Eldur kom upp eftir að tvær farþegavélar rákust saman í Toronto Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 6. janúar 2018 15:48 Farþegavélin sem var rýmd tilheyrir flugfélaginu WestJet. Visir/afp Rýma þurfti farþegaflugvél á Lester Pearson-flugvelli í Toronto eftir að tvær flugvélar rákust saman á jörðu niðri. Eldur kom upp í annarri vélinni eftir áreksturinn en 168 farþegar auk sex áhafnarmeðlima voru um borð. Reuters greinir frá þessu. Tilkynnt var um einhver smávægileg slys á fólki en að öðru leyti sluppu allir þeir sem staddir voru um borð í flugvélinni með skrekkinn. Farþegavélin, sem var af gerðinni Boeing 737-800, var nýlent í Toronto en henni hafði verið flogið frá Cancún í Mexíkó. Verið var að bíða eftir að hægt væri að aka vélinni að landgöngubrú þegar áreksturinn varð. Hin flugvélin var mannlaus en verið var að draga hana milli stæða. Líkt og sjá má á myndbandi sem fylgir fréttinni rakst vængur vélarinnar sem verið var að toga í hreyfil kyrrstæðu vélarinnar og í kjölfarið kom mikill blossi og eldur kviknaði í ytri búnaði mannlausu vélarinnar. Óttast var að eldurinn myndi breiðast út en slökkviliði á staðnum tókst að ráða niðurlögum eldsins áður en hann breiddist út í hina vélina, sem var þéttsetin farþegum. Verið er að rannsaka tildrög óhappsins. Our plane was crashed into by another plane right after the pilot announced they were 'low on staff' A post shared by Stephen Belford (@stephen_belford) on Jan 5, 2018 at 4:21pm PST Mexíkó Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira
Rýma þurfti farþegaflugvél á Lester Pearson-flugvelli í Toronto eftir að tvær flugvélar rákust saman á jörðu niðri. Eldur kom upp í annarri vélinni eftir áreksturinn en 168 farþegar auk sex áhafnarmeðlima voru um borð. Reuters greinir frá þessu. Tilkynnt var um einhver smávægileg slys á fólki en að öðru leyti sluppu allir þeir sem staddir voru um borð í flugvélinni með skrekkinn. Farþegavélin, sem var af gerðinni Boeing 737-800, var nýlent í Toronto en henni hafði verið flogið frá Cancún í Mexíkó. Verið var að bíða eftir að hægt væri að aka vélinni að landgöngubrú þegar áreksturinn varð. Hin flugvélin var mannlaus en verið var að draga hana milli stæða. Líkt og sjá má á myndbandi sem fylgir fréttinni rakst vængur vélarinnar sem verið var að toga í hreyfil kyrrstæðu vélarinnar og í kjölfarið kom mikill blossi og eldur kviknaði í ytri búnaði mannlausu vélarinnar. Óttast var að eldurinn myndi breiðast út en slökkviliði á staðnum tókst að ráða niðurlögum eldsins áður en hann breiddist út í hina vélina, sem var þéttsetin farþegum. Verið er að rannsaka tildrög óhappsins. Our plane was crashed into by another plane right after the pilot announced they were 'low on staff' A post shared by Stephen Belford (@stephen_belford) on Jan 5, 2018 at 4:21pm PST
Mexíkó Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira