Davíð vill auglýsa eftir borgarstjóra Jakob Bjarnar skrifar 4. janúar 2018 14:42 Davíð er þungavigtarmaður í Sjálfstæðisflokknum og honum líst ekki á blikuna. Davíð Þorláksson, gegnheill Sjálfstæðismaður, fyrrum formaður SUS en nú forstöðumaður samkeppnishæfnisviðs SA, virðist hafa gefið upp alla von um að innan flokksins finnist leiðtogi sem geti leitt Sjálfstæðisflokkinn til vegs og valda í borginni. Þetta kemur fram í pistli sem Davíð skrifar og birtist í Viðskiptablaðinu í dag. Vísir birti í gær fréttaskýringu Fréttablaðsins um störukeppni innan Sjálfstæðisflokksins en frestur til að skila framboði til leiðtogakjörs Sjálfstæðismanna í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar rennur út 10. janúar. Helstu leiðtogaefni sem nefnd hafa verið eru ekki með lögheimili í Reykjavík. „Það dylst engum að það er kreppa hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík og hefur verið í 24 ár. Í kosningunum 1962–1990 var meðalfylgi flokksins 51%. Á því tímabili var hann alltaf nema einu sinni með hreinan meirihluta en hefur aldrei verið síðan. Í kosningunum 1994–2006 var meðalfylgið 44% en eftir hrun, í kosningunum 2010 og 2014, var meðalfylgið 30%,“ segir Davíð í upphafi pistils síns. Ekki er fagurt um að litast innanbúðar að mati Davíðs. Hann segir grasrótina sundurtætta af innanflokksátökum og stjórnir í innra starfi ekki mannaðar út frá hæfni og áhuga heldur kosnar í smölunum. „Eða valdar af fótgönguliðum kjörinna fulltrúa til að standa vörð um hagsmuni þeirra.“ Davíð virðist hafa gefið frá sér alla von um að leiðtogaefni finnist innan flokks sem fari fram í prófkjöri. Enginn hafi stigið fram sem líklegur er til að breyta stöðunni. Hann segir að sveitarstjórnarmenn í Reykjavík séu með 630 þúsund krónur í grunnlaun og það sé ekki nokkuð sem freistandi sé fyrir vinnandi fólk að leggja sig eftir. Davíð leggur til að flokkurinn boði í komandi sveitarstjórnarkosningum að komist flokkurinn í meirihluta þá verði auglýst sérstaklega eftir borgarstjóra; að hann verði ekki sjálfkrafa úr flokksranninum. „Sú aðferð væri betur til þess fallin að ráða hæfan borgarstjóra.“ Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Störukeppni Sjálfstæðismanna fyrir leiðtogakjörið Eyþór Arnalds, Ásdís Halla Bragadóttir og Jón Karl Ólafsson orðuð við framboð í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Framboðsfrestur rennur út eftir viku. Enginn hefur enn skilað inn framboði til Varðar. 3. janúar 2018 06:00 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira
Davíð Þorláksson, gegnheill Sjálfstæðismaður, fyrrum formaður SUS en nú forstöðumaður samkeppnishæfnisviðs SA, virðist hafa gefið upp alla von um að innan flokksins finnist leiðtogi sem geti leitt Sjálfstæðisflokkinn til vegs og valda í borginni. Þetta kemur fram í pistli sem Davíð skrifar og birtist í Viðskiptablaðinu í dag. Vísir birti í gær fréttaskýringu Fréttablaðsins um störukeppni innan Sjálfstæðisflokksins en frestur til að skila framboði til leiðtogakjörs Sjálfstæðismanna í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar rennur út 10. janúar. Helstu leiðtogaefni sem nefnd hafa verið eru ekki með lögheimili í Reykjavík. „Það dylst engum að það er kreppa hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík og hefur verið í 24 ár. Í kosningunum 1962–1990 var meðalfylgi flokksins 51%. Á því tímabili var hann alltaf nema einu sinni með hreinan meirihluta en hefur aldrei verið síðan. Í kosningunum 1994–2006 var meðalfylgið 44% en eftir hrun, í kosningunum 2010 og 2014, var meðalfylgið 30%,“ segir Davíð í upphafi pistils síns. Ekki er fagurt um að litast innanbúðar að mati Davíðs. Hann segir grasrótina sundurtætta af innanflokksátökum og stjórnir í innra starfi ekki mannaðar út frá hæfni og áhuga heldur kosnar í smölunum. „Eða valdar af fótgönguliðum kjörinna fulltrúa til að standa vörð um hagsmuni þeirra.“ Davíð virðist hafa gefið frá sér alla von um að leiðtogaefni finnist innan flokks sem fari fram í prófkjöri. Enginn hafi stigið fram sem líklegur er til að breyta stöðunni. Hann segir að sveitarstjórnarmenn í Reykjavík séu með 630 þúsund krónur í grunnlaun og það sé ekki nokkuð sem freistandi sé fyrir vinnandi fólk að leggja sig eftir. Davíð leggur til að flokkurinn boði í komandi sveitarstjórnarkosningum að komist flokkurinn í meirihluta þá verði auglýst sérstaklega eftir borgarstjóra; að hann verði ekki sjálfkrafa úr flokksranninum. „Sú aðferð væri betur til þess fallin að ráða hæfan borgarstjóra.“
Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Störukeppni Sjálfstæðismanna fyrir leiðtogakjörið Eyþór Arnalds, Ásdís Halla Bragadóttir og Jón Karl Ólafsson orðuð við framboð í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Framboðsfrestur rennur út eftir viku. Enginn hefur enn skilað inn framboði til Varðar. 3. janúar 2018 06:00 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira
Störukeppni Sjálfstæðismanna fyrir leiðtogakjörið Eyþór Arnalds, Ásdís Halla Bragadóttir og Jón Karl Ólafsson orðuð við framboð í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Framboðsfrestur rennur út eftir viku. Enginn hefur enn skilað inn framboði til Varðar. 3. janúar 2018 06:00