætri reynslu á meðal aðildarríkjanna, m.a. á sviði fræðslu, þjálfunar og annarrar tæknilegrar aðstoðar til að tryggja öryggi og bæta hag barna í viðkvæmri stöðu. Fljótlega eftir að ég hóf störf á vettvangi Eystrasaltsráðsins fyrir nokkrum árum, varð ég þess áskynja að á þessu sviði samstarfsins hafði Ísland markað sér sterka stöðu sem tekið var eftir. Hafið er yfir allan vafa að á sviði barnaverndar hafði Ísland verið leiðandi. Fulltrúi okkar Íslendinga, Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, sem á sínum tíma var kjörinn fyrsti formaður þessa samstarfs í ráðinu árið 2002, hefur raunverulega gegnt þar forystuhlutverki á þessu málasviði í áraraðir. Það eru engar ýkjur þegar fullyrt er að áhrif Íslands hafi haft afgerandi áhrif á þróun barnaverndarmála í öllum aðildarríkjum Eystrasaltsráðsins, og eru þá Norðurlönd með talin. Barnahús að íslenskri fyrirmynd hafa risið á öllum Norðurlöndum og nú á formennskutíma Íslands er það sérstaklega gleðilegt, að þau hafa tekið til starfa í Litháen, Eistlandi og nú síðast Lettlandi. Barnahúsin hafa að markmiði að tryggja barnvinsamlega rannsókn ofbeldis gegn börnum og viðeigandi hjálp. Þau eru ekki einungis starfsemi sem fer fram innan fjögurra veggja, heldur byggja á víðtæku samstarfi lykilstofnana sem hafa hlutverki að gegna á sviði réttarfars, heilbrigðisþjónustu og barnaverndar. Þannig hefur hróður Barnaverndarstofu og verk hennar borist víða. Spámaðurinn og föðurlandið Í þessu ljósi er undarlegt að fylgjast með þeirri atlögu sem nýlega hefur verið gerð að mannorði og störfum Braga Guðbrandssonar í sumum fjölmiðlum. Það er augljóst að hún tengist því að hann hefur verið trúr því hlutverki að standa vörð um rétt þeirra barna sem eiga allt sitt undir því að eftirlit með réttindum þeirra sé öflugt. Og spornað við þegar út af hefur borið. Það getur vel verið að hann hafi þurft að stíga á einhverjar tær í kerfinu vegna þessa. Líklega er það óhjákvæmilegt. Það er hans skylda barnanna vegna. Upp úr stendur þó það þrekvirki sem hann hefur unnið hér heima og á alþjóðavettvangi á þessu sviði í nánu samstarfi við starfsfólkið á öflugri Barnaverndarstofu. Í alþjóðasamstarfi eigum við Íslendingar stundum öfluga talsmenn, sem gerir það að verkum að fámenni Íslands í hinum stóra heimi verður algjört aukaatriði. Þá er einfaldlega hlustað á kröftuga rödd Íslands, vegna þess að við höfum sitthvað handfast og gagnlegt til málanna að leggja. Þannig er það í barnavernd í norðurhluta Evrópu. Yfir því eigum við að gleðjast og þakka þeim sem hönd leggja á plóg. Það eigum við ekki síst að gera barnanna okkar vegna. Þau eiga það skilið. Þau eru framtíðin. Höfundur er sendiherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Árni Stefánsson Réttindi barna Mest lesið Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Nýlega er lokið formennsku Íslands í Eystrasaltsráðinu, sem er svæðissamstarf Norðurlandanna fimm, Eystrasaltslandanna, Rússlands, Póllands og Þýskalands, auk Evrópusambandsins. Eins og kunnugt er var ráðinu komið á fót í því skyni að treysta lýðræðisþróun, öryggi og velferð í ríkjunum nærri Eystrasaltinu, í kjölfar frelsisbylgjunnar í Evrópu, þegar Sovétríkin hrundu. Eystrasaltslöndin fengu þá loks endurnýjað sjálfstæði og kom Ísland þar myndarlega að verki. Formennskuár Íslands var merkilegt m.a. fyrir þær sakir að það markaði 25 ára afmæli samstarfsins. Ég gegndi stöðu formanns stjórnarnefndar ráðsins á þessu afmælisári fyrir Íslands hönd. Mörgu miðaði vel fram og lagði Ísland höfuðáherslu á jafnrétti, lýðræði og réttindi og stöðu barna. Formennskuárinu lauk með fundi utanríkisráðherra aðildarlandanna í Hörpu um mitt þetta ár. Þeim fyrsta í rúm þrjú ár. Þar var Íslandi þakkað gott starf, m.a. á vettvangi barnaverndar. Börn í öndvegi Eitt af því sem hefur borið hæst í samstarfi Eystrasaltsríkjanna eru einmitt málefni sem lúta að því að treysta öryggi barna. Hér er um fjölþætt úrlausnarefni að ræða sem spannar allt frá mansali og vernd barna gegn hvers kyns ofbeldi og illri meðferð, þ.m.t. kynferðisofbeldi. Snar þáttur í þessu samstarfi hefur verið að stuðla að rannsóknum og skapa nýja þekkingu, miðla þessari þekkingu sem og dýrmætri reynslu á meðal aðildarríkjanna, m.a. á sviði fræðslu, þjálfunar og annarrar tæknilegrar aðstoðar til að tryggja öryggi og bæta hag barna í viðkvæmri stöðu. Fljótlega eftir að ég hóf störf á vettvangi Eystrasaltsráðsins fyrir nokkrum árum, varð ég þess áskynja að á þessu sviði samstarfsins hafði Ísland markað sér sterka stöðu sem tekið var eftir. Hafið er yfir allan vafa að á sviði barnaverndar hafði Ísland verið leiðandi. Fulltrúi okkar Íslendinga, Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, sem á sínum tíma var kjörinn fyrsti formaður þessa samstarfs í ráðinu árið 2002, hefur raunverulega gegnt þar forystuhlutverki á þessu málasviði í áraraðir. Það eru engar ýkjur þegar fullyrt er að áhrif Íslands hafi haft afgerandi áhrif á þróun barnaverndarmála í öllum aðildarríkjum Eystrasaltsráðsins, og eru þá Norðurlönd með talin. Barnahús að íslenskri fyrirmynd hafa risið á öllum Norðurlöndum og nú á formennskutíma Íslands er það sérstaklega gleðilegt, að þau hafa tekið til starfa í Litháen, Eistlandi og nú síðast Lettlandi. Barnahúsin hafa að markmiði að tryggja barnvinsamlega rannsókn ofbeldis gegn börnum og viðeigandi hjálp. Þau eru ekki einungis starfsemi sem fer fram innan fjögurra veggja, heldur byggja á víðtæku samstarfi lykilstofnana sem hafa hlutverki að gegna á sviði réttarfars, heilbrigðisþjónustu og barnaverndar. Þannig hefur hróður Barnaverndarstofu og verk hennar borist víða. Spámaðurinn og föðurlandið Í þessu ljósi er undarlegt að fylgjast með þeirri atlögu sem nýlega hefur verið gerð að mannorði og störfum Braga Guðbrandssonar í sumum fjölmiðlum. Það er augljóst að hún tengist því að hann hefur verið trúr því hlutverki að standa vörð um rétt þeirra barna sem eiga allt sitt undir því að eftirlit með réttindum þeirra sé öflugt. Og spornað við þegar út af hefur borið. Það getur vel verið að hann hafi þurft að stíga á einhverjar tær í kerfinu vegna þessa. Líklega er það óhjákvæmilegt. Það er hans skylda barnanna vegna. Upp úr stendur þó það þrekvirki sem hann hefur unnið hér heima og á alþjóðavettvangi á þessu sviði í nánu samstarfi við starfsfólkið á öflugri Barnaverndarstofu. Í alþjóðasamstarfi eigum við Íslendingar stundum öfluga talsmenn, sem gerir það að verkum að fámenni Íslands í hinum stóra heimi verður algjört aukaatriði. Þá er einfaldlega hlustað á kröftuga rödd Íslands, vegna þess að við höfum sitthvað handfast og gagnlegt til málanna að leggja. Þannig er það í barnavernd í norðurhluta Evrópu. Yfir því eigum við að gleðjast og þakka þeim sem hönd leggja á plóg. Það eigum við ekki síst að gera barnanna okkar vegna. Þau eiga það skilið. Þau eru framtíðin. Höfundur er sendiherra.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun