Leit hjá fiskútflytjanda og eignir frystar Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 18. janúar 2018 06:00 Framkvæmdastjórinn er grunaður um stórfelld skattaundanskot. Vísir/Valli Húsleit var gerð á heimili Sigurðar Gísla Björnssonar, framkvæmdastjóra fiskútflutningsfyrirtækisins Sæmarks, skömmu fyrir áramót en Sigurður er grunaður um stórfelld skattaundanskot sem talin eru hlaupa á hundruðum milljóna króna. Eignir hans voru á sama tíma kyrrsettar og bankareikningar haldlagðir. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins. Embætti skattrannsóknarstjóra hefur haft mál Sigurðar til meðferðar frá Panama-lekanum svokallaða þar sem meðal annars kom fram að Sigurður Gísli hefði stofnað félagið Freezing Point Corp í Panama árið 2009, en eftir því sem Fréttablaðið kemst næst er hann grunaður um skattsvik í gegnum fleiri en eitt félag. Héraðssaksóknari hefur sömuleiðis komið að rannsókn málsins, en embættið hefur kyrrsett eignir Sigurðar á meðan málið er til meðferðar. Skattrannsóknarstjóri framkvæmdi húsleitina á heimili hans á Arnarnesinu í Garðabæ. Ekki hafa fengist upplýsingar um hvort Sæmark tengist meintum skattalagabrotum. Sæmark er fiskútflutningsfyrirtæki í Hafnarfirði sem skilaði hagnaði upp á rúmlega 29 milljónir króna árið 2016, og voru tekjur þess tæplega 7,8 milljarðar. Eigið fé félagsins er 520 milljónir króna. Sigurður er einn eigenda fjárfestingarfélagsins Óskabeins sem er meðal annars stór hluthafi í tryggingafélaginu VÍS og Kortaþjónustunni. Hann neitaði að tjá sig um málið, þegar eftir því var óskað. Þá sagðist Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri ekki geta tjáð sig um einstök mál sem væru til rannsóknar hjá embættinu. Sem fyrr segir var málið tekið til rannsóknar eftir Panama-lekann, en í framhaldi af honum keypti skattrannsóknarstjóri gögn er varða fjármuni Íslendinga í skattaskjólum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
Húsleit var gerð á heimili Sigurðar Gísla Björnssonar, framkvæmdastjóra fiskútflutningsfyrirtækisins Sæmarks, skömmu fyrir áramót en Sigurður er grunaður um stórfelld skattaundanskot sem talin eru hlaupa á hundruðum milljóna króna. Eignir hans voru á sama tíma kyrrsettar og bankareikningar haldlagðir. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins. Embætti skattrannsóknarstjóra hefur haft mál Sigurðar til meðferðar frá Panama-lekanum svokallaða þar sem meðal annars kom fram að Sigurður Gísli hefði stofnað félagið Freezing Point Corp í Panama árið 2009, en eftir því sem Fréttablaðið kemst næst er hann grunaður um skattsvik í gegnum fleiri en eitt félag. Héraðssaksóknari hefur sömuleiðis komið að rannsókn málsins, en embættið hefur kyrrsett eignir Sigurðar á meðan málið er til meðferðar. Skattrannsóknarstjóri framkvæmdi húsleitina á heimili hans á Arnarnesinu í Garðabæ. Ekki hafa fengist upplýsingar um hvort Sæmark tengist meintum skattalagabrotum. Sæmark er fiskútflutningsfyrirtæki í Hafnarfirði sem skilaði hagnaði upp á rúmlega 29 milljónir króna árið 2016, og voru tekjur þess tæplega 7,8 milljarðar. Eigið fé félagsins er 520 milljónir króna. Sigurður er einn eigenda fjárfestingarfélagsins Óskabeins sem er meðal annars stór hluthafi í tryggingafélaginu VÍS og Kortaþjónustunni. Hann neitaði að tjá sig um málið, þegar eftir því var óskað. Þá sagðist Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri ekki geta tjáð sig um einstök mál sem væru til rannsóknar hjá embættinu. Sem fyrr segir var málið tekið til rannsóknar eftir Panama-lekann, en í framhaldi af honum keypti skattrannsóknarstjóri gögn er varða fjármuni Íslendinga í skattaskjólum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira