Búið er að opna veginn yfir Mosfellsheiði en að sögn Vegagerðarinnar er Lyngdalsheiði áfram lokuð. Hún verður þó hreinsuð þegar líður morguninn og opnuð að því loknu.
Krýsuvíkurvegur er að sama skapi lokaður og ekki liggja fyrir upplýsingar um hvenær hann verður opnaður.
Vegna snjóflóðahættu verður vegurinn um Súðavíkurhlíð áfram lokaður. Akstursaðstæður á Vestfjörðum verða ekki kræsilegar í dag enda er þar í gildi gul viðvörun Veðurstofunnar, skafrenningur og lélegt skyggni.
Færð og aðstæður á vegum
Það er hálka eða hálkublettir á velflestum vegum á Suður- og Suðvesturlandi.
Á Vesturlandi er hálka eða snjóþekja á vegum og þæfingsfærð á Bröttubrekku.
Verið er að kanna færð á Vestfjörðum, Norðurlandi og Austfjörðum og koma nánari upplýsingar fljótlega.
Suðausturströndin er greiðfær suður í Öræfi en sums staðar nokkur hálka þar fyrir vestan.
Búið að opna Mosfellsheiði

Tengdar fréttir

Myndband af björgunaraðgerðum á Mosfellsheiði: „Þetta var svolítið krefjandi og það voru bílar um allt“
Mosfellsheiði er enn lokuð og björgunarsveitarfólk vann hörðum höndum í tvo klukkutíma við að losa tvær rútur og fjölda smærri bíla sem sátu fastir á heiðinni. Meðfylgjandi myndband sýnir hversu erfiðar aðstæður voru á svæðinu.

Hrollkalt í dag
Það gæti orðið vart við stöku él við suðvesturströndina.