Allt varð vitlaust í klefanum og hetjan fagnaði með litlu strákana sína í fanginu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. janúar 2018 23:30 Stuðningsmenn Buffalo Bulls sáu loksins liðið sitt komast í úrslitakeppnina. Vísir/Getty Buffalo Bills komst um síðustu helgi í úrslitakeppnina í NFL-deildinni í fyrsta sinn í sautján ár en þetta varð þó ekki ljóst fyrr en löngu eftir að leik þeirra lauk. Leikmenn Buffalo Bills voru samankomnir í búningsklefanum og fylgdust með því í sjónvarpinu þegar Cincinnati Bengals vann endurkomusigur á Baltimore Ravens og tryggði Bills-liðinu farseðilinn í úrslitakeppnina. Buffalo Bills hafði klárað sitt, unnið 22-16 sigur á Miami Dolphins þar sem varnarmaðurinn Kyle Williams fékk að taka þátt í sókninni þar sem hann náði að skora sitt fyrsta snertimark á ferlinum. Kyle Williams var að sjálfsögðu í klefanum en hann var líka með tvo unga syni sína en Kyle á fimm börn með konu sinni Jill. Buffalo Bills og NFL-deildin hafa nú sett saman skemmtilegt myndaband þar sem farið er yfir gang mála þennan eftirminnilega sunnudag þar sem dramtíkin var engu lík. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan .. ... en enn neðar eru síðan fleiri mynnbönd frá þessum sögulega síðasta degi ársins 2017. Þar má sjá stundina þegar allt varð vitlaust í klefanum frá hinum ýmsu sjónarhornum. Buffalo Bills mætir liði Jacksonville Jaguars í úrslitakeppninni á sunnudaginn og verður leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport eins og allir aðrir leikir úrslitakeppninnar. Þeir fjórir fyrstu fara fram um komandi helgi. Tveir leikir fara fram á laugardaginn og tveir á sunnudaginn. Úrslitakeppni NFL um helgina Laugardagur 6. janúar 21:35 Kansas City Chiefs - Tennesee Titans [Stöð 2 Sport HD] 01:15 Los Angeles Rams - Atlanta Falcons [Stöð 2 Sport HD] Sunnudagur 7. janúar 18:05 Jacksonville Jaguars - Buffalo Bills [Stöð 2 Sport 2 HD] 21:40 New Orleans Saints - Carolina Panthers [Stöð 2 Sport 2 HD]Watching this on repeat all day. #GoBillspic.twitter.com/vq7sFAumHq — Buffalo Bills (@buffalobills) January 1, 2018"We are not finished, this is just the start. Now it's time to go make some noise." Coach and Kyle break it down after we made the playoffs. #GoBillspic.twitter.com/1yWkLcgFaW — Buffalo Bills (@buffalobills) January 1, 2018This is what it’s all about. #GoBillspic.twitter.com/aCdzLF0lqL — Buffalo Bills (@buffalobills) January 1, 2018It doesn't get any better than this. Kyle Williams, you're headed to the playoffs. #GoBillspic.twitter.com/SBQHGyPZGT — Buffalo Bills (@buffalobills) January 1, 2018The moment. #GoBillspic.twitter.com/0Ip76NCPF8 — Buffalo Bills (@buffalobills) January 1, 2018From Miami, to Buffalo, to New York City... That playoff moment! #GoBillspic.twitter.com/67p8tn0XEe — Buffalo Bills (@buffalobills) January 1, 2018 NFL Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Fleiri fréttir „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Eigandi Cowboys gerir stjörnurnar sínar brjálaðar Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Víðir fór holu í höggi Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Sjá meira
Buffalo Bills komst um síðustu helgi í úrslitakeppnina í NFL-deildinni í fyrsta sinn í sautján ár en þetta varð þó ekki ljóst fyrr en löngu eftir að leik þeirra lauk. Leikmenn Buffalo Bills voru samankomnir í búningsklefanum og fylgdust með því í sjónvarpinu þegar Cincinnati Bengals vann endurkomusigur á Baltimore Ravens og tryggði Bills-liðinu farseðilinn í úrslitakeppnina. Buffalo Bills hafði klárað sitt, unnið 22-16 sigur á Miami Dolphins þar sem varnarmaðurinn Kyle Williams fékk að taka þátt í sókninni þar sem hann náði að skora sitt fyrsta snertimark á ferlinum. Kyle Williams var að sjálfsögðu í klefanum en hann var líka með tvo unga syni sína en Kyle á fimm börn með konu sinni Jill. Buffalo Bills og NFL-deildin hafa nú sett saman skemmtilegt myndaband þar sem farið er yfir gang mála þennan eftirminnilega sunnudag þar sem dramtíkin var engu lík. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan .. ... en enn neðar eru síðan fleiri mynnbönd frá þessum sögulega síðasta degi ársins 2017. Þar má sjá stundina þegar allt varð vitlaust í klefanum frá hinum ýmsu sjónarhornum. Buffalo Bills mætir liði Jacksonville Jaguars í úrslitakeppninni á sunnudaginn og verður leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport eins og allir aðrir leikir úrslitakeppninnar. Þeir fjórir fyrstu fara fram um komandi helgi. Tveir leikir fara fram á laugardaginn og tveir á sunnudaginn. Úrslitakeppni NFL um helgina Laugardagur 6. janúar 21:35 Kansas City Chiefs - Tennesee Titans [Stöð 2 Sport HD] 01:15 Los Angeles Rams - Atlanta Falcons [Stöð 2 Sport HD] Sunnudagur 7. janúar 18:05 Jacksonville Jaguars - Buffalo Bills [Stöð 2 Sport 2 HD] 21:40 New Orleans Saints - Carolina Panthers [Stöð 2 Sport 2 HD]Watching this on repeat all day. #GoBillspic.twitter.com/vq7sFAumHq — Buffalo Bills (@buffalobills) January 1, 2018"We are not finished, this is just the start. Now it's time to go make some noise." Coach and Kyle break it down after we made the playoffs. #GoBillspic.twitter.com/1yWkLcgFaW — Buffalo Bills (@buffalobills) January 1, 2018This is what it’s all about. #GoBillspic.twitter.com/aCdzLF0lqL — Buffalo Bills (@buffalobills) January 1, 2018It doesn't get any better than this. Kyle Williams, you're headed to the playoffs. #GoBillspic.twitter.com/SBQHGyPZGT — Buffalo Bills (@buffalobills) January 1, 2018The moment. #GoBillspic.twitter.com/0Ip76NCPF8 — Buffalo Bills (@buffalobills) January 1, 2018From Miami, to Buffalo, to New York City... That playoff moment! #GoBillspic.twitter.com/67p8tn0XEe — Buffalo Bills (@buffalobills) January 1, 2018
NFL Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Fleiri fréttir „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Eigandi Cowboys gerir stjörnurnar sínar brjálaðar Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Víðir fór holu í höggi Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Sjá meira