Hjúkrunarfræðingar á Akureyri verr launaðir en kollegar í suðri Sveinn Arnarsson skrifar 3. janúar 2018 06:00 Hjúkrunarfræðingar á Sak þurfa að sætta sig við lægri laun en í borginni. vísir/auðunn Laun hjúkrunarfræðinga við Sjúkrahúsið á Akureyri (SAk) eru lægri en laun kollega þeirra við Landspítala í Reykjavík. Hildigunnur Svavarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá SAk, segir stofnunina ekki vera samkeppnishæfa um laun eins og staðan er núna.Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og nefndarmaður í fjárlaganefnd.vísir/vilhelm„Laun okkar hjúkrunarfræðinga eru um sex til átta prósentum lægri en á þeim stofnunum sem við erum í samkeppni við. Skýringin er sú að við höfum brugðist við kalli um að bæta við aukahöndum vegna álags og því farið þá leið að ráða fleiri og ekki náð að fylgja launaþróuninni,“ segir Hildigunnur. „Því lögðum við ríka áherslu á það í samræðum við fjárlaganefndina að ef við eigum að eiga í samkeppni um hjúkrunarfræðinga þurfum við að laga þetta bil.“ Hildigunnur segir SAk þurfa á annað hundrað milljónir króna til að laga launabilið milli stofnananna. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður VG í kjördæminu sem situr í fjárlaganefnd, er sammála því að úrbóta sé þörf. „Ég tek undir þetta, miðað við þau gögn sem við fengum fyrir jól, þá vantar um 165 milljónir króna. Það er augljóst að við þurfum að taka á þessu, við getum ekki haft þetta svona. Ég tel að sjúkrahúsið hafi setið eftir,“ segir Bjarkey. Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir einnig mikilvægt að ríkisstofnanir landsins njóti sömu stöðu hvar sem þær eru á landinu. „Þetta er algjörlega ótækt að mínu mati. Ríkisstofnanir hér á landi eiga að búa við jafnræði óháð staðsetningu. Því legg ég ríka áherslu á að þetta verði lagfært.“ Um átta hundruð til þúsund menntaðir hjúkrunarfræðingar starfa utan greinarinnar. „Það er mín skoðun að við þurfum að hækka laun til að draga þessa hjúkrunarfræðinga að,“ segir Hildigunnur. „Með því að fá meira fjármagn inn getum við lokkað inn til okkar unga hjúkrunarfræðinga því launin eru það fyrsta sem þarf að laga.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Sjá meira
Laun hjúkrunarfræðinga við Sjúkrahúsið á Akureyri (SAk) eru lægri en laun kollega þeirra við Landspítala í Reykjavík. Hildigunnur Svavarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá SAk, segir stofnunina ekki vera samkeppnishæfa um laun eins og staðan er núna.Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og nefndarmaður í fjárlaganefnd.vísir/vilhelm„Laun okkar hjúkrunarfræðinga eru um sex til átta prósentum lægri en á þeim stofnunum sem við erum í samkeppni við. Skýringin er sú að við höfum brugðist við kalli um að bæta við aukahöndum vegna álags og því farið þá leið að ráða fleiri og ekki náð að fylgja launaþróuninni,“ segir Hildigunnur. „Því lögðum við ríka áherslu á það í samræðum við fjárlaganefndina að ef við eigum að eiga í samkeppni um hjúkrunarfræðinga þurfum við að laga þetta bil.“ Hildigunnur segir SAk þurfa á annað hundrað milljónir króna til að laga launabilið milli stofnananna. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður VG í kjördæminu sem situr í fjárlaganefnd, er sammála því að úrbóta sé þörf. „Ég tek undir þetta, miðað við þau gögn sem við fengum fyrir jól, þá vantar um 165 milljónir króna. Það er augljóst að við þurfum að taka á þessu, við getum ekki haft þetta svona. Ég tel að sjúkrahúsið hafi setið eftir,“ segir Bjarkey. Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir einnig mikilvægt að ríkisstofnanir landsins njóti sömu stöðu hvar sem þær eru á landinu. „Þetta er algjörlega ótækt að mínu mati. Ríkisstofnanir hér á landi eiga að búa við jafnræði óháð staðsetningu. Því legg ég ríka áherslu á að þetta verði lagfært.“ Um átta hundruð til þúsund menntaðir hjúkrunarfræðingar starfa utan greinarinnar. „Það er mín skoðun að við þurfum að hækka laun til að draga þessa hjúkrunarfræðinga að,“ segir Hildigunnur. „Með því að fá meira fjármagn inn getum við lokkað inn til okkar unga hjúkrunarfræðinga því launin eru það fyrsta sem þarf að laga.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Sjá meira