Sá fimmtándi kominn í safn Keflvíkinga Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. janúar 2018 07:00 Keflavíkurkonur hlupu sigurhring eftir að hafa unnið Njarðvík í úrslitaleik Maltbikars kvenna. vísir/hanna Keflavík varð bikarmeistari kvenna í fimmtánda sinn eftir sigur á Njarðvík, 74-63, á laugardaginn. Úrslitaleikurinn náði ekki sömu hæðum og undanúrslitaleikirnir hvað spennu og dramatík varðar en var þó jafn lengi vel. Njarðvík, sem hefur ekki enn unnið deildarleik í vetur, hafði komið liða mest á óvart í bikarkeppninni og unnið þrjú lið úr Domino’s-deildinni. En Keflavíkurhindrunin reyndist of stór. Staðan í hálfleik var jöfn, 35-35, en í 3. leikhluta skildi leiðir. Keflavík fékk framlag frá fleiri leikmönnum á meðan Shalonda Winton dró Njarðvíkurvagninn. Hún skoraði 37 stig og tók 23 fráköst í leiknum sem endaði með 11 stiga sigri Keflavíkur, 74-63. Brittanny Dinkins, bandarískur leikmaður Keflavíkur, var valin maður leiksins en hún skoraði 16 stig, tók 11 fráköst og gaf átta stoðsendingar. Embla Kristínardóttir var stigahæst í liði Keflvíkinga með 20 stig en hún hitti úr fjórum af sjö þriggja stiga skotum sem hún tók í leiknum. Embla segir að Keflavík hafi alls ekki vanmetið lið Njarðvíkur, þrátt fyrir slæmt gengi þeirra grænu í deildinni. „Við bjuggumst við að þær yrðu góðar. Þær voru búnar að slá út þrjú góð lið. En við vorum tilbúnar í leikinn,“ sagði Embla sem gekk aftur til liðs við Keflavík um áramótin, eftir tvö og hálft tímabil í herbúðum Grindavíkur. Hún segir það ekki hafa tekið langan tíma að komast inn í hlutina hjá Keflavík. „Það var mjög auðvelt. Ég hef spilað með flestum af þessum stelpum og leikurinn sem Sverrir [Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur] spilar hentar mér mjög vel,“ sagði Embla sem fyllir í skarðið sem Emelía Ósk Gunnarsdóttir skildi eftir sig þegar hún sleit krossband í hné. „Það er stórt skarð að fylla en ég reyni að gera mitt besta.“ Sem áður sagði skoraði Embla 20 stig í bikarúrslitaleiknum. Hún segist hafa fundið sig vel á fjölum Laugardalshallarinnar. „Mjög svo. Við vorum þolinmóðar í sókninni og tilbúnar í leikinn,“ sagði Embla. Keflavík vann tvöfalt í fyrra og stefnan er sett á að endurtaka leikinn í ár. „Við erum á mikilli uppleið. Stefnan er að verja Íslandsmeistaratitilinn,“ sagði Embla sem varð Íslands- og bikarmeistari með Keflavík 2013. Dominos-deild kvenna Mest lesið Ein efnilegasta handboltakona Frakka látin Handbolti Kvarta yfir því að leikmaður Barcelona káfaði á klofi leikmanns þeirra Fótbolti Sker af sér eistun ef Man. City tapar fyrir Real Madrid Fótbolti Collina vill breyta vítaspyrnureglunni Fótbolti Þekktur sænskur fótboltaþjálfari dæmdur í fangelsi Fótbolti „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Körfubolti Martin má ekki koma Keflavík til bjargar Körfubolti Hringir í mömmu og pabba daglega til að vita hvort þau séu á lífi Enski boltinn Í beinni: Man. City - Real Madrid | Hvor risinn fellur? Fótbolti Viktor Gísli um Barcelona: „Eins og staðan er núna er ekkert ákveðið“ Handbolti Fleiri fréttir Martin má ekki koma Keflavík til bjargar „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Lakers gefur öllum Luka Doncic treyjur fyrir fyrsta leikinn Sjáðu stoðsendingarnar hjá Elvari í metleiknum Hver skiptir svo til nýjum Audi E-tron út fyrir sjö ára gamlan jeppa? Davis meiddist strax í fyrsta leik „Þeir þekkja hann ekki og það er aðalvesenið“ Körfuboltakvöld: Hvaða lið komast í úrslitakeppnina? Elvar sló stoðsendingamet grísku úrvalsdeildarinnar Umfjöllun: Slóvakía - Ísland 78-55 | Ekki góður endir á undankeppninni Martin stoðsendingahæstur í öruggum sigri „Meiri ró og betri ára yfir Grindavík“ með Jeremy Pargo Besta frumraunin síðan Kevin Durant kom til Golden State Féll á læknisskoðun og verður ekki leikmaður Lakers Keflavík í vandræðum: „Vörnin hélt áfram að vera léleg og varð eiginlega verri“ Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Uppgjörið: Valur - Höttur 92 - 58 | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit Sjá meira
Keflavík varð bikarmeistari kvenna í fimmtánda sinn eftir sigur á Njarðvík, 74-63, á laugardaginn. Úrslitaleikurinn náði ekki sömu hæðum og undanúrslitaleikirnir hvað spennu og dramatík varðar en var þó jafn lengi vel. Njarðvík, sem hefur ekki enn unnið deildarleik í vetur, hafði komið liða mest á óvart í bikarkeppninni og unnið þrjú lið úr Domino’s-deildinni. En Keflavíkurhindrunin reyndist of stór. Staðan í hálfleik var jöfn, 35-35, en í 3. leikhluta skildi leiðir. Keflavík fékk framlag frá fleiri leikmönnum á meðan Shalonda Winton dró Njarðvíkurvagninn. Hún skoraði 37 stig og tók 23 fráköst í leiknum sem endaði með 11 stiga sigri Keflavíkur, 74-63. Brittanny Dinkins, bandarískur leikmaður Keflavíkur, var valin maður leiksins en hún skoraði 16 stig, tók 11 fráköst og gaf átta stoðsendingar. Embla Kristínardóttir var stigahæst í liði Keflvíkinga með 20 stig en hún hitti úr fjórum af sjö þriggja stiga skotum sem hún tók í leiknum. Embla segir að Keflavík hafi alls ekki vanmetið lið Njarðvíkur, þrátt fyrir slæmt gengi þeirra grænu í deildinni. „Við bjuggumst við að þær yrðu góðar. Þær voru búnar að slá út þrjú góð lið. En við vorum tilbúnar í leikinn,“ sagði Embla sem gekk aftur til liðs við Keflavík um áramótin, eftir tvö og hálft tímabil í herbúðum Grindavíkur. Hún segir það ekki hafa tekið langan tíma að komast inn í hlutina hjá Keflavík. „Það var mjög auðvelt. Ég hef spilað með flestum af þessum stelpum og leikurinn sem Sverrir [Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur] spilar hentar mér mjög vel,“ sagði Embla sem fyllir í skarðið sem Emelía Ósk Gunnarsdóttir skildi eftir sig þegar hún sleit krossband í hné. „Það er stórt skarð að fylla en ég reyni að gera mitt besta.“ Sem áður sagði skoraði Embla 20 stig í bikarúrslitaleiknum. Hún segist hafa fundið sig vel á fjölum Laugardalshallarinnar. „Mjög svo. Við vorum þolinmóðar í sókninni og tilbúnar í leikinn,“ sagði Embla. Keflavík vann tvöfalt í fyrra og stefnan er sett á að endurtaka leikinn í ár. „Við erum á mikilli uppleið. Stefnan er að verja Íslandsmeistaratitilinn,“ sagði Embla sem varð Íslands- og bikarmeistari með Keflavík 2013.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Ein efnilegasta handboltakona Frakka látin Handbolti Kvarta yfir því að leikmaður Barcelona káfaði á klofi leikmanns þeirra Fótbolti Sker af sér eistun ef Man. City tapar fyrir Real Madrid Fótbolti Collina vill breyta vítaspyrnureglunni Fótbolti Þekktur sænskur fótboltaþjálfari dæmdur í fangelsi Fótbolti „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Körfubolti Martin má ekki koma Keflavík til bjargar Körfubolti Hringir í mömmu og pabba daglega til að vita hvort þau séu á lífi Enski boltinn Í beinni: Man. City - Real Madrid | Hvor risinn fellur? Fótbolti Viktor Gísli um Barcelona: „Eins og staðan er núna er ekkert ákveðið“ Handbolti Fleiri fréttir Martin má ekki koma Keflavík til bjargar „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Lakers gefur öllum Luka Doncic treyjur fyrir fyrsta leikinn Sjáðu stoðsendingarnar hjá Elvari í metleiknum Hver skiptir svo til nýjum Audi E-tron út fyrir sjö ára gamlan jeppa? Davis meiddist strax í fyrsta leik „Þeir þekkja hann ekki og það er aðalvesenið“ Körfuboltakvöld: Hvaða lið komast í úrslitakeppnina? Elvar sló stoðsendingamet grísku úrvalsdeildarinnar Umfjöllun: Slóvakía - Ísland 78-55 | Ekki góður endir á undankeppninni Martin stoðsendingahæstur í öruggum sigri „Meiri ró og betri ára yfir Grindavík“ með Jeremy Pargo Besta frumraunin síðan Kevin Durant kom til Golden State Féll á læknisskoðun og verður ekki leikmaður Lakers Keflavík í vandræðum: „Vörnin hélt áfram að vera léleg og varð eiginlega verri“ Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Uppgjörið: Valur - Höttur 92 - 58 | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit Sjá meira