Wahlberg gefur launin umdeildu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. janúar 2018 08:21 Mark Wahlberg og Michelle Williams saman á frumsýningu myndarinnar. vísir/getty Bandaríski leikarinn Mark Wahlberg hefur ákveðið að gefa baráttuhreyfingunni Time's Up þau laun sem hann þáði fyrir þau atriði sem þurfti að taka upp aftur fyrir myndina All the Money in the World. Vakti það mikla athygli í vikunni þegar greint var frá því að Michelle Williams, mótleikkona Wahlberg í myndinni, hafi aðeins þegið þúsund dollara fyrir atriðin sem þurfti að taka upp aftur, á sama tíma og Wahlberg þáði 1,5 milljónir dollara. Taka þurfti upp atriði í myndinni aftur þar sem leikstjórinn, Ridley Scott, rak Kevin Spacey frá verkinu eftir að ásakanir á hendur honum um kynferðislega áreitni komu fram fyrir nokkrum mánuðum. Réð Scott Christopher Plummer til þess að taka við hlutverki J. Paul Getty, sem Spacey hafði túlkað, og þurfti því að taka upp allar senur þar sem Getty kom við sögu aftur. Að því er fram kemur á Vox á Williams að hafa verið svo ánægð með þessa ákvörðun að hún hafi lýst sig reiðubúna til þess að taka upp atriðin aftur án endurgjalds en þó þegið þúsund dollara eða lágmarkstaxta. Var launamunurinn fordæmdur af ýmsum Hollywood-stjörnum. Hefur Wahlberg því ákveðið að gefa Time's Up hreyfingunni launin fyrir atriðin og framlagið eyrnarmerkt lögfræðikostnaði sem fellur til vegna baráttu hreyfingarinnar. Williams er ein af stofnendum herferðarinnar Time‘s Up, sem leidd er af 300 konum í skemmtanabransanum í Hollywood, og er ætlað að leiðrétta það valdaójafnvægi sem hefur ríkt þar sem og á almennum vinnumarkaði í Bandaríkjunum. pic.twitter.com/jvGDGVZqPQ— Mark Wahlberg (@mark_wahlberg) January 13, 2018 Bíó og sjónvarp MeToo Mál Kevin Spacey Hollywood Tengdar fréttir Laun Mark Wahlberg 1,5 milljónir dollara en laun Michelle Williams þúsund dollarar USA Today sem greindi frá málinu og hafði eftir þremur mismunandi heimildarmönnum sem þekktu til málsins. 10. janúar 2018 11:30 Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Staðfesta sambandsslitin Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Fleiri fréttir Staðfesta sambandsslitin Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Sjá meira
Bandaríski leikarinn Mark Wahlberg hefur ákveðið að gefa baráttuhreyfingunni Time's Up þau laun sem hann þáði fyrir þau atriði sem þurfti að taka upp aftur fyrir myndina All the Money in the World. Vakti það mikla athygli í vikunni þegar greint var frá því að Michelle Williams, mótleikkona Wahlberg í myndinni, hafi aðeins þegið þúsund dollara fyrir atriðin sem þurfti að taka upp aftur, á sama tíma og Wahlberg þáði 1,5 milljónir dollara. Taka þurfti upp atriði í myndinni aftur þar sem leikstjórinn, Ridley Scott, rak Kevin Spacey frá verkinu eftir að ásakanir á hendur honum um kynferðislega áreitni komu fram fyrir nokkrum mánuðum. Réð Scott Christopher Plummer til þess að taka við hlutverki J. Paul Getty, sem Spacey hafði túlkað, og þurfti því að taka upp allar senur þar sem Getty kom við sögu aftur. Að því er fram kemur á Vox á Williams að hafa verið svo ánægð með þessa ákvörðun að hún hafi lýst sig reiðubúna til þess að taka upp atriðin aftur án endurgjalds en þó þegið þúsund dollara eða lágmarkstaxta. Var launamunurinn fordæmdur af ýmsum Hollywood-stjörnum. Hefur Wahlberg því ákveðið að gefa Time's Up hreyfingunni launin fyrir atriðin og framlagið eyrnarmerkt lögfræðikostnaði sem fellur til vegna baráttu hreyfingarinnar. Williams er ein af stofnendum herferðarinnar Time‘s Up, sem leidd er af 300 konum í skemmtanabransanum í Hollywood, og er ætlað að leiðrétta það valdaójafnvægi sem hefur ríkt þar sem og á almennum vinnumarkaði í Bandaríkjunum. pic.twitter.com/jvGDGVZqPQ— Mark Wahlberg (@mark_wahlberg) January 13, 2018
Bíó og sjónvarp MeToo Mál Kevin Spacey Hollywood Tengdar fréttir Laun Mark Wahlberg 1,5 milljónir dollara en laun Michelle Williams þúsund dollarar USA Today sem greindi frá málinu og hafði eftir þremur mismunandi heimildarmönnum sem þekktu til málsins. 10. janúar 2018 11:30 Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Staðfesta sambandsslitin Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Fleiri fréttir Staðfesta sambandsslitin Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Sjá meira
Laun Mark Wahlberg 1,5 milljónir dollara en laun Michelle Williams þúsund dollarar USA Today sem greindi frá málinu og hafði eftir þremur mismunandi heimildarmönnum sem þekktu til málsins. 10. janúar 2018 11:30