Komust ekki í útkall vegna þoku: Vill sjúkraþyrlu til Eyja Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 6. janúar 2018 13:22 Dæmi eru um að það taki margar klukkustundir að bregðast við útköllum sem koma upp í Vestmannaeyjum. Vísir/Eyþór Dæmi eru um að það taki margar klukkustundir að bregðast við útköllum sem koma upp í Vestmannaeyjum, segir yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi. Hann kallar eftir heildstæðari lausnum og vill staðarvaktaða sjúkraþyrlu í Eyjum. Þá séu hugmyndir um að leigja út eina þyrlu Landhelgisgæslunnar út í hött. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út í síðasta mánuði vegna alvarlegra veikinda sem komið höfðu upp í Vestmannaeyjum. Um var að ræða útkall í hæsta forgangi, F1, sem þýðir að líf er í hættu. Vegna þoku var ekki talið öruggt að senda sjúkraflugvél Mýflugs og var þyrlan því kölluð til – en hún var tæpar þrjár klukkustundir á vettvang. Styrmir Sigurðarson, yfirmaður sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands, segir dæmi sem þessi koma of oft upp. „Viðbragði Gæslunnar var seinkað einhverra hluta vegna. Það getur verið út af hvíldartíma áhafnar. Eftir því sem mér skildist hafði áhöfnin verið í flugi um nóttina þannig að þeir þurfa hvíldartíma. Þeir þurfa að fylgja öryggisreglum. En það segir okkur það jafnframt að netið sem við erum með í dag er rosa viðkvæmt og veikt.“Vill straumlínulaga ákvaðanatökuna Styrmir kallar eftir heildstæðari lausnum, meðal annars með staðarvaktaðri sjúkraþyrlu. „Við erum að reyna að benda fólki á straumlínulaga ákvarðanatökuna þannig að hún verði sem fæstar mínútur. Þannig að þá sé hægt að kalla út þyrlu Gæslunnar ef veður leyfir ekki lendingu flugvélar. Þannig að við tryggjum gæði þjónustu fólksins í Eyjum ef þau eru veik eða alvarlega slösuð og í framhaldi af því höfum við verið að benda á það að staðarvöktuð sjúkraþyrla komi til með leysa mikið af þessum vandamálum.“ Þá segir Styrmir það afleita hugmynd að leigja út eina af þremur þyrlum Landhelgisgæslunnar í verkefni erlendis, líkt og greint var frá í Morgunblaðinu í dag, en þar kemur fram að ástæðan sé vegna samdráttar í fjárframlögum. „Sem er bara gjörsamlega óásættanlegt fyrir viðbragðsaðila á Íslandi,“ segir Styrmir Sigurðarson.Landhelgisgæslan sendi frá sér eftirfarandi athugasemd í kjölfar málsins:Þyrla Landhelgisgæslunnar fór í tvö sjúkraflug til Vestmannaeyja í desember síðastliðnum. Bæði málin komu upp 18. desember en þá var veður mjög slæmt í Eyjum, lítið skyggni og mikil veðurhæð, og því gat sjúkraflugvél ekki farið.Fyrra tilvikið var vegna sjómanns sem slasaðist um borð í fiskiskipi undan suðurströnd landsins. Skipið hafði siglt til Vestmannaeyja þar sem læknir á staðnum, í samráði við þyrlulækni Landhelgisgæslunnar, komst að þeirri niðurstöðu að rétt væri að flytja manninn til Reykjavíkur. Formleg beiðni um sjúkraflutning barst stjórnstöð Landhelgisgæslunnar klukkan 01:39 og var áhöfn þyrlurnar kölluð út á næsthæsta forgangi (Bravo). TF-LIF fór í loftið klukkan 02:38 og lenti á Vestmannaeyjaflugvelli klukkan 03:22. Frá því að beiðnin um sjúkraflugið barst tók það því þyrluna eina klukkustund og 43 mínútur að komast til Eyja.Í síðara tilvikinu þurfti að sækja veikt barn til Vestmannaeyja. Beiðni frá Neyðarlínu um flutning barst til stjórnstöðvar LHG klukkan 11:10. Þyrlan var kölluð út á næsthæsta forgangi (Bravo). TF-LIF fór í loftið klukkan 11:56 og vegna veðurs lenti þyrlan á Stórhöfðavegi vestan flugvallarins klukkan 12:44. Frá því að beiðni um sjúkraflugið barst tók það því þyrluna eina klukkustund og 34 mínútur að komast til Eyja.Í hvorugu tilvikinu höfðu hvíldartímaákvæði áhafna áhrif á útkallstímann heldur var hann í báðum tilfellum innan eðlilegra marka. Ekki var um önnur sjúkraflug til Vestmannaeyja að ræða í þessum mánuði. Fréttir af flugi Heilbrigðismál Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Dæmi eru um að það taki margar klukkustundir að bregðast við útköllum sem koma upp í Vestmannaeyjum, segir yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi. Hann kallar eftir heildstæðari lausnum og vill staðarvaktaða sjúkraþyrlu í Eyjum. Þá séu hugmyndir um að leigja út eina þyrlu Landhelgisgæslunnar út í hött. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út í síðasta mánuði vegna alvarlegra veikinda sem komið höfðu upp í Vestmannaeyjum. Um var að ræða útkall í hæsta forgangi, F1, sem þýðir að líf er í hættu. Vegna þoku var ekki talið öruggt að senda sjúkraflugvél Mýflugs og var þyrlan því kölluð til – en hún var tæpar þrjár klukkustundir á vettvang. Styrmir Sigurðarson, yfirmaður sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands, segir dæmi sem þessi koma of oft upp. „Viðbragði Gæslunnar var seinkað einhverra hluta vegna. Það getur verið út af hvíldartíma áhafnar. Eftir því sem mér skildist hafði áhöfnin verið í flugi um nóttina þannig að þeir þurfa hvíldartíma. Þeir þurfa að fylgja öryggisreglum. En það segir okkur það jafnframt að netið sem við erum með í dag er rosa viðkvæmt og veikt.“Vill straumlínulaga ákvaðanatökuna Styrmir kallar eftir heildstæðari lausnum, meðal annars með staðarvaktaðri sjúkraþyrlu. „Við erum að reyna að benda fólki á straumlínulaga ákvarðanatökuna þannig að hún verði sem fæstar mínútur. Þannig að þá sé hægt að kalla út þyrlu Gæslunnar ef veður leyfir ekki lendingu flugvélar. Þannig að við tryggjum gæði þjónustu fólksins í Eyjum ef þau eru veik eða alvarlega slösuð og í framhaldi af því höfum við verið að benda á það að staðarvöktuð sjúkraþyrla komi til með leysa mikið af þessum vandamálum.“ Þá segir Styrmir það afleita hugmynd að leigja út eina af þremur þyrlum Landhelgisgæslunnar í verkefni erlendis, líkt og greint var frá í Morgunblaðinu í dag, en þar kemur fram að ástæðan sé vegna samdráttar í fjárframlögum. „Sem er bara gjörsamlega óásættanlegt fyrir viðbragðsaðila á Íslandi,“ segir Styrmir Sigurðarson.Landhelgisgæslan sendi frá sér eftirfarandi athugasemd í kjölfar málsins:Þyrla Landhelgisgæslunnar fór í tvö sjúkraflug til Vestmannaeyja í desember síðastliðnum. Bæði málin komu upp 18. desember en þá var veður mjög slæmt í Eyjum, lítið skyggni og mikil veðurhæð, og því gat sjúkraflugvél ekki farið.Fyrra tilvikið var vegna sjómanns sem slasaðist um borð í fiskiskipi undan suðurströnd landsins. Skipið hafði siglt til Vestmannaeyja þar sem læknir á staðnum, í samráði við þyrlulækni Landhelgisgæslunnar, komst að þeirri niðurstöðu að rétt væri að flytja manninn til Reykjavíkur. Formleg beiðni um sjúkraflutning barst stjórnstöð Landhelgisgæslunnar klukkan 01:39 og var áhöfn þyrlurnar kölluð út á næsthæsta forgangi (Bravo). TF-LIF fór í loftið klukkan 02:38 og lenti á Vestmannaeyjaflugvelli klukkan 03:22. Frá því að beiðnin um sjúkraflugið barst tók það því þyrluna eina klukkustund og 43 mínútur að komast til Eyja.Í síðara tilvikinu þurfti að sækja veikt barn til Vestmannaeyja. Beiðni frá Neyðarlínu um flutning barst til stjórnstöðvar LHG klukkan 11:10. Þyrlan var kölluð út á næsthæsta forgangi (Bravo). TF-LIF fór í loftið klukkan 11:56 og vegna veðurs lenti þyrlan á Stórhöfðavegi vestan flugvallarins klukkan 12:44. Frá því að beiðni um sjúkraflugið barst tók það því þyrluna eina klukkustund og 34 mínútur að komast til Eyja.Í hvorugu tilvikinu höfðu hvíldartímaákvæði áhafna áhrif á útkallstímann heldur var hann í báðum tilfellum innan eðlilegra marka. Ekki var um önnur sjúkraflug til Vestmannaeyja að ræða í þessum mánuði.
Fréttir af flugi Heilbrigðismál Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira