Farþegar óttuðust um líf sitt þegar skemmtiferðaskipi var siglt inn í miðjan storm Birgir Olgeirsson skrifar 6. janúar 2018 22:43 Skemmtiferðaskiptið Norwegian Breakaway. Vísir/Getty Áhöfn skemmtiferðaskips lét storminn sem hefur gengið yfir austurströnd Bandaríkjanna ekki stöðva sig. Skipið heitir Norwegian Breakaway og er í eigu bandaríska fyrirtækisins Norwegian Cruise Line Holdings. Farþegar skipsins fengu að upplifa mikinn öldugang og brjálað veður í nokkra daga á meðan skipið var á leiðinni til New York borgar í Bandaríkjunum frá Bahamaeyjunum. Einn farþeganna sagði í samtali við fréttastofu CBS að veran í skipinu á meðan þessu stóð hefði verið martröð líkast. „Ég hélt ég yrði aldrei í þeim aðstæðum að geta sagt að þetta væri hræðilegasta stund lífsins. Þetta var hins vegar versta stund lífs míns,“ sagði Karoline Ross.Hún sagði að skipinu hefði verið siglt beinustu leið inn í storminn síðastliðinn þriðjudag og tóku þá við tveir af verstu dögum lífs hennar þar sem ölduhæðin náði allt að rúmum níu metrum. „Þegar þú ert í skipi úti á miðju hafi og vatnið flæðir niður stigann hugsar þú með þér að þetta eigi ekki eftir að enda vel. Herbergið okkar var fullt af vatni og það lak niður lyftustokka.“ Annar farþegi sagðist aldrei aftur ætla um borð í skip eftir þessa ferð „Ég er í algjöru áfalli,“ sagði Emma Franzee við CBS þegar hún komst í land í New York síðastliðinn föstudag. „Í hreinskilni sagt hélt ég að við myndum ekki hafa þetta af,“ sagði Conor Vogt sem var farþegi í skipinu.CBS spurði forsvarsmenn Norwegian Cruise Line hvers vegna var ákveðið að sigla inn í storminn þegar ljóst var í hvað stefndi. Tilkynning barst frá fyrirtækinu þar sem því var haldið fram að veðrið hefði reynst mun verra en spáð hafði verið. Hvorki áhöfn né farþegar hefðu þó verið í hættu á meðan því stóð.Á vef Mashabel er greint frá því að veðurfræðingar stigu margir hverjir fram á samfélagsmiðlum í ljósi tilkynningar fyrirtækisins og bentu á að spárnar hefðu gengið eftir og að skipið hefði aldrei átt að vera á þessum slóðum. Farþegarnir hrósuðu margir hverjir áhöfninni fyrir vel unnin störf en vildu þó meina að skipstjórinn hefði mátt vera duglegri að veita þeim upplýsingar."Scariest moment of my life": Cruise ship rides through fierce winter storm https://t.co/fjYFSBaTBE— Christina Mendez (@christinamendez) January 6, 2018 This is the winter storm that the captain of the @cruisenorwegian #Breakaway sent us right into! It must have been very important for #NCLbreakaway to get back to port to pick up more money, I mean passengers. https://t.co/OOucW7JRzv— Mary Lou Harrison (@RotarianMaryLou) January 6, 2018 #NCLbreakaway still fighting the good fight against these wild #BOMBCYLONE winds. Both kids are sea sick now...I am on barf duties tonight. Jeez. pic.twitter.com/qqGRFCmGvK— Christina Mendez (@christinamendez) January 5, 2018 Tengdar fréttir Neyðarástandi lýst yfir í New York ríki Að minnsta kosti sautján hafa látið lífið í fimbulkulda og snjóbyl sem herjað hefur á austurströnd Bandaríkjanna í dag. 4. janúar 2018 19:45 Kuldamet slegin á austurströnd Bandaríkjanna Í nokkrum borgum á austurströnd Bandaríkjanna og Kanada var um 30 stiga frost í gær. 6. janúar 2018 10:32 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira
Áhöfn skemmtiferðaskips lét storminn sem hefur gengið yfir austurströnd Bandaríkjanna ekki stöðva sig. Skipið heitir Norwegian Breakaway og er í eigu bandaríska fyrirtækisins Norwegian Cruise Line Holdings. Farþegar skipsins fengu að upplifa mikinn öldugang og brjálað veður í nokkra daga á meðan skipið var á leiðinni til New York borgar í Bandaríkjunum frá Bahamaeyjunum. Einn farþeganna sagði í samtali við fréttastofu CBS að veran í skipinu á meðan þessu stóð hefði verið martröð líkast. „Ég hélt ég yrði aldrei í þeim aðstæðum að geta sagt að þetta væri hræðilegasta stund lífsins. Þetta var hins vegar versta stund lífs míns,“ sagði Karoline Ross.Hún sagði að skipinu hefði verið siglt beinustu leið inn í storminn síðastliðinn þriðjudag og tóku þá við tveir af verstu dögum lífs hennar þar sem ölduhæðin náði allt að rúmum níu metrum. „Þegar þú ert í skipi úti á miðju hafi og vatnið flæðir niður stigann hugsar þú með þér að þetta eigi ekki eftir að enda vel. Herbergið okkar var fullt af vatni og það lak niður lyftustokka.“ Annar farþegi sagðist aldrei aftur ætla um borð í skip eftir þessa ferð „Ég er í algjöru áfalli,“ sagði Emma Franzee við CBS þegar hún komst í land í New York síðastliðinn föstudag. „Í hreinskilni sagt hélt ég að við myndum ekki hafa þetta af,“ sagði Conor Vogt sem var farþegi í skipinu.CBS spurði forsvarsmenn Norwegian Cruise Line hvers vegna var ákveðið að sigla inn í storminn þegar ljóst var í hvað stefndi. Tilkynning barst frá fyrirtækinu þar sem því var haldið fram að veðrið hefði reynst mun verra en spáð hafði verið. Hvorki áhöfn né farþegar hefðu þó verið í hættu á meðan því stóð.Á vef Mashabel er greint frá því að veðurfræðingar stigu margir hverjir fram á samfélagsmiðlum í ljósi tilkynningar fyrirtækisins og bentu á að spárnar hefðu gengið eftir og að skipið hefði aldrei átt að vera á þessum slóðum. Farþegarnir hrósuðu margir hverjir áhöfninni fyrir vel unnin störf en vildu þó meina að skipstjórinn hefði mátt vera duglegri að veita þeim upplýsingar."Scariest moment of my life": Cruise ship rides through fierce winter storm https://t.co/fjYFSBaTBE— Christina Mendez (@christinamendez) January 6, 2018 This is the winter storm that the captain of the @cruisenorwegian #Breakaway sent us right into! It must have been very important for #NCLbreakaway to get back to port to pick up more money, I mean passengers. https://t.co/OOucW7JRzv— Mary Lou Harrison (@RotarianMaryLou) January 6, 2018 #NCLbreakaway still fighting the good fight against these wild #BOMBCYLONE winds. Both kids are sea sick now...I am on barf duties tonight. Jeez. pic.twitter.com/qqGRFCmGvK— Christina Mendez (@christinamendez) January 5, 2018
Tengdar fréttir Neyðarástandi lýst yfir í New York ríki Að minnsta kosti sautján hafa látið lífið í fimbulkulda og snjóbyl sem herjað hefur á austurströnd Bandaríkjanna í dag. 4. janúar 2018 19:45 Kuldamet slegin á austurströnd Bandaríkjanna Í nokkrum borgum á austurströnd Bandaríkjanna og Kanada var um 30 stiga frost í gær. 6. janúar 2018 10:32 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira
Neyðarástandi lýst yfir í New York ríki Að minnsta kosti sautján hafa látið lífið í fimbulkulda og snjóbyl sem herjað hefur á austurströnd Bandaríkjanna í dag. 4. janúar 2018 19:45
Kuldamet slegin á austurströnd Bandaríkjanna Í nokkrum borgum á austurströnd Bandaríkjanna og Kanada var um 30 stiga frost í gær. 6. janúar 2018 10:32
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent