650 þúsund krónur fyrir sólarhrings vinnu í niðurfelldu máli Jóhann Óli Eiðsson skrifar 4. janúar 2018 06:00 Hæstiréttur taldi skylt að ákveða sakarkostnað. vísir/gva Íslenska ríkið var í Hæstarétti í gær dæmt til að greiða rúmlega 650 þúsund króna málsvarnarlaun verjanda í sakamáli sem aldrei náði í aðalmeðferð. Málið var höfðað með ákæru 1. desember síðastliðinn og fór fyrsta þinghald í málinu fram þann 20. desember. Við upphaf þinghalds lýsti saksóknari, frá embætti héraðssaksóknara, því yfir að hann léti málið niður falla en að ný ákæra hefði verið gefin út vegna málsins. Í því máli hefði heiti brots verið breytt úr „sérstaklega hættulegri líkamsárás“ í „tilraun til manndráps“. Aðrar lítilsháttar breytingar voru gerðar á ákærunni. Verjandi mannsins mótmælti niðurfellingunni og krafðist úrskurðar þar um. Þá krafðist hans sakarkostnaðar vegna niðurfellingarinnar. Héraðsdómari féllst á niðurfellinguna en taldi að ákvörðun sakarkostnaðar ætti að bíða efnisdóms í hinu nýja máli. Sá úrskurður var kærður til Hæstaréttar þann 22. desember síðastliðinn. Hæstiréttur taldi að í úrskurði héraðsdóms hefði borið að kveða á um hvort fella ætti sakarkostnað á ríkið eður ei. Breytti þar engu að nýtt mál hefði verið höfðað. Af tímaskrá verjandans þótti ljóst að hann hefði varið 25 klukkustundum í rekstur málsins frá 1. desember. Voru honum því dæmdar 527 þúsund krónur í málsvarnarlaun og 124 þúsund krónur í kærumálskostnað. Sá kostnaður greiðist úr ríkissjóði. Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga: Fer úr Sjálfstæðisflokknum í Miðflokkinn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sandra tekin við af Guðbrandi Innlent Fleiri fréttir Hrókering hjá Helga: Fer úr Sjálfstæðisflokknum í Miðflokkinn Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Sjá meira
Íslenska ríkið var í Hæstarétti í gær dæmt til að greiða rúmlega 650 þúsund króna málsvarnarlaun verjanda í sakamáli sem aldrei náði í aðalmeðferð. Málið var höfðað með ákæru 1. desember síðastliðinn og fór fyrsta þinghald í málinu fram þann 20. desember. Við upphaf þinghalds lýsti saksóknari, frá embætti héraðssaksóknara, því yfir að hann léti málið niður falla en að ný ákæra hefði verið gefin út vegna málsins. Í því máli hefði heiti brots verið breytt úr „sérstaklega hættulegri líkamsárás“ í „tilraun til manndráps“. Aðrar lítilsháttar breytingar voru gerðar á ákærunni. Verjandi mannsins mótmælti niðurfellingunni og krafðist úrskurðar þar um. Þá krafðist hans sakarkostnaðar vegna niðurfellingarinnar. Héraðsdómari féllst á niðurfellinguna en taldi að ákvörðun sakarkostnaðar ætti að bíða efnisdóms í hinu nýja máli. Sá úrskurður var kærður til Hæstaréttar þann 22. desember síðastliðinn. Hæstiréttur taldi að í úrskurði héraðsdóms hefði borið að kveða á um hvort fella ætti sakarkostnað á ríkið eður ei. Breytti þar engu að nýtt mál hefði verið höfðað. Af tímaskrá verjandans þótti ljóst að hann hefði varið 25 klukkustundum í rekstur málsins frá 1. desember. Voru honum því dæmdar 527 þúsund krónur í málsvarnarlaun og 124 þúsund krónur í kærumálskostnað. Sá kostnaður greiðist úr ríkissjóði.
Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga: Fer úr Sjálfstæðisflokknum í Miðflokkinn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sandra tekin við af Guðbrandi Innlent Fleiri fréttir Hrókering hjá Helga: Fer úr Sjálfstæðisflokknum í Miðflokkinn Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Sjá meira