Innlent

Hálka á vegum víða um land

Atli Ísleifsson skrifar
Ökumenn eru beðnir um að hafa varann á í dag sem og aðra daga.
Ökumenn eru beðnir um að hafa varann á í dag sem og aðra daga. Vísir/stefán
Hlána mun þegar líður á daginn og með bleytu á vegum aukast verulega líkur á hálku. Súðavíkurhlíð er enn lokuð vegna snjóflóðahættu, en ákvörðun um framhaldið verður tekin klukkan 9.

Í tilkynningu frá Vegagerðinni segir að krapasnjór sé á Reykjanesi og éljagangur. Þá er snjóþekja á höfuðborgarsvæðinu.

Sjá einnig:Spá hvassvirði og rigningu í dag

„Suðurland: Hálka eða snjóþekja. Snjókoma eða éljagangur all víða. Þæfingur og skafrenningur er á Sandskeiði og Hellisheiði.

Vesturland: Hálka, snjóþekja og þæfingur. Hálka og snjókoma er á Holtavörðuheiði. Ófært og stórhríð er á Útnesvegi.

Vestfirði: Ófært er á flest öllum leiðum, mokstur verður skoðaður um kl: 12:00. Lokað er um Súðavíkurhlíð.

Norðurland: Hálka eða snjóþekja og skafrenningur á flestum leiðum. Þæfingur er á Hófaskarði og þungfært á Langanesströnd.

Austurland: Hálka eða snjóþekja er á flest öllum leiðum, skafrenningur og éljagangur á fjallvegum.

Suðausturland: Hálka og snjóþekja,“ segir í tilkynningunni.


Tengdar fréttir

Spá hvassviðri og rigningu í dag

Úrkomuskil frá djúpri lægð sem heldur sér nálægt Hvarfi, syðsta höfða Grænlands, eru nú byrjuð að ganga yfir Ísland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×