Hjálpræðisherinn fær ekki fría lóð þrátt fyrir að vera skráð trúfélag Hersir Aron Ólafsson skrifar 5. janúar 2018 20:00 Hjálpræðisherinn fær ekki fría lóð undir nýtt húsnæði sitt í Reykjavík, þrátt fyrir að vera skráð trúfélag. Foringi í hernum segir þetta skjóta skökku við, nú þegar borgin hafi úthlutað lóðum til nokkurra trúfélaga síðustu misseri án endurgjalds. Til stendur að reisa um 1500 fermetra hús í Sogamýri við Suðurlandsbraut. Þar verður m.a. að finna kirkjurými, skrifstofur, vinnustofu og sérstaka velferðarálmu. Húsið hefur verið samþykkt í skipulagi og vonast forsvarsmenn hersins til að það geti staðið fullklárað árið 2019. Fyrir lóðina þurfti Hjálpræðisherinn að greiða á sjötta tug milljóna króna. Lögum samkvæmt ber hins vegar að leggja til ókeypis lóðir undir kirkjur þjóðkirkjunnar. Borgin hefur í gegnum tíðina túlkað ákvæðið með þeim hætti að hið sama skuli ganga yfir önnur trúfélög á grundvelli jafnræðisreglu. Þannig fékk félag múslima úthlutað lóð undir mosku í Sogamýri árið 2013 og Ásatrúarfélagið fékk úthlutað lóð undir hof í Öskjuhlíð 2006. Hjördís Kristinsdóttir, foringi hjá Hjálpræðishernum, segir sérkennilegt að hið sama gildi ekki í tilfelli þeirra. S. Björn Blöndal, formaður borgarráðs, segir Hjálpræðisherinn hins vegar hafa alla burði til að koma sér upp aðstöðu upp á eigin spýtur og þörfin fyrir fría lóð sé því ekki til staðar. Þá vísar hann sérstaklega til þess að herinn hafi selt herkastalann svokallaða á sínum tíma og fengið fyrir hann talsvert fé. Hjördís segir þetta hins vegar ekki eiga að skipta máli og það samræmist ekki þeirri jafnræðisreglu sem unnið sé eftir. Þá hafi Hjálpræðisherinn alfarið fjármagnað herkastalann með eigin fjármunum. S. Björn segir að alltént líti borgin svo á að hinum fríu lóðum sé ætlað það hlutverk að veita trúfélögum einhvern samastað í upphafi og því ekki rétt að félög sem þegar eigi verðmætar byggingar fái slíkt. Hann telur hins vegar að lögin séu í eðli sínu tímaskekkja og íhuga ætti vandlega að hætta einfaldlega að úthluta fríum lóðum. Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Hjálpræðisherinn fær ekki fría lóð undir nýtt húsnæði sitt í Reykjavík, þrátt fyrir að vera skráð trúfélag. Foringi í hernum segir þetta skjóta skökku við, nú þegar borgin hafi úthlutað lóðum til nokkurra trúfélaga síðustu misseri án endurgjalds. Til stendur að reisa um 1500 fermetra hús í Sogamýri við Suðurlandsbraut. Þar verður m.a. að finna kirkjurými, skrifstofur, vinnustofu og sérstaka velferðarálmu. Húsið hefur verið samþykkt í skipulagi og vonast forsvarsmenn hersins til að það geti staðið fullklárað árið 2019. Fyrir lóðina þurfti Hjálpræðisherinn að greiða á sjötta tug milljóna króna. Lögum samkvæmt ber hins vegar að leggja til ókeypis lóðir undir kirkjur þjóðkirkjunnar. Borgin hefur í gegnum tíðina túlkað ákvæðið með þeim hætti að hið sama skuli ganga yfir önnur trúfélög á grundvelli jafnræðisreglu. Þannig fékk félag múslima úthlutað lóð undir mosku í Sogamýri árið 2013 og Ásatrúarfélagið fékk úthlutað lóð undir hof í Öskjuhlíð 2006. Hjördís Kristinsdóttir, foringi hjá Hjálpræðishernum, segir sérkennilegt að hið sama gildi ekki í tilfelli þeirra. S. Björn Blöndal, formaður borgarráðs, segir Hjálpræðisherinn hins vegar hafa alla burði til að koma sér upp aðstöðu upp á eigin spýtur og þörfin fyrir fría lóð sé því ekki til staðar. Þá vísar hann sérstaklega til þess að herinn hafi selt herkastalann svokallaða á sínum tíma og fengið fyrir hann talsvert fé. Hjördís segir þetta hins vegar ekki eiga að skipta máli og það samræmist ekki þeirri jafnræðisreglu sem unnið sé eftir. Þá hafi Hjálpræðisherinn alfarið fjármagnað herkastalann með eigin fjármunum. S. Björn segir að alltént líti borgin svo á að hinum fríu lóðum sé ætlað það hlutverk að veita trúfélögum einhvern samastað í upphafi og því ekki rétt að félög sem þegar eigi verðmætar byggingar fái slíkt. Hann telur hins vegar að lögin séu í eðli sínu tímaskekkja og íhuga ætti vandlega að hætta einfaldlega að úthluta fríum lóðum.
Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira