Endurkomusigur hjá Örnunum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. janúar 2018 01:00 Rodney McLeod fagnar eftir að hafa fellt Matt Ryan, leikstjórnanda Atlanta Falcons. Vísir/Getty Philadelphia Eagles er komið áfram í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar í NFL-deildinni í Bandaríkjunum eftir sigur á Atlanta Falcons í háspennuleik í kvöld, 15-10. Það var mjótt á munum allan leikinn og eftir að bæði lið skoruðu snertimark í fyrri hálfleik var staðan 10-9, Philadelphia í vil. Eini munurinn á liðunum var að sparkari Philadelphia nýtti ekki vallarmarkstilraun fyrir aukastigi eftir snertimark LaGarette Blount. Vörn Philadelphia spilaði frábærlega í allt kvöld og náði að halda Matt Ryan, leikstjórnanda Falcons, sem og hlauparanum Devonta Freeman í skefjum. Sókn Philadelphia virtist ekki sannfærandi í fyrri hálfleik en Nick Foles, leikstjórnandi arnanna, komst á flug í síðari hálfleik og setti saman tvær sóknir sem enduðu báðar með vallarmarki. Þaðan komu stigin sex sem komu Philadelphia yfir, 15-10, fyrir lokasókn Atlanta í leiknum.Nick Foles.Vísire/GettyFálkarnir komu sér loksins á flug þegar mest lá við. Útherjinn Julio Jones greip boltann á ögurstundi til að halda lífi í sókn Atlanta og komst liðið alla leið að tveggja jarda línunni á vallarhelmingi heimamanna. Þar fékk Ryan eitt tækifæri til að tryggja Atlanta sigurinn og kastaði hann boltanum í áttina að áðurnefndum Jones, sem náði ekki að grípa boltann. Þar með voru vonir Atlanta úti og sigurinn tryggður hjá heimamönnum stuttu síðar, við gríðarlegan fögnuð áhorfenda. Foles er varaleikstjórnandi Eagles en hefur verið í byrjunarliðinu síðan að Carson Wentz sleit krossband í hné undir lok deildarkeppninnar. Hann spilaði ekki vel í síðustu leikjum arnanna en gerði nóg í kvöld, sérstaklega þegar mest var undir í síðari hálfleik. Þetta flokkast seint sem stjörnuframmistaða hjá leikstjórnanda í úrslitakeppninni en miðað við þær væntingar sem voru gerðar stóðst hann þær og gott betur. Foles var með 246 sendingajarda í leiknum en hlauparinn Jay Ajayi spilaði vel í kvöld og var með samtals 115 jarda. Hjá Atlanta var Ryan með 210 sendingajarda og Jones 101 jarda. Hlauparinn Devonta Freeman, einn besti leikmaður deildarinnar í sinni stöðu, réði þó ekkert við vörn Philadelphia og endaði með aðeins sjö jarda í tíu tilraunum. Philadelphia fær að spila úrslitaleik Þjóðardeildarinnar á heimavelli og mætir þar annað hvort Minnesota Vikings eða New Orleans Saints, sem eigast við annað kvöld. NFL Mest lesið Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Aftur tapar Liverpool Fótbolti Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Fleiri fréttir Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíuleika Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni ásamt Bestu og Bónus „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Tottenham bjargaði stigi í Noregi KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni „Gott að láta ekki mótlæti brjóta sig niður“ Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Sjá meira
Philadelphia Eagles er komið áfram í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar í NFL-deildinni í Bandaríkjunum eftir sigur á Atlanta Falcons í háspennuleik í kvöld, 15-10. Það var mjótt á munum allan leikinn og eftir að bæði lið skoruðu snertimark í fyrri hálfleik var staðan 10-9, Philadelphia í vil. Eini munurinn á liðunum var að sparkari Philadelphia nýtti ekki vallarmarkstilraun fyrir aukastigi eftir snertimark LaGarette Blount. Vörn Philadelphia spilaði frábærlega í allt kvöld og náði að halda Matt Ryan, leikstjórnanda Falcons, sem og hlauparanum Devonta Freeman í skefjum. Sókn Philadelphia virtist ekki sannfærandi í fyrri hálfleik en Nick Foles, leikstjórnandi arnanna, komst á flug í síðari hálfleik og setti saman tvær sóknir sem enduðu báðar með vallarmarki. Þaðan komu stigin sex sem komu Philadelphia yfir, 15-10, fyrir lokasókn Atlanta í leiknum.Nick Foles.Vísire/GettyFálkarnir komu sér loksins á flug þegar mest lá við. Útherjinn Julio Jones greip boltann á ögurstundi til að halda lífi í sókn Atlanta og komst liðið alla leið að tveggja jarda línunni á vallarhelmingi heimamanna. Þar fékk Ryan eitt tækifæri til að tryggja Atlanta sigurinn og kastaði hann boltanum í áttina að áðurnefndum Jones, sem náði ekki að grípa boltann. Þar með voru vonir Atlanta úti og sigurinn tryggður hjá heimamönnum stuttu síðar, við gríðarlegan fögnuð áhorfenda. Foles er varaleikstjórnandi Eagles en hefur verið í byrjunarliðinu síðan að Carson Wentz sleit krossband í hné undir lok deildarkeppninnar. Hann spilaði ekki vel í síðustu leikjum arnanna en gerði nóg í kvöld, sérstaklega þegar mest var undir í síðari hálfleik. Þetta flokkast seint sem stjörnuframmistaða hjá leikstjórnanda í úrslitakeppninni en miðað við þær væntingar sem voru gerðar stóðst hann þær og gott betur. Foles var með 246 sendingajarda í leiknum en hlauparinn Jay Ajayi spilaði vel í kvöld og var með samtals 115 jarda. Hjá Atlanta var Ryan með 210 sendingajarda og Jones 101 jarda. Hlauparinn Devonta Freeman, einn besti leikmaður deildarinnar í sinni stöðu, réði þó ekkert við vörn Philadelphia og endaði með aðeins sjö jarda í tíu tilraunum. Philadelphia fær að spila úrslitaleik Þjóðardeildarinnar á heimavelli og mætir þar annað hvort Minnesota Vikings eða New Orleans Saints, sem eigast við annað kvöld.
NFL Mest lesið Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Aftur tapar Liverpool Fótbolti Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Fleiri fréttir Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíuleika Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni ásamt Bestu og Bónus „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Tottenham bjargaði stigi í Noregi KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni „Gott að láta ekki mótlæti brjóta sig niður“ Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Sjá meira