Dæmi um að eftirlitsmönnum Vinnueftirlitsins sé hótað lífláti Jóhann K. Jóhannsson skrifar 17. janúar 2018 19:00 Dæmi eru um að eftirlitsmönnum Vinnueftirlitsins sé hótað lífláti Vísir/Sigurjón Dæmi eru um að eftirlitsmönnum Vinnueftirlitsins hafi verið hótað lífláti við störf sín og að þeir hafi þurft á vernd að halda í vettvangsferðum. Forstjóri Vinnueftirlitsins segir að auðvelda þurfi stofnunum að kæra mál sem koma upp, svo starfsmenn þurfi ekki að standa í því persónulega. Fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að eldvarnareftirlitsmanni hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins hafi verið hótað við störf sín í máli sem tengdist ólöglegri búsetu í iðnaðarhúsnæði. Það mál var ekki kært til lögreglu en hefur fréttastofan upplýsingar um að starfsmenn opinberra stofnanna veigri sér við að kæra mál sem þessi þar sem starfsmennirnir sjálfir þurfi að gefa upp persónuupplýsingar sem svo séu aðgengilegar þeim sem staðið hafa í hótunum. Eftirlitsmönnum Vinnueftirlitsins hefur verið hótað við störf sín, jafnvel lífláti og verið ógnað í vettvangsferðum. Hlutverk þeirra er að tryggja öryggi starfsmanna á vinnustað og þurfa í sumum tilfellum að taka erfiðar ákvarðanir. „Við getum komið að aðstæðum á vinnustað sem kalla á aðgerðir. Til dæmist að vinna sé stöðvuð og menn hafa brugðist illa við því og verið með sterkar hótanir þannig að við höfum þurft að kalla til lögreglu til að geta klárað okkar vinnu,“ segir Eyjólfur Sæmundsson, forstjóri Vinnueftirlitsins. Eyjólfur segir að í raun séu þessi mál bara lítið brot af öllum þeim heimsóknum sem eftirlitsmenn fara í á hverju ári en hvert mál sé alltaf alvarlegt komi það upp. „Við erum til dæmis með eitt mál núna þar sem að við höfum stöðvað starfsemi og eigandi í fyrirtækinu er með heilmiklar hótanir í garð starfsmanna hérna hjá okkur, bæði mín og annarra,“ segir Eyjólfur. Eyjólfur segir að gera þurfi opinberum stofnunum auðveldara að kæra hótanir fyrir hönd starfsmanna sinna en ekki hafa öll mál sem komið hafi upp hjá Vinnueftirlitinu verið kærð til lögreglu. „Það þarf að vera þannig að stofnunin geti gert það en einstaklingurinn sjálfur, starfsmaðurinn sem vinnur hjá okkur, að hann þurfi ekki að vera að standa í því beint, persónulega. Við erum með eitt mál núna þar sem um er að ræða alvarlega hótanir og ég reikna með því að við munum kæra það til lögreglunnar og reyna koma því inn í dómskerfið,“ segir Eyjólfur. Og þá eru dæmi að eftirlitsmenn hafi þurft vernd lögreglu í eftirlitsheimsóknum. „Við höfum þurft að kalla til lögreglu til að aðstoða við að klára eftirlitsheimsókn og ég man sérstaklega eftir einu tilviki að starfsmanni okkar var hótað lífláti,“ segir Eyjólfur. Tengdar fréttir „Lít svo á að ef opinberum starfsmönnum er hótað þá beri að kæra það til lögreglu“ Formaður Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna furðar sig á því af hverju eigandi iðnaðarhúsnæðis hafi komist upp með að hafa haft í hótunum við slökkviliðsmann vegna brunaúttektar 16. janúar 2018 20:00 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Dæmi eru um að eftirlitsmönnum Vinnueftirlitsins hafi verið hótað lífláti við störf sín og að þeir hafi þurft á vernd að halda í vettvangsferðum. Forstjóri Vinnueftirlitsins segir að auðvelda þurfi stofnunum að kæra mál sem koma upp, svo starfsmenn þurfi ekki að standa í því persónulega. Fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að eldvarnareftirlitsmanni hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins hafi verið hótað við störf sín í máli sem tengdist ólöglegri búsetu í iðnaðarhúsnæði. Það mál var ekki kært til lögreglu en hefur fréttastofan upplýsingar um að starfsmenn opinberra stofnanna veigri sér við að kæra mál sem þessi þar sem starfsmennirnir sjálfir þurfi að gefa upp persónuupplýsingar sem svo séu aðgengilegar þeim sem staðið hafa í hótunum. Eftirlitsmönnum Vinnueftirlitsins hefur verið hótað við störf sín, jafnvel lífláti og verið ógnað í vettvangsferðum. Hlutverk þeirra er að tryggja öryggi starfsmanna á vinnustað og þurfa í sumum tilfellum að taka erfiðar ákvarðanir. „Við getum komið að aðstæðum á vinnustað sem kalla á aðgerðir. Til dæmist að vinna sé stöðvuð og menn hafa brugðist illa við því og verið með sterkar hótanir þannig að við höfum þurft að kalla til lögreglu til að geta klárað okkar vinnu,“ segir Eyjólfur Sæmundsson, forstjóri Vinnueftirlitsins. Eyjólfur segir að í raun séu þessi mál bara lítið brot af öllum þeim heimsóknum sem eftirlitsmenn fara í á hverju ári en hvert mál sé alltaf alvarlegt komi það upp. „Við erum til dæmis með eitt mál núna þar sem að við höfum stöðvað starfsemi og eigandi í fyrirtækinu er með heilmiklar hótanir í garð starfsmanna hérna hjá okkur, bæði mín og annarra,“ segir Eyjólfur. Eyjólfur segir að gera þurfi opinberum stofnunum auðveldara að kæra hótanir fyrir hönd starfsmanna sinna en ekki hafa öll mál sem komið hafi upp hjá Vinnueftirlitinu verið kærð til lögreglu. „Það þarf að vera þannig að stofnunin geti gert það en einstaklingurinn sjálfur, starfsmaðurinn sem vinnur hjá okkur, að hann þurfi ekki að vera að standa í því beint, persónulega. Við erum með eitt mál núna þar sem um er að ræða alvarlega hótanir og ég reikna með því að við munum kæra það til lögreglunnar og reyna koma því inn í dómskerfið,“ segir Eyjólfur. Og þá eru dæmi að eftirlitsmenn hafi þurft vernd lögreglu í eftirlitsheimsóknum. „Við höfum þurft að kalla til lögreglu til að aðstoða við að klára eftirlitsheimsókn og ég man sérstaklega eftir einu tilviki að starfsmanni okkar var hótað lífláti,“ segir Eyjólfur.
Tengdar fréttir „Lít svo á að ef opinberum starfsmönnum er hótað þá beri að kæra það til lögreglu“ Formaður Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna furðar sig á því af hverju eigandi iðnaðarhúsnæðis hafi komist upp með að hafa haft í hótunum við slökkviliðsmann vegna brunaúttektar 16. janúar 2018 20:00 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
„Lít svo á að ef opinberum starfsmönnum er hótað þá beri að kæra það til lögreglu“ Formaður Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna furðar sig á því af hverju eigandi iðnaðarhúsnæðis hafi komist upp með að hafa haft í hótunum við slökkviliðsmann vegna brunaúttektar 16. janúar 2018 20:00