Þetta staðfestir Guillem Balague, sérfræðingur um spænska fótboltann.
Coutinho er á mála hjá Liverpool en Barcelona gerði þrjú kauptilboð í leikmanninn í sumar sem var öllum hafnað.
„Stjórnarmanninum Bartomeu finnst hann skulda Coutinho fyrir hversu mikið hann hefur reynt að komast til Barcelona. Stærstu stjörnur þeirra vilja fá hann,“ sagði Balague á Twitter.
Coutinho er sagður hafa tilkynnt forráðamönnum Liverpool að hann vilji ekki spila annan leik fyrir enska félagið.
About Coutinho. Barcelona will soon make an offer of €110+40. Chairman Bartomeu feels in debt to him for how hard he's trying to go to FCB. Their top players want him. LFC have changed their tone but have not put price to him. They will act when offer arrives. Which it will
— Guillem Balague (@GuillemBalague) January 2, 2018