Tekst Fálkunum að stöðva sóknarvél Hrútanna? | Úrslitakeppni NFL hefst á Stöð 2 Sport Magnús Ellert Bjarnason skrifar 6. janúar 2018 20:30 Það hefur fáum tekist að stöðva Gurley á þessu tímabili, hér skilur hann Titans vörnina eftir. Vísir/getty Úrslitakeppni NFL – deildarinnar fer af stað um helgina og verða fyrstu leikirnir spilaðir í kvöld og í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, rétt eins og leikir morgundagsins. Fjórir leikir fara fram í dag og á morgun en hér er á ferðinni „Wild card"-helgin þar sem tvö bestu liðin í hvorri deild sitja hjá á meðan átta lið berjast um að komast í undanúrslit deildanna sem fara síðan fram um næstu helgi. New England Patriots og Pittsburgh Steelers sitja hjá í Ameríkudeildinni en í Þjóðardeildinni eru það lið Minnesota Vikings og Philadelphia Eagles sem fá dýrmæta hvíld um helgina.Hawaii-drengurinn Marcus Mariota þarf að eiga stórleik ætli Titans sér langt.Vísir/GettyFyrsti leikurinn í dag hefst klukkan 21.35 að íslenskum tíma og er á milli Kansas Chiefs og Tennesee Titans. Lið Chiefs, sem vann vesturriðil Ameríkudeildarinnar, er talið sigurstranglegra fyrir leikinn. Sóknarleikur þeirra hefur á köflum verið frábær í vetur, með þá Kareem Hunt og Travis Kelce í fararbroddi. Hlauparinn Hunt, sem er á sínu fyrsta tímabili í NFL, hljóp manna mest með boltann í vetur og Kelce var einn besti innherji deildarinnar. Lið Titans komst hins vegar með herkjum í úrslitakeppnina og hefur ekki verið sannfærandi á þessu tímabili. Tapi þeir í kvöld telja fjölmiðlar fyrir vestan haf að þjálfari þeirra, Mike Mularkey, fái að fjúka. Hefur hann sætt mikilli gagnrýni fyrir hugmyndasnauðan sóknarleik, sem nýtir illa hæfileika leikstjórnanda liðsins, Marcus Mariota.Julio er eflaust þyrstur að svara fyrir tapið í Superbowl í fyrra.Vísir/gettySeinna í kvöld mætast síðan Los Angeles Rams og Atlanta Falcons en sá leikur hefst ekki fyrr en 01:15 að íslenskum tíma. Leikurinn verður sá fyrsti í úrslitakeppni NFL í Los Angeles síðan 1994. Munurinn á liði Rams á þessu tímabili og því síðasta hefur verið lyginni líkast. Undir stjórn Jeff Fisher, sem var rekinn eftir síðasta tímabil, vann liðið aðeins fjóra leiki og tapaði tólf. Undir stjórn hins 31 árs Sean Mcvay, yngsta þjálfara NFL, vann liðið hins vegar vesturriðil þjóðardeildarinnar með 11 sigurleiki og skoraði flest stig allra liða í deildinni. Todd Gurley var einn besti hlaupari deildarinnar í ár, og Jared Goff, leikstjórnandi liðsins sýndi miklar framfarir frá fyrsta tímabili sínu. Lið Falcons, sem tapaði gegn New England Patriots í Superbowl í fyrra, er einnig með frábæra leikmenn innanborðs, þá sérstaklega sóknarmegin. Þar má helst nefna Julio Jones, sem hefur verið einn besti útherji (e. Wide-receiver) deildarinnar síðustu ár. Má því búast við hörkuleik í borg englanna í nótt. Á morgun fara líka fram tveir leikir. Jacksonville Jaguars og Buffalo Bills mætast klukkan sex að íslenskum tíma en klukkan 21:40 spila síðan New Orleans Saints og Carolina Panthers. NFL Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Viggó finnur til aukinnar ábyrgðar: „Mun mæða meira á mér“ Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ Víkingarnir í NFL leggja „Eyjametnað“ í fögnin sin „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Þekkt fyrir að breyta mínútum í meistaraverk“ Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Sjá meira
Úrslitakeppni NFL – deildarinnar fer af stað um helgina og verða fyrstu leikirnir spilaðir í kvöld og í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, rétt eins og leikir morgundagsins. Fjórir leikir fara fram í dag og á morgun en hér er á ferðinni „Wild card"-helgin þar sem tvö bestu liðin í hvorri deild sitja hjá á meðan átta lið berjast um að komast í undanúrslit deildanna sem fara síðan fram um næstu helgi. New England Patriots og Pittsburgh Steelers sitja hjá í Ameríkudeildinni en í Þjóðardeildinni eru það lið Minnesota Vikings og Philadelphia Eagles sem fá dýrmæta hvíld um helgina.Hawaii-drengurinn Marcus Mariota þarf að eiga stórleik ætli Titans sér langt.Vísir/GettyFyrsti leikurinn í dag hefst klukkan 21.35 að íslenskum tíma og er á milli Kansas Chiefs og Tennesee Titans. Lið Chiefs, sem vann vesturriðil Ameríkudeildarinnar, er talið sigurstranglegra fyrir leikinn. Sóknarleikur þeirra hefur á köflum verið frábær í vetur, með þá Kareem Hunt og Travis Kelce í fararbroddi. Hlauparinn Hunt, sem er á sínu fyrsta tímabili í NFL, hljóp manna mest með boltann í vetur og Kelce var einn besti innherji deildarinnar. Lið Titans komst hins vegar með herkjum í úrslitakeppnina og hefur ekki verið sannfærandi á þessu tímabili. Tapi þeir í kvöld telja fjölmiðlar fyrir vestan haf að þjálfari þeirra, Mike Mularkey, fái að fjúka. Hefur hann sætt mikilli gagnrýni fyrir hugmyndasnauðan sóknarleik, sem nýtir illa hæfileika leikstjórnanda liðsins, Marcus Mariota.Julio er eflaust þyrstur að svara fyrir tapið í Superbowl í fyrra.Vísir/gettySeinna í kvöld mætast síðan Los Angeles Rams og Atlanta Falcons en sá leikur hefst ekki fyrr en 01:15 að íslenskum tíma. Leikurinn verður sá fyrsti í úrslitakeppni NFL í Los Angeles síðan 1994. Munurinn á liði Rams á þessu tímabili og því síðasta hefur verið lyginni líkast. Undir stjórn Jeff Fisher, sem var rekinn eftir síðasta tímabil, vann liðið aðeins fjóra leiki og tapaði tólf. Undir stjórn hins 31 árs Sean Mcvay, yngsta þjálfara NFL, vann liðið hins vegar vesturriðil þjóðardeildarinnar með 11 sigurleiki og skoraði flest stig allra liða í deildinni. Todd Gurley var einn besti hlaupari deildarinnar í ár, og Jared Goff, leikstjórnandi liðsins sýndi miklar framfarir frá fyrsta tímabili sínu. Lið Falcons, sem tapaði gegn New England Patriots í Superbowl í fyrra, er einnig með frábæra leikmenn innanborðs, þá sérstaklega sóknarmegin. Þar má helst nefna Julio Jones, sem hefur verið einn besti útherji (e. Wide-receiver) deildarinnar síðustu ár. Má því búast við hörkuleik í borg englanna í nótt. Á morgun fara líka fram tveir leikir. Jacksonville Jaguars og Buffalo Bills mætast klukkan sex að íslenskum tíma en klukkan 21:40 spila síðan New Orleans Saints og Carolina Panthers.
NFL Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Viggó finnur til aukinnar ábyrgðar: „Mun mæða meira á mér“ Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ Víkingarnir í NFL leggja „Eyjametnað“ í fögnin sin „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Þekkt fyrir að breyta mínútum í meistaraverk“ Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Sjá meira