Veðrið í morgun „sýnishorn“ fyrir komandi lægðir Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 9. janúar 2018 21:51 Von er á því að fleiri lægðir fari yfir landið á næstu dögum. Vonskuveður var á höfuðborgarsvæðinu í morgun og fuku meðal annars trampólín og heitir pottar. Næsta lægð er væntanleg seinnipart fimmtudags. Þá verður stormur á fimmtudagskvöld eða jafnvel fyrr að sögn Árna Sigurðssonar veðurfræðings, en rætt var við Árna í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Árni segir að sú lægð verði líklega að mörgu leyti áþekk þeirri sem gekk yfir í dag en hún geti jafnvel verið dýpri og að búast megi við meiri úrkomu. „Það getur verið talsvert mikil úrkoma og menn eru að setja sig í startholurnar að vara við henni,“ segir Árni. „Það er verið að spá lægð líka á laugardeginum og hún verður álíka. Það verður meiri kuldi með henni, það er meiri kuldi sem kemur þá frá Kanada og hann getur komið til okkar í kjölfarið.“Gæti jafnvel snjóað þá eitthvað? „Allavega éljagangur.“Þannig að þessi lægð sem við fengum í dag, þetta er kannski bara upphitun? „Það er stundum þannig að þetta kemur í röðum. Það eru syrpur sem koma þegar aðstæður eru þannig að það er öflug hæð yfir Skandinavíu eða þar á þei slóðum og síðan kalt loft yfir Kanada þá myndast þannig aðstæður að þær myndast og koma í röðum til okkar,“ segir Árni. „Menn eiga að búa sig undir það, þetta var svona sýnishorn sem við fengum í morgun.“ Veður Tengdar fréttir Tæplega fimm tonna gámur fauk um eins og pappaspjald Vindurinn fór í 36 metra á Vogabakka. Samskip lokuðu gámahlutanum í morgun. 9. janúar 2018 11:19 Tugir björgunarsveitarmanna í óveðursverkefnum á höfuðborgarsvæðinu Björgunarsveitir Landsbjargar hafa haft í nógu að snúast í óveðrinu sem gengið hefur yfir suðvesturhorn landsins í morgun. 9. janúar 2018 09:02 Lægðirnar koma á færibandi í vikunni Óveðrið sem nú gengur yfir höfuðborgarsvæðið náði hámarki upp úr klukkan 8 í morgun að sögn Árna Sigurðssonar, veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. 9. janúar 2018 08:37 Trampólín tók á loft í Lindahverfi: Vaknaði við að glerbrotum rigndi yfir hann Ungum pilti sem býr í Lindahverfi í Kópavogi var mjög brugðið þegar hann vaknaði í morgun við það að glerbrotum rigndi yfir hann. 9. janúar 2018 11:57 Þrjú suðaustan illviðri í vændum Lægðirnar verða djúpar. 9. janúar 2018 12:15 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fleiri fréttir Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Sjá meira
Von er á því að fleiri lægðir fari yfir landið á næstu dögum. Vonskuveður var á höfuðborgarsvæðinu í morgun og fuku meðal annars trampólín og heitir pottar. Næsta lægð er væntanleg seinnipart fimmtudags. Þá verður stormur á fimmtudagskvöld eða jafnvel fyrr að sögn Árna Sigurðssonar veðurfræðings, en rætt var við Árna í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Árni segir að sú lægð verði líklega að mörgu leyti áþekk þeirri sem gekk yfir í dag en hún geti jafnvel verið dýpri og að búast megi við meiri úrkomu. „Það getur verið talsvert mikil úrkoma og menn eru að setja sig í startholurnar að vara við henni,“ segir Árni. „Það er verið að spá lægð líka á laugardeginum og hún verður álíka. Það verður meiri kuldi með henni, það er meiri kuldi sem kemur þá frá Kanada og hann getur komið til okkar í kjölfarið.“Gæti jafnvel snjóað þá eitthvað? „Allavega éljagangur.“Þannig að þessi lægð sem við fengum í dag, þetta er kannski bara upphitun? „Það er stundum þannig að þetta kemur í röðum. Það eru syrpur sem koma þegar aðstæður eru þannig að það er öflug hæð yfir Skandinavíu eða þar á þei slóðum og síðan kalt loft yfir Kanada þá myndast þannig aðstæður að þær myndast og koma í röðum til okkar,“ segir Árni. „Menn eiga að búa sig undir það, þetta var svona sýnishorn sem við fengum í morgun.“
Veður Tengdar fréttir Tæplega fimm tonna gámur fauk um eins og pappaspjald Vindurinn fór í 36 metra á Vogabakka. Samskip lokuðu gámahlutanum í morgun. 9. janúar 2018 11:19 Tugir björgunarsveitarmanna í óveðursverkefnum á höfuðborgarsvæðinu Björgunarsveitir Landsbjargar hafa haft í nógu að snúast í óveðrinu sem gengið hefur yfir suðvesturhorn landsins í morgun. 9. janúar 2018 09:02 Lægðirnar koma á færibandi í vikunni Óveðrið sem nú gengur yfir höfuðborgarsvæðið náði hámarki upp úr klukkan 8 í morgun að sögn Árna Sigurðssonar, veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. 9. janúar 2018 08:37 Trampólín tók á loft í Lindahverfi: Vaknaði við að glerbrotum rigndi yfir hann Ungum pilti sem býr í Lindahverfi í Kópavogi var mjög brugðið þegar hann vaknaði í morgun við það að glerbrotum rigndi yfir hann. 9. janúar 2018 11:57 Þrjú suðaustan illviðri í vændum Lægðirnar verða djúpar. 9. janúar 2018 12:15 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fleiri fréttir Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Sjá meira
Tæplega fimm tonna gámur fauk um eins og pappaspjald Vindurinn fór í 36 metra á Vogabakka. Samskip lokuðu gámahlutanum í morgun. 9. janúar 2018 11:19
Tugir björgunarsveitarmanna í óveðursverkefnum á höfuðborgarsvæðinu Björgunarsveitir Landsbjargar hafa haft í nógu að snúast í óveðrinu sem gengið hefur yfir suðvesturhorn landsins í morgun. 9. janúar 2018 09:02
Lægðirnar koma á færibandi í vikunni Óveðrið sem nú gengur yfir höfuðborgarsvæðið náði hámarki upp úr klukkan 8 í morgun að sögn Árna Sigurðssonar, veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. 9. janúar 2018 08:37
Trampólín tók á loft í Lindahverfi: Vaknaði við að glerbrotum rigndi yfir hann Ungum pilti sem býr í Lindahverfi í Kópavogi var mjög brugðið þegar hann vaknaði í morgun við það að glerbrotum rigndi yfir hann. 9. janúar 2018 11:57