„Hörkuvetrarveður“ gengur yfir landið Hersir Aron Ólafsson skrifar 14. janúar 2018 12:27 Skyggni var um tíma lítið í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Vonskuveður hefur verið á Norðan- og vestanverðu landinu framan af degi. Björgunarsveitir hafa sinnt útköllum á Norðurlandi og lokað er fyrir alla umferð um Þröskulda og Öxnadalsheiði. Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir höfuðborgarsvæðið, suðurland, Faxaflóa, Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir og allt norðurland. Veður hefur verið hvað verst í Eyjafirði í morgun, en þar hafa vindhviður hafa farið yfir 45 m/s og hafa björgunarsveitir þurft að sinna nokkrum útköllum. Þá er skyggni slæmt og éljagangur víða um land og hefur því verið gripið til lokana á vegum. Þannig er ófært um Öxnadalsheiði og Þröskulda milli Steingrímsfjarðar og Króksfjarðar. Auk þess eru flestir fjallvegir á Vestfjörðum ófærir. Þorsteinn V. Jónsson, vakthafandi veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, gerir ráð fyrir að veðrið skáni nokkuð þegar líður á daginn. „Það var smá hvellur á Norðurlandi í morgun. Það gekk mjög kröpp og djúp lægð Norðaustur yfir landið. Það voru víða mjög öflugar vindhviður í Skagafirði, á Tröllaskaga og við Eyjafjörðinn. Það er nú heldur betur að lagast núna,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn á þó von á því að áfram verði éljagangur í allan dag. Það sé því ástæða til að fylgjast vel með veðurspá og upplýsingum frá Vegagerðinni. Hann segir ekki ráðlegt að halda í mikil ferðalög nema fyrir þeim mun vanari bílstjóra, enda geti skyggni verið afar lítið. „Svo auk auk þess er hálka sumstaðar og leiðinleg færð á köflum þannig að þetta er svona hörkuvetrarveður núna sem gengur yfir landið,“ segir Þorsteinn. Búast megi við miklu vetrarveðri áfram í vikunni. „Það fer í ákveðna norðanátt núna strax á morgun og verður þannig út vikuna. Þá náttúrulega verður éljagangurinn og ofankomin bundin við norðanvert landið en á sunnanverðu landinu verður víða bjart og úrkomulítið í vikunni en kalt. Það er svona heldur að bæta í frostið.“ Veður Tengdar fréttir Ferðalangar hugi vel að veðri áður en lagt er af stað Víða veður stormur og hríðarbylur norðanlands í dag. Gera má ráð fyrir stórvarasömum hviðum á sama tíma í vestanverðum Eyjafirði, allt að 45-50 m/s. 14. janúar 2018 07:18 Víða ófært vegna veðurs Vonskuveður er víða um land í dag og hefur þjóðvegi 1 um Öxnadalsheiði verið lokað vegna veðurs. 14. janúar 2018 10:18 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Sjá meira
Vonskuveður hefur verið á Norðan- og vestanverðu landinu framan af degi. Björgunarsveitir hafa sinnt útköllum á Norðurlandi og lokað er fyrir alla umferð um Þröskulda og Öxnadalsheiði. Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir höfuðborgarsvæðið, suðurland, Faxaflóa, Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir og allt norðurland. Veður hefur verið hvað verst í Eyjafirði í morgun, en þar hafa vindhviður hafa farið yfir 45 m/s og hafa björgunarsveitir þurft að sinna nokkrum útköllum. Þá er skyggni slæmt og éljagangur víða um land og hefur því verið gripið til lokana á vegum. Þannig er ófært um Öxnadalsheiði og Þröskulda milli Steingrímsfjarðar og Króksfjarðar. Auk þess eru flestir fjallvegir á Vestfjörðum ófærir. Þorsteinn V. Jónsson, vakthafandi veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, gerir ráð fyrir að veðrið skáni nokkuð þegar líður á daginn. „Það var smá hvellur á Norðurlandi í morgun. Það gekk mjög kröpp og djúp lægð Norðaustur yfir landið. Það voru víða mjög öflugar vindhviður í Skagafirði, á Tröllaskaga og við Eyjafjörðinn. Það er nú heldur betur að lagast núna,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn á þó von á því að áfram verði éljagangur í allan dag. Það sé því ástæða til að fylgjast vel með veðurspá og upplýsingum frá Vegagerðinni. Hann segir ekki ráðlegt að halda í mikil ferðalög nema fyrir þeim mun vanari bílstjóra, enda geti skyggni verið afar lítið. „Svo auk auk þess er hálka sumstaðar og leiðinleg færð á köflum þannig að þetta er svona hörkuvetrarveður núna sem gengur yfir landið,“ segir Þorsteinn. Búast megi við miklu vetrarveðri áfram í vikunni. „Það fer í ákveðna norðanátt núna strax á morgun og verður þannig út vikuna. Þá náttúrulega verður éljagangurinn og ofankomin bundin við norðanvert landið en á sunnanverðu landinu verður víða bjart og úrkomulítið í vikunni en kalt. Það er svona heldur að bæta í frostið.“
Veður Tengdar fréttir Ferðalangar hugi vel að veðri áður en lagt er af stað Víða veður stormur og hríðarbylur norðanlands í dag. Gera má ráð fyrir stórvarasömum hviðum á sama tíma í vestanverðum Eyjafirði, allt að 45-50 m/s. 14. janúar 2018 07:18 Víða ófært vegna veðurs Vonskuveður er víða um land í dag og hefur þjóðvegi 1 um Öxnadalsheiði verið lokað vegna veðurs. 14. janúar 2018 10:18 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Sjá meira
Ferðalangar hugi vel að veðri áður en lagt er af stað Víða veður stormur og hríðarbylur norðanlands í dag. Gera má ráð fyrir stórvarasömum hviðum á sama tíma í vestanverðum Eyjafirði, allt að 45-50 m/s. 14. janúar 2018 07:18
Víða ófært vegna veðurs Vonskuveður er víða um land í dag og hefur þjóðvegi 1 um Öxnadalsheiði verið lokað vegna veðurs. 14. janúar 2018 10:18