Munu ræða Ólympíuleika í fyrstu viðræðum í tvö ár Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 6. janúar 2018 07:00 Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu. Nordicphotos/AFP Einræðisstjórn Kim Jong-un í Norður-Kóreu hefur þegið boð Suður-Kóreustjórnar um að halda formlegar viðræður þann 9. janúar næstkomandi. Búist er við því að viðræðurnar fari fram í landamærabænum Panmunjom en þetta verða fyrstu viðræður ríkjanna tveggja frá því í desember 2015. Ekki liggur fyrir hverjir mæta til viðræðna og er þar af leiðandi óljóst hvort einræðisherrann Kim eða suðurkóreski forsetinn Moon Jae-in hittast á þriðjudaginn. Viðfangsefni viðræðnanna verður þátttaka Norður-Kóreu á vetrarólympíuleikunum sem fara fram í suðurkóresku borginni Pyeongchang síðar á árinu. Unnið verður að því að finna út úr því hvernig þátttökunni verði best háttað. Heimildarmaður suðurkóresku fréttastofunnar Yonhap frá skrifstofu forseta sagði í gær að þar í landi væri talið líklegt að viðræður færu fram um bætt samskipti ríkjanna. Svo virðist sem Norður-Kóreustjórn vilji vinna að bættum samskiptum og friði en fyrr í vikunni var tilkynnt að bein neyðarlína á milli ríkjanna hefði verið tengd á ný. Síðustu neyðarlínunni, áður en þessi var opnuð, hafði verið lokað stuttu eftir viðræðuslitin í desember 2015. Ekki eru þó allir sannfærðir um að stjórn Kim hafi nokkurn áhuga á að vinna af alvöru að friðsamlegri framtíð. James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði til að mynda í gær að samkomulagið um viðræður væri til komið vegna þrýstings alþjóðasamfélagsins. Ekki væri hægt að fullyrða hvort um væri að ræða raunverulega stefnubreytingu Kim-stjórnarinnar eða einstaka undantekningu. Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Einræðisstjórn Kim Jong-un í Norður-Kóreu hefur þegið boð Suður-Kóreustjórnar um að halda formlegar viðræður þann 9. janúar næstkomandi. Búist er við því að viðræðurnar fari fram í landamærabænum Panmunjom en þetta verða fyrstu viðræður ríkjanna tveggja frá því í desember 2015. Ekki liggur fyrir hverjir mæta til viðræðna og er þar af leiðandi óljóst hvort einræðisherrann Kim eða suðurkóreski forsetinn Moon Jae-in hittast á þriðjudaginn. Viðfangsefni viðræðnanna verður þátttaka Norður-Kóreu á vetrarólympíuleikunum sem fara fram í suðurkóresku borginni Pyeongchang síðar á árinu. Unnið verður að því að finna út úr því hvernig þátttökunni verði best háttað. Heimildarmaður suðurkóresku fréttastofunnar Yonhap frá skrifstofu forseta sagði í gær að þar í landi væri talið líklegt að viðræður færu fram um bætt samskipti ríkjanna. Svo virðist sem Norður-Kóreustjórn vilji vinna að bættum samskiptum og friði en fyrr í vikunni var tilkynnt að bein neyðarlína á milli ríkjanna hefði verið tengd á ný. Síðustu neyðarlínunni, áður en þessi var opnuð, hafði verið lokað stuttu eftir viðræðuslitin í desember 2015. Ekki eru þó allir sannfærðir um að stjórn Kim hafi nokkurn áhuga á að vinna af alvöru að friðsamlegri framtíð. James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði til að mynda í gær að samkomulagið um viðræður væri til komið vegna þrýstings alþjóðasamfélagsins. Ekki væri hægt að fullyrða hvort um væri að ræða raunverulega stefnubreytingu Kim-stjórnarinnar eða einstaka undantekningu.
Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira