Evrópsk dagblöð birta myndirnar af Noru Mörk | „Eins og að reyna að stoppa flóðbylgju“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. janúar 2018 08:30 Verdens Gang segir frá því að myndir af Noru Mörk hafi birtst í dagblöðum í Austur-Evrópu. Vísir/EPA Norska handboltakonan Nora Mörk hefur nú leitað aðstoðar norsku utanríkisþjónustunnar eftir að viðkvæmar myndir af henni fóru að birtast í evrópskum fjölmiðlum. Nora Mörk kom fram í lok síðasta árs og sagði frá því að viðkvæmum myndum hafði verið stolið úr síma hennar en þjófarnir fóru síðan að dreifa myndunum af henni á netinu. Nora Mörk komst meðal annars að því að myndirnar af henni höfðu verið í dreifingu innan norska karlalandsliðsins en nú hafa fjölmiðlamenn í Austur-Evrópu gengið einu skrefi lengra. Verdens Gang segir frá því að umræddar myndir af Noru hefði birtst í dagblöðum í Austur-Evrópu.Avis publiserte stjålne bilder av Nora Mørk https://t.co/HvD1YTtIes — VG (@vgnett) January 17, 2018 TV2 talaði við Kåre Geir Lio, formann norska handboltasambandins. Hann hafði fengið að vita af þessu frá norska utanríkisráðuneytinu í viðkomandi landi. „Þetta er svo sorglegt að ég veit varla hvaða orð ég get notað,“ sagði Kåre Geir Lio. Lögmaður Noru fékk upplýsingar um hvaða fjölmiðlar þetta voru og fór í málið. „Við höfum unnið að því að fjarlægja þessar myndir með hjálp lögfræðinga. Enginn fjölmiðill sem tekur sig alvarlega vill brjóta lög. Það er einnig hægt að nálgast þessa fjölmiðla allstaðar að í heiminum í gegnum netið,“ sagði John Christian Elden í yfirlýsingu sem hann sendi VG. Norskir fjölmiðlar hafa ekki fengið viðtal við Noru Mörk en hafa rætt við föður hennar. Morten Mörk segir að fjölskyldan sé að fá hjálp í þessu máli en að þetta sé erfitt. Hann segir dóttur sína vera niðurbrotna og að hún sé orðin mjög örvæntingarfull enda virðast myndirnar alltaf poppa upp á nýjum og nýjum vettvangi. „Þetta er eins og að reyna að stoppa flóðbylgju,“ sagði Morten Mörk við TV2.Lokað hefur verið fyrir ummæli við fréttina þar sem einstaka lesendur birtu slóð á myndirnar. Handbolti MeToo Tengdar fréttir Fyrirliði karlalandsliðsins gagnrýnir tímasetninguna hjá Noru Norska handboltalandsliðið tryggði sér í gær sæti í milliriðli á EM í Króatíu eftir öruggan ellefu marka sigur á Austurríkismönnum. Það gekk hinsvegar mikið á í kringum liðið í aðdraganda leiksins eftir yfirlýsingu landsliðskonunnar Noru Mörk. 17. janúar 2018 10:00 Nora Mörk: Myndirnar af mér voru í dreifingu hjá karlalandsliðinu Svo gæti farið að ein besta handboltakona heims hætti að gefa kost á sér í norska kvennalandsliðið en ástæðan er framkoma leikmanna norska karlalandsliðsins og feluleikur norska handboltasambandsins. 16. janúar 2018 09:00 Nora Mörk svarar Myrhol: Hefur ekki misst trúna á öllum karlmönnum Norska handboltakonan Nora Mörk hefur nú svarað gagnrýni fyrirliða norska karlalandsliðsins en Bjarte Myrhol gagnrýndi hana fyrir slæma tímasetningu á því þegar hún sagði frá því að viðkvæmar myndir af henni hefðu gengið á milli leikmanna norska karlalandsliðsins í handbolta. 17. janúar 2018 13:45 Þórir um mál Noru Mörk: Nógu erfitt fyrir hana að segja mér hvað hafði gerst Þórir Hergeirsson, íslenski þjálfarinn hjá norska kvennalandsliðinu í handbolta, hefur nú tjáð sig um nýjustu fréttirnar af máli Noru Mörk. Það allt á öðrum endanum í norska handboltasambandinu og það í miðju Evrópumóti karla. 16. janúar 2018 14:24 Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Sjá meira
Norska handboltakonan Nora Mörk hefur nú leitað aðstoðar norsku utanríkisþjónustunnar eftir að viðkvæmar myndir af henni fóru að birtast í evrópskum fjölmiðlum. Nora Mörk kom fram í lok síðasta árs og sagði frá því að viðkvæmum myndum hafði verið stolið úr síma hennar en þjófarnir fóru síðan að dreifa myndunum af henni á netinu. Nora Mörk komst meðal annars að því að myndirnar af henni höfðu verið í dreifingu innan norska karlalandsliðsins en nú hafa fjölmiðlamenn í Austur-Evrópu gengið einu skrefi lengra. Verdens Gang segir frá því að umræddar myndir af Noru hefði birtst í dagblöðum í Austur-Evrópu.Avis publiserte stjålne bilder av Nora Mørk https://t.co/HvD1YTtIes — VG (@vgnett) January 17, 2018 TV2 talaði við Kåre Geir Lio, formann norska handboltasambandins. Hann hafði fengið að vita af þessu frá norska utanríkisráðuneytinu í viðkomandi landi. „Þetta er svo sorglegt að ég veit varla hvaða orð ég get notað,“ sagði Kåre Geir Lio. Lögmaður Noru fékk upplýsingar um hvaða fjölmiðlar þetta voru og fór í málið. „Við höfum unnið að því að fjarlægja þessar myndir með hjálp lögfræðinga. Enginn fjölmiðill sem tekur sig alvarlega vill brjóta lög. Það er einnig hægt að nálgast þessa fjölmiðla allstaðar að í heiminum í gegnum netið,“ sagði John Christian Elden í yfirlýsingu sem hann sendi VG. Norskir fjölmiðlar hafa ekki fengið viðtal við Noru Mörk en hafa rætt við föður hennar. Morten Mörk segir að fjölskyldan sé að fá hjálp í þessu máli en að þetta sé erfitt. Hann segir dóttur sína vera niðurbrotna og að hún sé orðin mjög örvæntingarfull enda virðast myndirnar alltaf poppa upp á nýjum og nýjum vettvangi. „Þetta er eins og að reyna að stoppa flóðbylgju,“ sagði Morten Mörk við TV2.Lokað hefur verið fyrir ummæli við fréttina þar sem einstaka lesendur birtu slóð á myndirnar.
Handbolti MeToo Tengdar fréttir Fyrirliði karlalandsliðsins gagnrýnir tímasetninguna hjá Noru Norska handboltalandsliðið tryggði sér í gær sæti í milliriðli á EM í Króatíu eftir öruggan ellefu marka sigur á Austurríkismönnum. Það gekk hinsvegar mikið á í kringum liðið í aðdraganda leiksins eftir yfirlýsingu landsliðskonunnar Noru Mörk. 17. janúar 2018 10:00 Nora Mörk: Myndirnar af mér voru í dreifingu hjá karlalandsliðinu Svo gæti farið að ein besta handboltakona heims hætti að gefa kost á sér í norska kvennalandsliðið en ástæðan er framkoma leikmanna norska karlalandsliðsins og feluleikur norska handboltasambandsins. 16. janúar 2018 09:00 Nora Mörk svarar Myrhol: Hefur ekki misst trúna á öllum karlmönnum Norska handboltakonan Nora Mörk hefur nú svarað gagnrýni fyrirliða norska karlalandsliðsins en Bjarte Myrhol gagnrýndi hana fyrir slæma tímasetningu á því þegar hún sagði frá því að viðkvæmar myndir af henni hefðu gengið á milli leikmanna norska karlalandsliðsins í handbolta. 17. janúar 2018 13:45 Þórir um mál Noru Mörk: Nógu erfitt fyrir hana að segja mér hvað hafði gerst Þórir Hergeirsson, íslenski þjálfarinn hjá norska kvennalandsliðinu í handbolta, hefur nú tjáð sig um nýjustu fréttirnar af máli Noru Mörk. Það allt á öðrum endanum í norska handboltasambandinu og það í miðju Evrópumóti karla. 16. janúar 2018 14:24 Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Sjá meira
Fyrirliði karlalandsliðsins gagnrýnir tímasetninguna hjá Noru Norska handboltalandsliðið tryggði sér í gær sæti í milliriðli á EM í Króatíu eftir öruggan ellefu marka sigur á Austurríkismönnum. Það gekk hinsvegar mikið á í kringum liðið í aðdraganda leiksins eftir yfirlýsingu landsliðskonunnar Noru Mörk. 17. janúar 2018 10:00
Nora Mörk: Myndirnar af mér voru í dreifingu hjá karlalandsliðinu Svo gæti farið að ein besta handboltakona heims hætti að gefa kost á sér í norska kvennalandsliðið en ástæðan er framkoma leikmanna norska karlalandsliðsins og feluleikur norska handboltasambandsins. 16. janúar 2018 09:00
Nora Mörk svarar Myrhol: Hefur ekki misst trúna á öllum karlmönnum Norska handboltakonan Nora Mörk hefur nú svarað gagnrýni fyrirliða norska karlalandsliðsins en Bjarte Myrhol gagnrýndi hana fyrir slæma tímasetningu á því þegar hún sagði frá því að viðkvæmar myndir af henni hefðu gengið á milli leikmanna norska karlalandsliðsins í handbolta. 17. janúar 2018 13:45
Þórir um mál Noru Mörk: Nógu erfitt fyrir hana að segja mér hvað hafði gerst Þórir Hergeirsson, íslenski þjálfarinn hjá norska kvennalandsliðinu í handbolta, hefur nú tjáð sig um nýjustu fréttirnar af máli Noru Mörk. Það allt á öðrum endanum í norska handboltasambandinu og það í miðju Evrópumóti karla. 16. janúar 2018 14:24