Tvö hundruð þúsund Salvadorum gert að yfirgefa Bandaríkin Samúel Karl Ólason skrifar 8. janúar 2018 17:45 Atvinnuleyfin áttu að falla niður í dag og Hvíta húsið tilkynnti að þau yrðu ekki framlengd eins og þá hafa verið gerð ellefu sinnum áður. Vísir/Getty Yfirvöld Bandaríkjanna tilkynntu í dag að allt að tvö hundruð þúsund Salvadorar verði að yfirgefa Bandaríkin á næstu átján mánuðum. Atvinnuleyfi þeirra, sem voru veitt í kjölfar jarðskjálfta í El Salvador árið 2001 verða ekki framlengd í tólfta sinn og fólkið verður að fara eða finna löglega leið til að vera í Bandaríkjunum. Umrædd atvinnuleyfi kallast Temporary Protected Status eða TPS í Bandaríkjunum og hefur ríkisstjórn Donald Trump þegar fellt niður tugþúsundir slíkra leyfa fólks frá Haítí og Nikaragúa. Atvinnuleyfin áttu að falla niður í dag og Hvíta húsið tilkynnti að þau yrðu ekki framlengd eins og þá hafa verið gerð ellefu sinnum áður.Hvíta húsið segir að ekki sé tilefni til að framlengja atvinnuleyfi fólksins frekar þar sem El Salvador hafi fengið mikla hjálp eftir jarðskjálftana og að mikil uppbygging hafi átt sér stað.Ákvörðunin kemur þó fólkinu sem um ræðir í opna skjöldu. Margir þeirra töldu að næsta skref þeirra væri að öðlast ríkisborgararétt en ekki þurfa að flytja á brott. „Ég tel þetta vera heimaland mitt,“ segir hinn 46 ára gamli Oscar Cortez við blaðamann Washington Post. Margir segjast ætla að reyna að búa ólöglega áfram í Bandaríkjunum.Utanríkisráðherra El Salvador sagði í síðustu viku að umrædd niðurfelling myndi slíta sundur fjölskyldur. Þar sem börn sem fæðast í Bandaríkjunum fái ríkisborgararétt séu nú um 200 þúsund borgarar sem eigi von á því að foreldrum þeirra verði vísað úr landiTrump admin official, asked whether they're telling TPS holders to move their 197K US-born kids to El Salvador: "We're not getting involved in individual family decisions." https://t.co/bn3ujM7flu— Dara Lind (@DLind) January 8, 2018 Bandaríkin Donald Trump El Salvador Mið-Ameríka Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira
Yfirvöld Bandaríkjanna tilkynntu í dag að allt að tvö hundruð þúsund Salvadorar verði að yfirgefa Bandaríkin á næstu átján mánuðum. Atvinnuleyfi þeirra, sem voru veitt í kjölfar jarðskjálfta í El Salvador árið 2001 verða ekki framlengd í tólfta sinn og fólkið verður að fara eða finna löglega leið til að vera í Bandaríkjunum. Umrædd atvinnuleyfi kallast Temporary Protected Status eða TPS í Bandaríkjunum og hefur ríkisstjórn Donald Trump þegar fellt niður tugþúsundir slíkra leyfa fólks frá Haítí og Nikaragúa. Atvinnuleyfin áttu að falla niður í dag og Hvíta húsið tilkynnti að þau yrðu ekki framlengd eins og þá hafa verið gerð ellefu sinnum áður.Hvíta húsið segir að ekki sé tilefni til að framlengja atvinnuleyfi fólksins frekar þar sem El Salvador hafi fengið mikla hjálp eftir jarðskjálftana og að mikil uppbygging hafi átt sér stað.Ákvörðunin kemur þó fólkinu sem um ræðir í opna skjöldu. Margir þeirra töldu að næsta skref þeirra væri að öðlast ríkisborgararétt en ekki þurfa að flytja á brott. „Ég tel þetta vera heimaland mitt,“ segir hinn 46 ára gamli Oscar Cortez við blaðamann Washington Post. Margir segjast ætla að reyna að búa ólöglega áfram í Bandaríkjunum.Utanríkisráðherra El Salvador sagði í síðustu viku að umrædd niðurfelling myndi slíta sundur fjölskyldur. Þar sem börn sem fæðast í Bandaríkjunum fái ríkisborgararétt séu nú um 200 þúsund borgarar sem eigi von á því að foreldrum þeirra verði vísað úr landiTrump admin official, asked whether they're telling TPS holders to move their 197K US-born kids to El Salvador: "We're not getting involved in individual family decisions." https://t.co/bn3ujM7flu— Dara Lind (@DLind) January 8, 2018
Bandaríkin Donald Trump El Salvador Mið-Ameríka Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira