Erlent

Chelsea Manning í framboð

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Chelsea Manning hefur látið til sín taka eftir að hún losnaði úr fangelsi.
Chelsea Manning hefur látið til sín taka eftir að hún losnaði úr fangelsi. Vísir/Getty
Chelsea Manning, sem dæmd var í 35 ára fangelsi fyrir að leka gögnum til Wikileaks, sækist eftir því að verða kjörin öldungardeildarþingmaður fyrir demókrata í Maryland í Bandaríkjunum. BBC greinir frá.

Manning er þrítug og var sleppt úr haldi í maí á síðasta ári eftir að Barack Obama, þáverandi forseti Bandaríkjanna náðaði hana.

Þegar hún var handtekin árið 2010 gekk hún undir nafninu Bradley Manning en árið 2016 fékk hún heimild hersins til þess að gangast undir kynleiðréttingaraðgerð.

Manning mun keppa um útnefningu demókrata við hinn sitjandi öldungardeildarþingmann Ben Cardin. Hefur hann setið á þingi frá árinu 2007.


Tengdar fréttir

Uppljóstrarinn sem Obama frelsaði fyrr

Chelsea Manning var leyst úr haldi 28 árum á undan áætlun fyrr í þessari viku. 22 ára gömul nýtti hún sér stöðu sína innan Bandaríkjahers til að ljóstra upp um árásir Bandaríkjanna á saklausa borgara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×