Mikil mannekla í lögreglunni en einungis 41 komast í starfsnám Elín Margrét Böðvarsdóttir og Þórdís Valsdóttir skrifar 30. desember 2017 21:57 Færri nemendur í lögreglufræðum komast að en vilja í starfsnám á sama tíma og mannekla ríkir í lögreglunni. Ætla má að tugir lögreglumanna fari á eftirlaun á næstu árum, á meðan nýliðun gengur hægar. Aftur á móti virðast kynjahlutföll innan lögreglunnar fara batnandi. Ríflega tvö hundruð nemendur í lögreglufræðum sóttu um starfsnám hjá mennta- og starfsþróunarsetri lögreglunnar í ár. 96 þeirra þreyttu þrekpróf og stóðust 79 þeirra prófið. Af þeim voru alls 69 nemendur sem stóðust allar aðrar kröfur til að hefja starfsnám en aðeins 41 komst að. „Þetta er auðvitað nemendur sem eru búnir að ljúka einni önn í námi og búnir að standast allar aðrar kröfur þannig að við hefðum gjarnan viljað taka inn fleiri nemendur,“ segir Ólafur Örn Bragason forstöðumaður mennta- og starfsþróunarsetur lögreglunnar. „Það kemur til með að vanta í hið minnsta 170 lögreglumenn á næstu árum til að halda í horfið, hvað þá aukningu. Það er þörf á fleiri lögreglumönnum,“ segir Ólafur.Kynjahlutföllin verða æ jafnari Lögreglunám var flutt á háskólastig árið 2016 og er kennt í fjarnámi fá Háskólanum á Akureyri. Af þeim 41 sem komust að í starfsnámi eru 21 karl og 20 konur. Ólafur ætlar að hlutfall kvenna í lögregluskóla ríkisins þegar hann var og hét hafi aðeins verið á bilinu 25 til 30 prósent. Nú er kynjahlutfallið öllu jafnara. „Við höfum lítið náð að hreyfa við þessu kynjahlutfalli innan lögreglunnar. Það hefur verið í kringum 15 prósent konur og 85 prósent karlar í nokkurn tíma.“ Aðspurður hvort hann telji þetta vera að breytast segir Ólafur að svo geti verið og að hann voni það. Skóla - og menntamál Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Fleiri fréttir Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Sjá meira
Færri nemendur í lögreglufræðum komast að en vilja í starfsnám á sama tíma og mannekla ríkir í lögreglunni. Ætla má að tugir lögreglumanna fari á eftirlaun á næstu árum, á meðan nýliðun gengur hægar. Aftur á móti virðast kynjahlutföll innan lögreglunnar fara batnandi. Ríflega tvö hundruð nemendur í lögreglufræðum sóttu um starfsnám hjá mennta- og starfsþróunarsetri lögreglunnar í ár. 96 þeirra þreyttu þrekpróf og stóðust 79 þeirra prófið. Af þeim voru alls 69 nemendur sem stóðust allar aðrar kröfur til að hefja starfsnám en aðeins 41 komst að. „Þetta er auðvitað nemendur sem eru búnir að ljúka einni önn í námi og búnir að standast allar aðrar kröfur þannig að við hefðum gjarnan viljað taka inn fleiri nemendur,“ segir Ólafur Örn Bragason forstöðumaður mennta- og starfsþróunarsetur lögreglunnar. „Það kemur til með að vanta í hið minnsta 170 lögreglumenn á næstu árum til að halda í horfið, hvað þá aukningu. Það er þörf á fleiri lögreglumönnum,“ segir Ólafur.Kynjahlutföllin verða æ jafnari Lögreglunám var flutt á háskólastig árið 2016 og er kennt í fjarnámi fá Háskólanum á Akureyri. Af þeim 41 sem komust að í starfsnámi eru 21 karl og 20 konur. Ólafur ætlar að hlutfall kvenna í lögregluskóla ríkisins þegar hann var og hét hafi aðeins verið á bilinu 25 til 30 prósent. Nú er kynjahlutfallið öllu jafnara. „Við höfum lítið náð að hreyfa við þessu kynjahlutfalli innan lögreglunnar. Það hefur verið í kringum 15 prósent konur og 85 prósent karlar í nokkurn tíma.“ Aðspurður hvort hann telji þetta vera að breytast segir Ólafur að svo geti verið og að hann voni það.
Skóla - og menntamál Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Fleiri fréttir Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Sjá meira