Ný skýrsla frá Landlækni sýnir að lítið dregur úr læknarápi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 17. janúar 2018 07:00 Dæmi eru um að læknar séu áminntir og jafnvel sviptir læknaleyfi vegna of margra ávísana. Sumir eru jafnvel með takmarkaða ávísunarheimild. fréttablaðið/anton brink Nýr lyfjagagnagrunnur lækna, sem tekinn var í notkun árið 2016, hefur ekki skilað þeim árangri sem vonast var eftir. Var það meðal annars til þess að koma í veg fyrir svokallað læknaráp, þar sem fólk gengur á milli lækna, til þess að verða sér úti um stóra skammta af lyfjum. Landlæknisembættið hefur gefið út skýrslu þar sem ljóst er að læknaráp er ekki á undanhaldi hér á landi. „Við vonuðumst til þess að þetta myndi gerast hraðar, en þetta virðist vera eins og að beygja olíuskipi, og virðist ganga mjög hægt að taka á þessum vanda,“ segir Ólafur B. Einarsson, sérfræðingur í lyfjamálum hjá Embætti landlæknis. Fram kemur í skýrslunni að árið 2017 hafi 71 einstaklingur fengið ávísað Parkódín forte frá 10 eða fleiri læknum, borið saman við 81 einstakling árið á undan. Sömuleiðis má sjá smávægilega fækkun á ávísunum einstakra lyfja á síðasta ári; til dæmis svefnlyfinu Imovane, en alls fengu 20.887 manns svefnlyfið ávísað frá einum til fjórum læknum árið 2017, borið saman við 21.008 árinu á undan – svo dæmi sé tekið. Hins vegar var fjölgun í ávísunum rítalíns, en alls fengu 10.277 manns rítalín ávísað frá einum til fjórum læknum, borið saman við 9.105 árið 2016.Ólafur B. Einarsson, sérfræðingur í lyfjamálum hjá Embætti landlæknis.„Þetta virðist oft á stöðum eins og til dæmis suður með sjó þar sem enginn fastur læknir er. Við sjáum líka að lyfjanotkun er mest á Norðurlandi en það er erfitt að átta sig fyllilega á hvað er þar í gangi,“ segir Ólafur. Þá séu uppáskriftir tannlækna ekki síður áhyggjuefni, en þeir hafi ávísað talsverðu af Parkódín forte í desember. „Þegar fólk er til dæmis að ná sér í Parkodín forte þá sjáum við að tannlæknar koma oft inn í. Við heyrum reglulega af því sögur að fólk sem bókar tíma vegna tannverkja fái ávísuð lyf vegna þess að það kemst ekki strax inn – en svo mætir það aldrei í tímann sjálfan,“ segir Ólafur, en af 500 tannlæknum landsins nota 177 lyfjagagnagrunninn. Þá nota um 1.100 læknar gagnagrunninn, af rúmlega 2.000. Ólafur segir mikilvægt að allir tileinki sér nýja verkferla, og bendir á að vel sé haldið utan um lyfjaávísanir. Dæmi séu um að læknar séu áminntir og jafnvel sviptir læknaleyfi vegna of margra ávísana. „Það eru nýleg dæmi þess, og í raun eru alltaf svoleiðis mál í gangi. Sumir eru jafnvel með takmarkaða ávísunarheimild.“ Aðspurður segir hann að vísbendingar séu um að auðveldara sé að ganga á milli lækna hér á landi en í hinum Norðurlöndunum. Festa sé besta lausnin. „Hér á landi er fólk að fara á milli heilsugæsla, sérfræðinga á stofum og fleira, sem er aðalvandamálið hér. Það er engin festa hvar fólk getur sótt þjónustu eins og annars staðar,“ segir hann. Tengdar fréttir Fíkniefnaheimurinn að harðna vegna hækkandi götuverðs Götuverð á lyfseðilsskyldum hefur hækkað um allt að áttatíu prósent frá því að nýr lyfjagagnagrunnur lækna var tekinn upp. 25. júlí 2017 19:30 Herða eftirlit með lyfseðilsskyldum lyfjum Lyfjastofnun hyggst herða eftirlit með ávísunum lyfseðilsskyldra lyfja vegna aukinnar misnotkunar á þeim. 27. september 2017 20:00 Tímaspursmál hvenær heróín nær útbreiðslu hér á landi Formaður Afstöðu – félags fanga spáir því að sterk vímuefni eins og heróín og metamfetamín nái útbreiðslu hér á næstu misserum. Stjórnvöld þurfa að hans mati að bregðast við áður en framleiðsla og frekari innflutningur hefst. 27. júlí 2017 07:00 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Sjá meira
Nýr lyfjagagnagrunnur lækna, sem tekinn var í notkun árið 2016, hefur ekki skilað þeim árangri sem vonast var eftir. Var það meðal annars til þess að koma í veg fyrir svokallað læknaráp, þar sem fólk gengur á milli lækna, til þess að verða sér úti um stóra skammta af lyfjum. Landlæknisembættið hefur gefið út skýrslu þar sem ljóst er að læknaráp er ekki á undanhaldi hér á landi. „Við vonuðumst til þess að þetta myndi gerast hraðar, en þetta virðist vera eins og að beygja olíuskipi, og virðist ganga mjög hægt að taka á þessum vanda,“ segir Ólafur B. Einarsson, sérfræðingur í lyfjamálum hjá Embætti landlæknis. Fram kemur í skýrslunni að árið 2017 hafi 71 einstaklingur fengið ávísað Parkódín forte frá 10 eða fleiri læknum, borið saman við 81 einstakling árið á undan. Sömuleiðis má sjá smávægilega fækkun á ávísunum einstakra lyfja á síðasta ári; til dæmis svefnlyfinu Imovane, en alls fengu 20.887 manns svefnlyfið ávísað frá einum til fjórum læknum árið 2017, borið saman við 21.008 árinu á undan – svo dæmi sé tekið. Hins vegar var fjölgun í ávísunum rítalíns, en alls fengu 10.277 manns rítalín ávísað frá einum til fjórum læknum, borið saman við 9.105 árið 2016.Ólafur B. Einarsson, sérfræðingur í lyfjamálum hjá Embætti landlæknis.„Þetta virðist oft á stöðum eins og til dæmis suður með sjó þar sem enginn fastur læknir er. Við sjáum líka að lyfjanotkun er mest á Norðurlandi en það er erfitt að átta sig fyllilega á hvað er þar í gangi,“ segir Ólafur. Þá séu uppáskriftir tannlækna ekki síður áhyggjuefni, en þeir hafi ávísað talsverðu af Parkódín forte í desember. „Þegar fólk er til dæmis að ná sér í Parkodín forte þá sjáum við að tannlæknar koma oft inn í. Við heyrum reglulega af því sögur að fólk sem bókar tíma vegna tannverkja fái ávísuð lyf vegna þess að það kemst ekki strax inn – en svo mætir það aldrei í tímann sjálfan,“ segir Ólafur, en af 500 tannlæknum landsins nota 177 lyfjagagnagrunninn. Þá nota um 1.100 læknar gagnagrunninn, af rúmlega 2.000. Ólafur segir mikilvægt að allir tileinki sér nýja verkferla, og bendir á að vel sé haldið utan um lyfjaávísanir. Dæmi séu um að læknar séu áminntir og jafnvel sviptir læknaleyfi vegna of margra ávísana. „Það eru nýleg dæmi þess, og í raun eru alltaf svoleiðis mál í gangi. Sumir eru jafnvel með takmarkaða ávísunarheimild.“ Aðspurður segir hann að vísbendingar séu um að auðveldara sé að ganga á milli lækna hér á landi en í hinum Norðurlöndunum. Festa sé besta lausnin. „Hér á landi er fólk að fara á milli heilsugæsla, sérfræðinga á stofum og fleira, sem er aðalvandamálið hér. Það er engin festa hvar fólk getur sótt þjónustu eins og annars staðar,“ segir hann.
Tengdar fréttir Fíkniefnaheimurinn að harðna vegna hækkandi götuverðs Götuverð á lyfseðilsskyldum hefur hækkað um allt að áttatíu prósent frá því að nýr lyfjagagnagrunnur lækna var tekinn upp. 25. júlí 2017 19:30 Herða eftirlit með lyfseðilsskyldum lyfjum Lyfjastofnun hyggst herða eftirlit með ávísunum lyfseðilsskyldra lyfja vegna aukinnar misnotkunar á þeim. 27. september 2017 20:00 Tímaspursmál hvenær heróín nær útbreiðslu hér á landi Formaður Afstöðu – félags fanga spáir því að sterk vímuefni eins og heróín og metamfetamín nái útbreiðslu hér á næstu misserum. Stjórnvöld þurfa að hans mati að bregðast við áður en framleiðsla og frekari innflutningur hefst. 27. júlí 2017 07:00 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Sjá meira
Fíkniefnaheimurinn að harðna vegna hækkandi götuverðs Götuverð á lyfseðilsskyldum hefur hækkað um allt að áttatíu prósent frá því að nýr lyfjagagnagrunnur lækna var tekinn upp. 25. júlí 2017 19:30
Herða eftirlit með lyfseðilsskyldum lyfjum Lyfjastofnun hyggst herða eftirlit með ávísunum lyfseðilsskyldra lyfja vegna aukinnar misnotkunar á þeim. 27. september 2017 20:00
Tímaspursmál hvenær heróín nær útbreiðslu hér á landi Formaður Afstöðu – félags fanga spáir því að sterk vímuefni eins og heróín og metamfetamín nái útbreiðslu hér á næstu misserum. Stjórnvöld þurfa að hans mati að bregðast við áður en framleiðsla og frekari innflutningur hefst. 27. júlí 2017 07:00
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels