Twitter-notendur svara Eyþóri með myllumerkinu #TómirVagnar: „Ég skora á hann að taka einhvern tímann strætó“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. janúar 2018 22:45 Eyþór tók strætisvagna borgarinnar sérstaklega fyrir í grein sinni í Morgunblaðinu á mánudag. Vísir/Samsett mynd Twitter-notendur keppast nú við að sýna fram á mikilvægi strætisvagna í Reykjavík undir myllumerkinu #TómirVagnar. Myllumerkið er svar við grein eftir Eyþór Arnalds, sem gefur kost á sér í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins í borginni. Greinin birtist í Morgunblaðinu á mánudag og hafði Eyþór þar samgöngumál í Reykjavík til umfjöllunar. Í grein sinni, Reykvíkingar eiga betra skilið, gagnrýndi Eyþór borgaryfirvöld fyrir að setja hugmyndir um borgarlínu fram sem lausn við samgönguvandanum í Reykjavík og sagði yfirvöld jafnframt hafa „markvisst þrengt að fjölskyldubílnum.“ Þá tók Eyþór strætisvagna borgarinnar sérstaklega fyrir og vísaði þar í árlegt eins milljarðs króna framlag ríkisins sem ætlað var til samgöngubóta í Reykjavík. Borgaryfirvöld afþökkuðu framlagið árið 2013 og láta renna til reksturs Strætó. Fyrirkomulagið sagði Eyþór misheppnaða tilraun. „Markmið samningsins var að auka almenningssamgöngur sem hlutfall af ferðum úr 4% í 6%. Nú, fimm árum síðar er hlutfallið ennþá um 4% og hefur því ekkert vaxið. Fimm milljarðar hafa farið forgörðum í þetta tilraunaverkefni og er ljóst að tilraunin hefur mistekist.“ Twitter-notendur sem ferðast með strætó eru, að því er virðist, hreint ekki á því að tilraun borgaryfirvalda hafi mistekist. Björn Teitsson, formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl, hvatti til notkunar á hinu kaldhæðnislega myllumerki #TómirVagnar sem sýna á fram á hversu margir taka í raun strætisvagna í Reykjavík.Ein pæling. (Sorrí með allt þetta borgardæmi)Væru notendur @straetobs til í að pósta myndum á samfélagsmiðlum af tómu vögnunum sínum? Nota jafnvel #TómirVagnar ??— Björn Teitsson (@bjornteits) January 18, 2018 Hér að neðan má svo sjá fleiri tíst undir myllumerkinu en Davíð Þorláksson, fyrrverandi formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, var til að mynda einn þeirra sem svaraði með mynd af strætisvagni fullum af fólki. pic.twitter.com/j62RV7hM2m— Davíð Þorláksson (@davidthorlaks) January 18, 2018 Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó bs, lét sitt heldur ekki eftir liggja.#tomirvagnar pic.twitter.com/0aQNvuX3MF— Johannes Runarsson (@JRunarsson) January 18, 2018 Kristófer Alex skoraði á Eyþór að taka sjálfur einhvern tímann strætó.Eyþór Arnalds, frambjóðandi til oddvitasætis Sjálfstæðisflokksins, segir að í strætó séu #TómirVagnar. Ég skora á hann að taka einhvern tímann strætó. pic.twitter.com/KBnYylBYEJ— stófi (@KristoferAlex) January 18, 2018 Hildur Gestsdóttir fornleifafræðingur spurði hvar tómu vagnana væri að finna.Vitið þið hvar maður finnur þessa tómu vagna? #tómirvagnar pic.twitter.com/eI2Kjwk1lP— Dr. Hildur☠ (@beinakerling) January 18, 2018 Una deildi skjáskoti af leið númer 6, sem dreifð var víðsvegar um borgina.Þessir #tómirvagnar eru allir á leiðinni á Hlemm pic.twitter.com/qqBhxpBuJA— Una Hildardóttir (@unaballuna) January 18, 2018 Hér fyrir neðan má síðan sjá fleiri myndir úr Strætó teknar víðsvegar um borgina. #tomirvagnar Borgarstjórn Samgöngur Tengdar fréttir Fáklæddur Össur varaði Eyþór Arnalds við hræðilegum örlögum Útskýrði með litríkum hætti að hræðilegustu örlög í stjórnmálum heimsins væru að vinna leiðtogaprófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. 10. janúar 2018 09:52 Fimm vilja leiða Sjálfstæðisflokkinn í borginni Framboðsslagur innan Sjálfstæðisflokksins fyrirliggjandi. 10. janúar 2018 16:12 Eyþór Arnalds gefur kost á sér í borginni Eyþór Arnalds, kaupsýslumaður og fjárfestir gefur kost á sér í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins í borginni. 9. janúar 2018 17:15 Twitter logar út af menguðu vatni Fjölgun jarðvegsgerla hefur mælst í kalda vatninu í Reykjavík og er mælst til þess að neysluvatn sé soðið í öllum hverfum borgarinnar nema Grafarvogi, Norðlingaholti, Úlfarsárdal, Kjalarnesi auk Mosfellsbæjar, sem fá vatn frá öðrum svæðum í Heiðmörk. 15. janúar 2018 20:30 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka Sjá meira
Twitter-notendur keppast nú við að sýna fram á mikilvægi strætisvagna í Reykjavík undir myllumerkinu #TómirVagnar. Myllumerkið er svar við grein eftir Eyþór Arnalds, sem gefur kost á sér í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins í borginni. Greinin birtist í Morgunblaðinu á mánudag og hafði Eyþór þar samgöngumál í Reykjavík til umfjöllunar. Í grein sinni, Reykvíkingar eiga betra skilið, gagnrýndi Eyþór borgaryfirvöld fyrir að setja hugmyndir um borgarlínu fram sem lausn við samgönguvandanum í Reykjavík og sagði yfirvöld jafnframt hafa „markvisst þrengt að fjölskyldubílnum.“ Þá tók Eyþór strætisvagna borgarinnar sérstaklega fyrir og vísaði þar í árlegt eins milljarðs króna framlag ríkisins sem ætlað var til samgöngubóta í Reykjavík. Borgaryfirvöld afþökkuðu framlagið árið 2013 og láta renna til reksturs Strætó. Fyrirkomulagið sagði Eyþór misheppnaða tilraun. „Markmið samningsins var að auka almenningssamgöngur sem hlutfall af ferðum úr 4% í 6%. Nú, fimm árum síðar er hlutfallið ennþá um 4% og hefur því ekkert vaxið. Fimm milljarðar hafa farið forgörðum í þetta tilraunaverkefni og er ljóst að tilraunin hefur mistekist.“ Twitter-notendur sem ferðast með strætó eru, að því er virðist, hreint ekki á því að tilraun borgaryfirvalda hafi mistekist. Björn Teitsson, formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl, hvatti til notkunar á hinu kaldhæðnislega myllumerki #TómirVagnar sem sýna á fram á hversu margir taka í raun strætisvagna í Reykjavík.Ein pæling. (Sorrí með allt þetta borgardæmi)Væru notendur @straetobs til í að pósta myndum á samfélagsmiðlum af tómu vögnunum sínum? Nota jafnvel #TómirVagnar ??— Björn Teitsson (@bjornteits) January 18, 2018 Hér að neðan má svo sjá fleiri tíst undir myllumerkinu en Davíð Þorláksson, fyrrverandi formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, var til að mynda einn þeirra sem svaraði með mynd af strætisvagni fullum af fólki. pic.twitter.com/j62RV7hM2m— Davíð Þorláksson (@davidthorlaks) January 18, 2018 Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó bs, lét sitt heldur ekki eftir liggja.#tomirvagnar pic.twitter.com/0aQNvuX3MF— Johannes Runarsson (@JRunarsson) January 18, 2018 Kristófer Alex skoraði á Eyþór að taka sjálfur einhvern tímann strætó.Eyþór Arnalds, frambjóðandi til oddvitasætis Sjálfstæðisflokksins, segir að í strætó séu #TómirVagnar. Ég skora á hann að taka einhvern tímann strætó. pic.twitter.com/KBnYylBYEJ— stófi (@KristoferAlex) January 18, 2018 Hildur Gestsdóttir fornleifafræðingur spurði hvar tómu vagnana væri að finna.Vitið þið hvar maður finnur þessa tómu vagna? #tómirvagnar pic.twitter.com/eI2Kjwk1lP— Dr. Hildur☠ (@beinakerling) January 18, 2018 Una deildi skjáskoti af leið númer 6, sem dreifð var víðsvegar um borgina.Þessir #tómirvagnar eru allir á leiðinni á Hlemm pic.twitter.com/qqBhxpBuJA— Una Hildardóttir (@unaballuna) January 18, 2018 Hér fyrir neðan má síðan sjá fleiri myndir úr Strætó teknar víðsvegar um borgina. #tomirvagnar
Borgarstjórn Samgöngur Tengdar fréttir Fáklæddur Össur varaði Eyþór Arnalds við hræðilegum örlögum Útskýrði með litríkum hætti að hræðilegustu örlög í stjórnmálum heimsins væru að vinna leiðtogaprófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. 10. janúar 2018 09:52 Fimm vilja leiða Sjálfstæðisflokkinn í borginni Framboðsslagur innan Sjálfstæðisflokksins fyrirliggjandi. 10. janúar 2018 16:12 Eyþór Arnalds gefur kost á sér í borginni Eyþór Arnalds, kaupsýslumaður og fjárfestir gefur kost á sér í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins í borginni. 9. janúar 2018 17:15 Twitter logar út af menguðu vatni Fjölgun jarðvegsgerla hefur mælst í kalda vatninu í Reykjavík og er mælst til þess að neysluvatn sé soðið í öllum hverfum borgarinnar nema Grafarvogi, Norðlingaholti, Úlfarsárdal, Kjalarnesi auk Mosfellsbæjar, sem fá vatn frá öðrum svæðum í Heiðmörk. 15. janúar 2018 20:30 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka Sjá meira
Fáklæddur Össur varaði Eyþór Arnalds við hræðilegum örlögum Útskýrði með litríkum hætti að hræðilegustu örlög í stjórnmálum heimsins væru að vinna leiðtogaprófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. 10. janúar 2018 09:52
Fimm vilja leiða Sjálfstæðisflokkinn í borginni Framboðsslagur innan Sjálfstæðisflokksins fyrirliggjandi. 10. janúar 2018 16:12
Eyþór Arnalds gefur kost á sér í borginni Eyþór Arnalds, kaupsýslumaður og fjárfestir gefur kost á sér í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins í borginni. 9. janúar 2018 17:15
Twitter logar út af menguðu vatni Fjölgun jarðvegsgerla hefur mælst í kalda vatninu í Reykjavík og er mælst til þess að neysluvatn sé soðið í öllum hverfum borgarinnar nema Grafarvogi, Norðlingaholti, Úlfarsárdal, Kjalarnesi auk Mosfellsbæjar, sem fá vatn frá öðrum svæðum í Heiðmörk. 15. janúar 2018 20:30