Lægðirnar koma á færibandi í vikunni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. janúar 2018 08:37 Vindaspá Veðurstofu Íslands núna klukkan 9. veðurstofa Íslands Óveðrið sem nú gengur yfir höfuðborgarsvæðið náði hámarki upp úr klukkan 8 í morgun að sögn Árna Sigurðssonar, veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Nokkrar lægðir koma hins vegar á færibandi núna í vikunni og á strax á fimmtudag er von á annarri lægð sem verður jafnvel nokkuð hressilegri en sú sem er að valda usla nú. Innanlandsflugi var aflýst í morgun vegna veðursins og þá hafa miklar tafir orðið á millilandaflugi þar sem afar slæmt veður hefur verið á báðum flugvöllunum. „Appelsínugula viðvörunin á höfuðborgarsvæðinu gildir til klukkan 10 svo þetta gengur tiltölulega hratt niður. Gul viðvörun gildir síðan til klukkan 12,“ segir Árni en hún er í gildi á höfuðborgarsvæðinu, meira og minna um allt Suðurland, Faxaflóa og Breiðafjörð. Aðspurður hvar versta veðrið hefur verið segir Árni að mjög hvasst sé bæði á Reykjanesbrautinni og undir Hafnarfjalli. Í nótt hafi til að mynda hviða farið upp í 45 metra á sekúndu undir Hafnarfjalli og á Reykjanesbraut hafa hviðurnar farið upp í tæplega 40 metra á sekúndu. Þá hefur einnig verið afar slæmt veður á Keflavíkurflugvelli þar sem hviðurnar hafa farið upp í 36 metra á sekúndu sem og á Reykjavíkurflugvelli. Undir Eyjafjöllum hefur svo einnig verið mjög hvasst. Næsta lægð kemur svo á fimmtudagskvöldið. „Það eru nokkrar lægðir á færibandi núna. Næsta lægð kemur á fimmtudagskvöldið og verður á föstudeginum. Hún verður með svipuðu sniði sýnist mér og ef eitthvað er hún jafnvel nokkuð hressilegri. Síðan er önnur á sunnudaginn. Það sem skýrir stöðuna er kalt loft yfir Kanada sem fóðrar lægðirnar. Kalda loftið streymir fyrir sunnan Grænland og út á hafið og fóðrar þannig þessar lægðir,“ segir Árni.Veðurhorfur á landinu í dag og næstu daga:Suðaustan 15-25 m/s og rigning, hvassast við fjöll SV-til, en hægara NA-lands. Talsverð eða mikil rigning SA-lands eftir hádegi, en lengst af úrkomulítið nyrðra. Suðaustan 8-13 og skúrir eða slydduél V-til undir kvöld, en áfram hvassviðri og rigning eystra. Hiti víða 2 til 7 stig.Lægir smám sman í nótt og kólnar. Hæg suðlæg átt og dálitlar skúrir eða él á morgun, en sums staðar rigning eða slydda eystra fram á kvöld. Hiti víða 0 til 5 stig að deginum.Á miðvikudag:Hæg suðlæg eða breytileg átt og rigning eða slydda með köflum N- og A-lands, en annars skýjað með köflum og stöku skúrir eða él. Hiti kringum frostmark.Á fimmtudag:Vaxandi suðaustanátt, 15-23 m/s undir kvöld með talsverðri rigningu víða á landinu, en lengst af þurrt á N-landi. Hlýnar í veðri.Á föstudag:Suðaustanhvassviðri eða -stormur og talsverð eða mikil ringing á S-verðu landinu, en úrkomuminna fyrir norðan. Hiti 2 til 7 stig.Á laugardag:Útlit fyrir hvassa sunnan- og suðvestátt með skúra- eða éljahryðjum, en úrhellisrigningu um kvöldið. Úrkomuminna NA-til á landinu. Hiti 0 til 5 stig.Á sunnudag:Líklega áfram sunnanhvassviðri með rigningu eða slyddu A-til, en skúrum eða éljum fyrir vestan og kólnandi veður.Fréttin hefur verið uppfærð. Veður Tengdar fréttir Veðrið seinkar millilandaflugi Töluverð seinkun verður á millilandaflugi frá Keflavíkurflugvelli nú í morgunsárið vegna veðursins sem gengur yfir suðvesturhluta landsins. 9. janúar 2018 06:22 Appelsínugul viðvörun á höfuðborgarsvæðinu í fyrramálið Fólk er beðið um að fylgjast vel með veðurspám og senda ung börn ekki ein í skólann. 8. janúar 2018 22:08 Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Sjá meira
Óveðrið sem nú gengur yfir höfuðborgarsvæðið náði hámarki upp úr klukkan 8 í morgun að sögn Árna Sigurðssonar, veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Nokkrar lægðir koma hins vegar á færibandi núna í vikunni og á strax á fimmtudag er von á annarri lægð sem verður jafnvel nokkuð hressilegri en sú sem er að valda usla nú. Innanlandsflugi var aflýst í morgun vegna veðursins og þá hafa miklar tafir orðið á millilandaflugi þar sem afar slæmt veður hefur verið á báðum flugvöllunum. „Appelsínugula viðvörunin á höfuðborgarsvæðinu gildir til klukkan 10 svo þetta gengur tiltölulega hratt niður. Gul viðvörun gildir síðan til klukkan 12,“ segir Árni en hún er í gildi á höfuðborgarsvæðinu, meira og minna um allt Suðurland, Faxaflóa og Breiðafjörð. Aðspurður hvar versta veðrið hefur verið segir Árni að mjög hvasst sé bæði á Reykjanesbrautinni og undir Hafnarfjalli. Í nótt hafi til að mynda hviða farið upp í 45 metra á sekúndu undir Hafnarfjalli og á Reykjanesbraut hafa hviðurnar farið upp í tæplega 40 metra á sekúndu. Þá hefur einnig verið afar slæmt veður á Keflavíkurflugvelli þar sem hviðurnar hafa farið upp í 36 metra á sekúndu sem og á Reykjavíkurflugvelli. Undir Eyjafjöllum hefur svo einnig verið mjög hvasst. Næsta lægð kemur svo á fimmtudagskvöldið. „Það eru nokkrar lægðir á færibandi núna. Næsta lægð kemur á fimmtudagskvöldið og verður á föstudeginum. Hún verður með svipuðu sniði sýnist mér og ef eitthvað er hún jafnvel nokkuð hressilegri. Síðan er önnur á sunnudaginn. Það sem skýrir stöðuna er kalt loft yfir Kanada sem fóðrar lægðirnar. Kalda loftið streymir fyrir sunnan Grænland og út á hafið og fóðrar þannig þessar lægðir,“ segir Árni.Veðurhorfur á landinu í dag og næstu daga:Suðaustan 15-25 m/s og rigning, hvassast við fjöll SV-til, en hægara NA-lands. Talsverð eða mikil rigning SA-lands eftir hádegi, en lengst af úrkomulítið nyrðra. Suðaustan 8-13 og skúrir eða slydduél V-til undir kvöld, en áfram hvassviðri og rigning eystra. Hiti víða 2 til 7 stig.Lægir smám sman í nótt og kólnar. Hæg suðlæg átt og dálitlar skúrir eða él á morgun, en sums staðar rigning eða slydda eystra fram á kvöld. Hiti víða 0 til 5 stig að deginum.Á miðvikudag:Hæg suðlæg eða breytileg átt og rigning eða slydda með köflum N- og A-lands, en annars skýjað með köflum og stöku skúrir eða él. Hiti kringum frostmark.Á fimmtudag:Vaxandi suðaustanátt, 15-23 m/s undir kvöld með talsverðri rigningu víða á landinu, en lengst af þurrt á N-landi. Hlýnar í veðri.Á föstudag:Suðaustanhvassviðri eða -stormur og talsverð eða mikil ringing á S-verðu landinu, en úrkomuminna fyrir norðan. Hiti 2 til 7 stig.Á laugardag:Útlit fyrir hvassa sunnan- og suðvestátt með skúra- eða éljahryðjum, en úrhellisrigningu um kvöldið. Úrkomuminna NA-til á landinu. Hiti 0 til 5 stig.Á sunnudag:Líklega áfram sunnanhvassviðri með rigningu eða slyddu A-til, en skúrum eða éljum fyrir vestan og kólnandi veður.Fréttin hefur verið uppfærð.
Veður Tengdar fréttir Veðrið seinkar millilandaflugi Töluverð seinkun verður á millilandaflugi frá Keflavíkurflugvelli nú í morgunsárið vegna veðursins sem gengur yfir suðvesturhluta landsins. 9. janúar 2018 06:22 Appelsínugul viðvörun á höfuðborgarsvæðinu í fyrramálið Fólk er beðið um að fylgjast vel með veðurspám og senda ung börn ekki ein í skólann. 8. janúar 2018 22:08 Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Sjá meira
Veðrið seinkar millilandaflugi Töluverð seinkun verður á millilandaflugi frá Keflavíkurflugvelli nú í morgunsárið vegna veðursins sem gengur yfir suðvesturhluta landsins. 9. janúar 2018 06:22
Appelsínugul viðvörun á höfuðborgarsvæðinu í fyrramálið Fólk er beðið um að fylgjast vel með veðurspám og senda ung börn ekki ein í skólann. 8. janúar 2018 22:08