Skrúðganga til heiðurs lélegasta liðs NFL-deildarinnar | Myndband Henry Birgir Gunnarsson skrifar 9. janúar 2018 12:00 Það hlæja allir að Cleveland Browns. vísir/getty Stuðningsmenn NFL-liðsins Cleveland Browns eru afar uppátækjasamir og leggja ekki árar í bát þó liðið þeirra sé ömurlegt. Enn eitt árið gat Browns ekkert í NFL-deildinni og tókst að tapa öllum sextán leikjum sínum í deildinni í vetur. Sá árangur kallaði á einhvers konar viðbrögð. Sigurlið fá skrúðgöngur og stuðningsmenn Browns ákváðu að halda sína eigin skrúðgöngu til þess að „fagna“ ömurlegu gengi sinna manna. Í stað flottrar rútu var kominn ruslabíll og fólk ældi í klósett svo fátt eitt sé nefnt. Nokkur þúsund manns tóku þátt í göngunni eða horfðu á hana en hún gekk út á að gera grín að liðinu. Farinn var hringur í kringum völl liðsins sem myndaði eitt risastórt núll. Það fór fyrir brjóstið á sumum leikmönnum liðsins sem brjáluðust af reiði. Stærsta íþróttastjarnan borgarinnar, LeBron James, sagði að þetta væri hlægilegt. „Ég verð að viðurkenna að ég hafði aðeins gaman af þessu. Þetta var samt slíkur viðburður að maður trúði því varla að þetta væri að gerast,“ sagði LeBron sem skildi þó ekkert í reiði leikmanna Browns. „Ég væri reiður að hafa tapað öllum þessum leikjum en hvernig er hægt að vera reiður út í stuðningsmennina? Þetta er fáranlegt en það er leikmannanna að laga þetta ástand. Þetta væri verra ef áhorfendur myndu ekki mæta fyrr en þeir hafa unnið tvo leiki í röð.“ NFL Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Haukar | Toppslagur í nýju Ljónagryfjunni Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Ræddu ótrúlega fimmtán leikja sigurgöngu OKC Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Kastaði óvart spaða í áhorfanda Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Svartur mánudagur í NFL-deildinni: Fjórar þjálfarastöður á lausu Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Dagskráin: Enski, kvennakarfa og Lokasóknin undirbýr úrslitakeppnina Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu Tik Tok stjarna ÓL í París rústaði áhorfendametinu Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Sjá meira
Stuðningsmenn NFL-liðsins Cleveland Browns eru afar uppátækjasamir og leggja ekki árar í bát þó liðið þeirra sé ömurlegt. Enn eitt árið gat Browns ekkert í NFL-deildinni og tókst að tapa öllum sextán leikjum sínum í deildinni í vetur. Sá árangur kallaði á einhvers konar viðbrögð. Sigurlið fá skrúðgöngur og stuðningsmenn Browns ákváðu að halda sína eigin skrúðgöngu til þess að „fagna“ ömurlegu gengi sinna manna. Í stað flottrar rútu var kominn ruslabíll og fólk ældi í klósett svo fátt eitt sé nefnt. Nokkur þúsund manns tóku þátt í göngunni eða horfðu á hana en hún gekk út á að gera grín að liðinu. Farinn var hringur í kringum völl liðsins sem myndaði eitt risastórt núll. Það fór fyrir brjóstið á sumum leikmönnum liðsins sem brjáluðust af reiði. Stærsta íþróttastjarnan borgarinnar, LeBron James, sagði að þetta væri hlægilegt. „Ég verð að viðurkenna að ég hafði aðeins gaman af þessu. Þetta var samt slíkur viðburður að maður trúði því varla að þetta væri að gerast,“ sagði LeBron sem skildi þó ekkert í reiði leikmanna Browns. „Ég væri reiður að hafa tapað öllum þessum leikjum en hvernig er hægt að vera reiður út í stuðningsmennina? Þetta er fáranlegt en það er leikmannanna að laga þetta ástand. Þetta væri verra ef áhorfendur myndu ekki mæta fyrr en þeir hafa unnið tvo leiki í röð.“
NFL Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Haukar | Toppslagur í nýju Ljónagryfjunni Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Ræddu ótrúlega fimmtán leikja sigurgöngu OKC Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Kastaði óvart spaða í áhorfanda Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Svartur mánudagur í NFL-deildinni: Fjórar þjálfarastöður á lausu Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Dagskráin: Enski, kvennakarfa og Lokasóknin undirbýr úrslitakeppnina Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu Tik Tok stjarna ÓL í París rústaði áhorfendametinu Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Sjá meira