Krabbameinssjúklingar eyða stórfé í frjósemismeðferðir Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 19. janúar 2018 20:00 Fyrsta maí síðastliðinn tók nýtt greiðsluþátttökukerfi vegna heilbrigðisþjónustu gildi þar sem ákveðið þak er á greiðslum. Aftur á móti er allur annar kostnaður, sem tengist þó veikindum fólks beint, enn óniðurgreiddur að mestu. Af þeim sökum sækja margir um styrk í neyðarsjóð Krafts, stuðningsfélags ungs fólks með krabbamein og sýna þá reikninga sína síðustu tvö ár. Hér er eitt lýsandi dæmi frá síðasta hausti um reikninga námsmanns í krabbameinsmeðferð. Lækniskostnaður: 133.239 Lyfjakaup: 80.261 Frjósemismeðferð: 707.000 Hjálpartæki: 23.854 Sálfræðikostnaður: 29.000Samtals 973.354Ástrós Rut Sigurðardóttir, formaður Krafts er eiginkona manns sem hefur barist við krabbamein í fimm ár. Hún segir undarlegt að ekki skuli vera þak á lyfjakostnaði krabbameinssjúklinga en einnig að ungt fólk með krabbamein skuli ekki fá fjárhagslegan stuðning við frjósemismeðferðir en lyfjameðferðir geta valdið ófrjósemi. „Þetta er gífurlegur kostnaður. Það þarf að greiða fyrir eggheimtu, hormónameðferð, uppsetningu og alls kyns annan kostnað sem fylgir þessu. Þetta er bæði erfitt líkamlega og andlega.“Lífið er núna!Ástrós segir einnig erfitt og sligandi að safna pening í fleiri mánuði og jafnvel ár til að eignast barn þegar krabbameinið og bati eru efst í huga sjúklinga og aðstandenda. „Af því að þú þarft að sneiða frá svo miklu til að hafa efni á meðferðinni. Ein meðferð hefur kostað okkur hjónin 900 þúsund og það þarf oft margar meðferðir. En ég er ólétt í dag þannig að þetta tókst! Sem betur fer eigum við góða að sem hafa hjálpað okkur fjárhagslega - annars hefðum við ekki getað látið þennan draum rætast,“ segir Ástrós Rut. Þessa dagana er Kraftur með átak þar sem sjónum er einmitt beint að aðstæðum ungs fólks með krabbamein og aflað er fjár, til að mynda fyrir neyðarsjóðinn, með sölu armbanda þar sem stendur „Lífið er núna.“ Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Sjá meira
Fyrsta maí síðastliðinn tók nýtt greiðsluþátttökukerfi vegna heilbrigðisþjónustu gildi þar sem ákveðið þak er á greiðslum. Aftur á móti er allur annar kostnaður, sem tengist þó veikindum fólks beint, enn óniðurgreiddur að mestu. Af þeim sökum sækja margir um styrk í neyðarsjóð Krafts, stuðningsfélags ungs fólks með krabbamein og sýna þá reikninga sína síðustu tvö ár. Hér er eitt lýsandi dæmi frá síðasta hausti um reikninga námsmanns í krabbameinsmeðferð. Lækniskostnaður: 133.239 Lyfjakaup: 80.261 Frjósemismeðferð: 707.000 Hjálpartæki: 23.854 Sálfræðikostnaður: 29.000Samtals 973.354Ástrós Rut Sigurðardóttir, formaður Krafts er eiginkona manns sem hefur barist við krabbamein í fimm ár. Hún segir undarlegt að ekki skuli vera þak á lyfjakostnaði krabbameinssjúklinga en einnig að ungt fólk með krabbamein skuli ekki fá fjárhagslegan stuðning við frjósemismeðferðir en lyfjameðferðir geta valdið ófrjósemi. „Þetta er gífurlegur kostnaður. Það þarf að greiða fyrir eggheimtu, hormónameðferð, uppsetningu og alls kyns annan kostnað sem fylgir þessu. Þetta er bæði erfitt líkamlega og andlega.“Lífið er núna!Ástrós segir einnig erfitt og sligandi að safna pening í fleiri mánuði og jafnvel ár til að eignast barn þegar krabbameinið og bati eru efst í huga sjúklinga og aðstandenda. „Af því að þú þarft að sneiða frá svo miklu til að hafa efni á meðferðinni. Ein meðferð hefur kostað okkur hjónin 900 þúsund og það þarf oft margar meðferðir. En ég er ólétt í dag þannig að þetta tókst! Sem betur fer eigum við góða að sem hafa hjálpað okkur fjárhagslega - annars hefðum við ekki getað látið þennan draum rætast,“ segir Ástrós Rut. Þessa dagana er Kraftur með átak þar sem sjónum er einmitt beint að aðstæðum ungs fólks með krabbamein og aflað er fjár, til að mynda fyrir neyðarsjóðinn, með sölu armbanda þar sem stendur „Lífið er núna.“
Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Sjá meira