Svara því að karlar fái herraklippingu 18 ára Sveinn Arnarsson skrifar 15. janúar 2018 07:00 Starfsfólk Domus Medica framkvæmir ófrjósemisaðgerðir. Fyrsta skrefið í ferlinu er að fara í viðtal hjá þvagfæraskurðlækni. vísir/gva Þó lög setji aldurstakmörk við ófrjósemisaðgerð hjá báðum kynjum við 25 ár virðist það aldurstakmark aðeins eiga við um konur. Heildarendurskoðun laganna er hafin í heilbrigðisráðuneytinu þar sem meðal annars verður skoðað hvort breyta eigi aldurstakmörkunum sem þessum.Fréttablaðið sagði frá því í síðustu viku að ung kona, 27 ára, ætli í ófrjósemisaðgerð. Lög um ófrjósemisaðgerðir eru frá árinu 1975 en þar kemur fram að kona og karl þurfi að vera 25 ára til að fá að fara í aðgerðina. Fréttablaðið hringdi í tvígang í Domus Medica til að fá upplýsingar um hvert aldurstakmarkið væri fyrir karla. Í bæði skiptin var blaðamanni tjáð að það væri ekkert aldurstakmark hvað það varðaði. Lögin gera hins vegar ráð fyrir því að aldurstakmarkið sé hið sama fyrir karla og fyrir konur.Birgir Jakobsson, Landlæknir„Ef það er almennt svo að horft sé til aldurstakmarka gagnvart konum frekar en körlum þá finnst mér það ótrúlega merkilegt. Er hugmyndin þá sú að frekar þurfi að leiðbeina ungum konum en körlum í þessum málum? Ef svo er þá er verið að ýta undir það að konur hafi minna vald yfir sínum líkama en karlar,“ segir Katrín Björg Ríkarðsdóttir jafnréttisstýra. „Nú veit ég ekki hvort þetta sé almennt svona en þeir aðilar sem gera slíkar aðgerðir hljóta að þurfa að fara eftir lögum og gæta. Eitt verður yfir alla að ganga ef aldurstakmarkið er 25 ár í lögum um ófrjósemisaðgerðir.“ Úr heilbrigðisráðuneytinu fengust þau svör að eftirlit með þessum aðgerðum og heilbrigðisþjónustu almennt væri í höndum landlæknisembættisins. Birgir Jakobsson landlæknir segir að ef þetta sé rétt þurfi að skoða þetta nánar. „Ég get ekki tjáð mig um þetta mál nákvæmlega þar sem ég þekki ekki framkvæmdina. Hins vegar er það svo að ef lögum er ekki framfylgt þarf að skoða það sérstaklega.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Er 27 ára, barnlaus og ætlar í ófrjósemisaðgerð Tinna Haraldsdóttir er 27 ára barnlaus kona. Eftir nokkra daga fer hún í ófrjósemisaðgerð og ástæðan er einföld, hana langar ekki að eignast börn. 12. janúar 2018 07:30 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira
Þó lög setji aldurstakmörk við ófrjósemisaðgerð hjá báðum kynjum við 25 ár virðist það aldurstakmark aðeins eiga við um konur. Heildarendurskoðun laganna er hafin í heilbrigðisráðuneytinu þar sem meðal annars verður skoðað hvort breyta eigi aldurstakmörkunum sem þessum.Fréttablaðið sagði frá því í síðustu viku að ung kona, 27 ára, ætli í ófrjósemisaðgerð. Lög um ófrjósemisaðgerðir eru frá árinu 1975 en þar kemur fram að kona og karl þurfi að vera 25 ára til að fá að fara í aðgerðina. Fréttablaðið hringdi í tvígang í Domus Medica til að fá upplýsingar um hvert aldurstakmarkið væri fyrir karla. Í bæði skiptin var blaðamanni tjáð að það væri ekkert aldurstakmark hvað það varðaði. Lögin gera hins vegar ráð fyrir því að aldurstakmarkið sé hið sama fyrir karla og fyrir konur.Birgir Jakobsson, Landlæknir„Ef það er almennt svo að horft sé til aldurstakmarka gagnvart konum frekar en körlum þá finnst mér það ótrúlega merkilegt. Er hugmyndin þá sú að frekar þurfi að leiðbeina ungum konum en körlum í þessum málum? Ef svo er þá er verið að ýta undir það að konur hafi minna vald yfir sínum líkama en karlar,“ segir Katrín Björg Ríkarðsdóttir jafnréttisstýra. „Nú veit ég ekki hvort þetta sé almennt svona en þeir aðilar sem gera slíkar aðgerðir hljóta að þurfa að fara eftir lögum og gæta. Eitt verður yfir alla að ganga ef aldurstakmarkið er 25 ár í lögum um ófrjósemisaðgerðir.“ Úr heilbrigðisráðuneytinu fengust þau svör að eftirlit með þessum aðgerðum og heilbrigðisþjónustu almennt væri í höndum landlæknisembættisins. Birgir Jakobsson landlæknir segir að ef þetta sé rétt þurfi að skoða þetta nánar. „Ég get ekki tjáð mig um þetta mál nákvæmlega þar sem ég þekki ekki framkvæmdina. Hins vegar er það svo að ef lögum er ekki framfylgt þarf að skoða það sérstaklega.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Er 27 ára, barnlaus og ætlar í ófrjósemisaðgerð Tinna Haraldsdóttir er 27 ára barnlaus kona. Eftir nokkra daga fer hún í ófrjósemisaðgerð og ástæðan er einföld, hana langar ekki að eignast börn. 12. janúar 2018 07:30 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira
Er 27 ára, barnlaus og ætlar í ófrjósemisaðgerð Tinna Haraldsdóttir er 27 ára barnlaus kona. Eftir nokkra daga fer hún í ófrjósemisaðgerð og ástæðan er einföld, hana langar ekki að eignast börn. 12. janúar 2018 07:30