Þingmaður Flokks fólksins hyggst leita lausna með Sævari vegna flugeldamálsins Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. desember 2017 19:30 Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Flokks fólksins, segir málefni er varða flugelda á áramótum eitt af sínum áhugamálum. Samsett mynd Þingmaður Flokks fólksins setti sig í samband við Sævar Helga Bragason, stjörnufræðikennara og vísindamiðlara, vegna umræðu um mengun af völdum flugelda á áramótum. Sævar og þingmaðurinn, Karl Gauti Hjaltason, ætla að hittast á nýju ári með það að markmiði að ræða umhverfisáhrif af skoteldum og leiðir til að draga úr sóðaskap í kringum þá. Sævar vakti mikla athygli í vikunni þegar hann lagði til að almenn notkun flugelda yrði bönnuð. Hann sagði umhverfissjónarmið vega þyngra en skemmtanagildi sem felst í því að sprengja flugelda. Þá beindi hann þeim tilmælum til fólks að styrkja björgunarsveitirnar beint í stað þess að kaupa flugelda af þeim og draga þannig úr mengun.Ætla að hittast og ræða málin eftir áramótSævar greindi svo frá því á Twitter-reikningi sínum í dag að þingmaður hefði sett sig í samband við hann vegna málsins. Í samtali við Vísi segir Sævar að hann og þingmaðurinn, Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Flokks fólksins, ætli að hittast eftir áramót og ræða hugmyndir um takmarkanir á flugeldaskothríð.Nú hefur þingmaður haft samband til að ræða hugmyndir um takmarkanir á flugeldaskothríð. Frábært! 1. skref: Björgunarsveitir á fjárlög— Sævar Helgi Bragason (@saevarhb) December 30, 2017 „Honum finnst mjög eðlilegt að setja einhverjar skorður vegna mengunarmála, fyrst og fremst, og óþæginda fyrir fólk og dýr, bara eins og maður hefur verið að tala um og ekki bara ég heldur líka prófessorar í Háskólanum og heilbrigðiseftirlitið,“ segir Sævar.Björgunarsveitir vilji ekki vera settar í fjárlögUm lausnir á vandanum nefndi Sævar að björgunarsveitir yrðu hafðar með í fjárlögum, sem hann fékk svo síðar að vita að eigi ekki upp á pallborðið hjá björgunarsveitarmönnum. „Svo hefur verið bent á það að þær [björgunarsveitirnar] vilja það ekki og það er bara fínt, þá finnum við bara aðrar leiðir,“ segir Sævar. „En í öllu falli þá hljótum við að geta fundið aðferðir til að fjármagna björgunarsveitir án þess að almannavarnir í landinu þurfi að vera háðar flugeldasölu með tilheyrandi mengun og svo framvegis.“ Hann ítrekar jafnframt að það vaki ekki fyrir neinum að eyðileggja skemmtanahald á áramótum. Auðvitað verði lagt upp með að fólk geti áfram haldið áramót á sem skemmtilegastan hátt.Karl Gauti Hjaltason leiddi lista Flokks fólksins í Suðurkjördæmi í síðustu alþingiskosningum.Flokkur fólksinsGetur vel hugsað sér að beita sér fyrir málinu á alþingiKarl Gauti Hjaltason, þingmaður Flokks fólksins, segir málefni er varða flugelda á áramótum eitt af sínum áhugamálum. Í samtali við Vísi segist Karl til í að skoða hvort eitthvað sé hægt að gera í mengun og sóðaskap í kringum flugeldana og hyggst ræða við Sævar eftir áramót. „Þetta er bara mitt áhugamál, ég þekki hann, við erum vinir og ég ætlaði bara að ræða við hann um þetta,“ segir Karl. Málið er þó ekki á dagskrá hjá flokknum, og ítrekar Karl persónulegan áhuga sinn á málefninu við blaðamann, en segist aðspurður þó vel geta hugsað sér að beita sér fyrir því á alþingi. „Það getur vel verið. Ég ætlaði bara að skoða þetta með honum Sævari. Það var nú bara málið,“ segir Karl. Mikil umræða hefur skapast um flugelda fyrir þessi áramót. Björgunarsveitin Kjölur hyggst til að mynda hætta sölu á skoteldum í fjáröflunarskyni vegna álags á árinu og krefjandi verkefna. Flugeldar Tengdar fréttir Mikil slysahætta á Skólavörðuholti á áramótum Íbúasamtök hafa tekið höndum saman og ætla að afmarka skotsvæði bæði á Skólavörðuholti og á Klambratúni. Þá verður einnig lokað fyrir umferð um Skólavörðuholtið á gamlárskvöld. 30. desember 2017 17:45 Flugeldalaus áramót fanganna á Hrauninu Gamlárskvöld er eitt einmanalegasta kvöld ársins fyrir margan fangann. Þeir sakna ekki aðeins vina og ættingja heldur einnig flugeldanna sem vart sjást á himninum yfir Litla-Hrauni og Hólmsheiði. Á Kvíabryggju mega þeir sprengja. 30. desember 2017 07:00 Astmasjúkir vilja að blási vel um áramót Á fyrstu klukkutímum ársins 2017 mældist svifryksmengun á Grensásvegi 29-falt yfir heilsuverndarmörkum. Mengunin var rúm 1.450 míkrógrömm á rúmmetra en heilsuverndarmörk eru 50 míkrógrömm. 29. desember 2017 06:00 Sævar Helgi leggur til að banna almenna notkun flugelda Sævar Helgi Bragason, stjörnufræðikennari og vísindamiðlari, segir að umhverfissjónarmið verði að vega þyngra en það skemmtanagildi sem felst í því að sprengja flugelda. Hann er sannfærður um að fólk geti skemmt sér án þess að því fylgi læti, hávaði og mengun. 27. desember 2017 12:36 Sala skotelda allt að 90 prósent rekstrartekna björgunarsveita Flugeldasala Björgunarsveitanna hefst á morgun. 27. desember 2017 21:55 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Innlent Fleiri fréttir „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Sjá meira
Þingmaður Flokks fólksins setti sig í samband við Sævar Helga Bragason, stjörnufræðikennara og vísindamiðlara, vegna umræðu um mengun af völdum flugelda á áramótum. Sævar og þingmaðurinn, Karl Gauti Hjaltason, ætla að hittast á nýju ári með það að markmiði að ræða umhverfisáhrif af skoteldum og leiðir til að draga úr sóðaskap í kringum þá. Sævar vakti mikla athygli í vikunni þegar hann lagði til að almenn notkun flugelda yrði bönnuð. Hann sagði umhverfissjónarmið vega þyngra en skemmtanagildi sem felst í því að sprengja flugelda. Þá beindi hann þeim tilmælum til fólks að styrkja björgunarsveitirnar beint í stað þess að kaupa flugelda af þeim og draga þannig úr mengun.Ætla að hittast og ræða málin eftir áramótSævar greindi svo frá því á Twitter-reikningi sínum í dag að þingmaður hefði sett sig í samband við hann vegna málsins. Í samtali við Vísi segir Sævar að hann og þingmaðurinn, Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Flokks fólksins, ætli að hittast eftir áramót og ræða hugmyndir um takmarkanir á flugeldaskothríð.Nú hefur þingmaður haft samband til að ræða hugmyndir um takmarkanir á flugeldaskothríð. Frábært! 1. skref: Björgunarsveitir á fjárlög— Sævar Helgi Bragason (@saevarhb) December 30, 2017 „Honum finnst mjög eðlilegt að setja einhverjar skorður vegna mengunarmála, fyrst og fremst, og óþæginda fyrir fólk og dýr, bara eins og maður hefur verið að tala um og ekki bara ég heldur líka prófessorar í Háskólanum og heilbrigðiseftirlitið,“ segir Sævar.Björgunarsveitir vilji ekki vera settar í fjárlögUm lausnir á vandanum nefndi Sævar að björgunarsveitir yrðu hafðar með í fjárlögum, sem hann fékk svo síðar að vita að eigi ekki upp á pallborðið hjá björgunarsveitarmönnum. „Svo hefur verið bent á það að þær [björgunarsveitirnar] vilja það ekki og það er bara fínt, þá finnum við bara aðrar leiðir,“ segir Sævar. „En í öllu falli þá hljótum við að geta fundið aðferðir til að fjármagna björgunarsveitir án þess að almannavarnir í landinu þurfi að vera háðar flugeldasölu með tilheyrandi mengun og svo framvegis.“ Hann ítrekar jafnframt að það vaki ekki fyrir neinum að eyðileggja skemmtanahald á áramótum. Auðvitað verði lagt upp með að fólk geti áfram haldið áramót á sem skemmtilegastan hátt.Karl Gauti Hjaltason leiddi lista Flokks fólksins í Suðurkjördæmi í síðustu alþingiskosningum.Flokkur fólksinsGetur vel hugsað sér að beita sér fyrir málinu á alþingiKarl Gauti Hjaltason, þingmaður Flokks fólksins, segir málefni er varða flugelda á áramótum eitt af sínum áhugamálum. Í samtali við Vísi segist Karl til í að skoða hvort eitthvað sé hægt að gera í mengun og sóðaskap í kringum flugeldana og hyggst ræða við Sævar eftir áramót. „Þetta er bara mitt áhugamál, ég þekki hann, við erum vinir og ég ætlaði bara að ræða við hann um þetta,“ segir Karl. Málið er þó ekki á dagskrá hjá flokknum, og ítrekar Karl persónulegan áhuga sinn á málefninu við blaðamann, en segist aðspurður þó vel geta hugsað sér að beita sér fyrir því á alþingi. „Það getur vel verið. Ég ætlaði bara að skoða þetta með honum Sævari. Það var nú bara málið,“ segir Karl. Mikil umræða hefur skapast um flugelda fyrir þessi áramót. Björgunarsveitin Kjölur hyggst til að mynda hætta sölu á skoteldum í fjáröflunarskyni vegna álags á árinu og krefjandi verkefna.
Flugeldar Tengdar fréttir Mikil slysahætta á Skólavörðuholti á áramótum Íbúasamtök hafa tekið höndum saman og ætla að afmarka skotsvæði bæði á Skólavörðuholti og á Klambratúni. Þá verður einnig lokað fyrir umferð um Skólavörðuholtið á gamlárskvöld. 30. desember 2017 17:45 Flugeldalaus áramót fanganna á Hrauninu Gamlárskvöld er eitt einmanalegasta kvöld ársins fyrir margan fangann. Þeir sakna ekki aðeins vina og ættingja heldur einnig flugeldanna sem vart sjást á himninum yfir Litla-Hrauni og Hólmsheiði. Á Kvíabryggju mega þeir sprengja. 30. desember 2017 07:00 Astmasjúkir vilja að blási vel um áramót Á fyrstu klukkutímum ársins 2017 mældist svifryksmengun á Grensásvegi 29-falt yfir heilsuverndarmörkum. Mengunin var rúm 1.450 míkrógrömm á rúmmetra en heilsuverndarmörk eru 50 míkrógrömm. 29. desember 2017 06:00 Sævar Helgi leggur til að banna almenna notkun flugelda Sævar Helgi Bragason, stjörnufræðikennari og vísindamiðlari, segir að umhverfissjónarmið verði að vega þyngra en það skemmtanagildi sem felst í því að sprengja flugelda. Hann er sannfærður um að fólk geti skemmt sér án þess að því fylgi læti, hávaði og mengun. 27. desember 2017 12:36 Sala skotelda allt að 90 prósent rekstrartekna björgunarsveita Flugeldasala Björgunarsveitanna hefst á morgun. 27. desember 2017 21:55 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Innlent Fleiri fréttir „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Sjá meira
Mikil slysahætta á Skólavörðuholti á áramótum Íbúasamtök hafa tekið höndum saman og ætla að afmarka skotsvæði bæði á Skólavörðuholti og á Klambratúni. Þá verður einnig lokað fyrir umferð um Skólavörðuholtið á gamlárskvöld. 30. desember 2017 17:45
Flugeldalaus áramót fanganna á Hrauninu Gamlárskvöld er eitt einmanalegasta kvöld ársins fyrir margan fangann. Þeir sakna ekki aðeins vina og ættingja heldur einnig flugeldanna sem vart sjást á himninum yfir Litla-Hrauni og Hólmsheiði. Á Kvíabryggju mega þeir sprengja. 30. desember 2017 07:00
Astmasjúkir vilja að blási vel um áramót Á fyrstu klukkutímum ársins 2017 mældist svifryksmengun á Grensásvegi 29-falt yfir heilsuverndarmörkum. Mengunin var rúm 1.450 míkrógrömm á rúmmetra en heilsuverndarmörk eru 50 míkrógrömm. 29. desember 2017 06:00
Sævar Helgi leggur til að banna almenna notkun flugelda Sævar Helgi Bragason, stjörnufræðikennari og vísindamiðlari, segir að umhverfissjónarmið verði að vega þyngra en það skemmtanagildi sem felst í því að sprengja flugelda. Hann er sannfærður um að fólk geti skemmt sér án þess að því fylgi læti, hávaði og mengun. 27. desember 2017 12:36
Sala skotelda allt að 90 prósent rekstrartekna björgunarsveita Flugeldasala Björgunarsveitanna hefst á morgun. 27. desember 2017 21:55