Baráttumaður fyrir réttindum fatlaðs fólks er nýr formaður stjórnar Pírata í Reykjavík Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. janúar 2018 23:30 Rúnar Björn var einn af þeim fyrstu sem hlaut notendastýrða persónulega þjónustu. Hann var í kvöld kjörinn formaður nýrrar stjórnar Pírata í Reykjavík. Rúnar Björn Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, garðyrkjufræðingur, var á aðalfundi Pírata í kvöld kjörinn formaður nýrrar stjórnar Pírata í Reykjavík. „Ég er orðinn atvinnuformaður,“ segir Rúnar og skellir upp úr því fyrir er hann formaður málefnahóps Öryrkjabandagsins um sjálfstætt líf og formaður NPA-miðstöðvarinnar. Hann segist ekki hafa búist við því að hljóta nafnbótina formaður stjórnar Pírata í Reykjavík í ljósi þess að hann tók lokaákvörðun um að bjóða sig fram í gærkvöldi.Bylting í þjónustu við fatlað fólk„Það væri algjörlega ómögulegt fyrir mann með mína fötlun að taka þátt í svona pólitísku starfi, og öðru félagsstarfi án þess að hafa þessa notendastýrðu persónulegu aðstoð. Ég er búinn að berjast fyrir málefninu lengi,“ segir Rúnar, sem ásamt fleirum, stofnaði NPA miðstöðina árið 2010 og hefur síðan þá barist ötullega fyrir framgangi málaflokksins. Rúnar segir að hann viti um fólk sem sinnir flokksstörfum sem þau gætu ekki sinnt ef ekki væri fyrir notendastýrða persónulega þjónustu. „Þetta er náttúrulega bara algjör bylting í þjónustu við fatlað fólk.“Nýja stjórn Pírata í Reykjavík skipa Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, sem fyrr segir, Þorgerður Ösp Arnþórsdóttir, Björn Þór Jóhannesson, Elsa Nore og Unnar Þór. Varamenn eru Árni Steingrímur Sigurðsson, Guðjón Sigurbjartsson, Hermann Björgvin Haraldsson, Þórlaug Ágústsdóttir og Karl Brynjar Magnússon. „Það eru spennandi tímar fram undan,“ segir hinn nýkjörni formaður. Næst á dagskrá hjá nýrri stjórn er að hefja vinnu við prófkjör og síðan verður nóg að gera hjá henni við undirbúning sveitarstjórnarkosninga í vor.Rúnar hefur tvívegis setið í stjórn Pírata. Á myndinni er Rúnar í Kringlunni í kosningabaráttunni.Rúnar BjörnPrófkjör eina leiðin sem kemur til greinaÞað var snörp barátta síðast og þið eruð svo lýðræðissinnaður flokkur. Þið fóruð í prófkjör og allan pakkann fyrir nýafstaðnar þingkosningar. Eruði andlega undirbúin fyrir aðrar kosningar?„Já, já, já. Við erum alltaf tilbúin í prófkjör. Við vorum mjög stolt af því að vera eini flokkurinn sem fór í prófkjör alls staðar á landinu og fyllti öll sæti með þeirri aðferð. Það er bara ekki til önnur leið hjá okkur,“ segir Rúnar. Rúnar segist þessa dagana finna fyrir meðbyr í réttindabaráttu fatlaðs fólks og að aukinn skilningur sé á meðal Alþingismanna um málefni fatlaðra. Hann bindur vonir sínar við að málefni fatlaðs fólks verði sett á dagskrá í komandi sveitarstjórnarkosningum. Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, garðyrkjufræðingur, var á aðalfundi Pírata í kvöld kjörinn formaður nýrrar stjórnar Pírata í Reykjavík. „Ég er orðinn atvinnuformaður,“ segir Rúnar og skellir upp úr því fyrir er hann formaður málefnahóps Öryrkjabandagsins um sjálfstætt líf og formaður NPA-miðstöðvarinnar. Hann segist ekki hafa búist við því að hljóta nafnbótina formaður stjórnar Pírata í Reykjavík í ljósi þess að hann tók lokaákvörðun um að bjóða sig fram í gærkvöldi.Bylting í þjónustu við fatlað fólk„Það væri algjörlega ómögulegt fyrir mann með mína fötlun að taka þátt í svona pólitísku starfi, og öðru félagsstarfi án þess að hafa þessa notendastýrðu persónulegu aðstoð. Ég er búinn að berjast fyrir málefninu lengi,“ segir Rúnar, sem ásamt fleirum, stofnaði NPA miðstöðina árið 2010 og hefur síðan þá barist ötullega fyrir framgangi málaflokksins. Rúnar segir að hann viti um fólk sem sinnir flokksstörfum sem þau gætu ekki sinnt ef ekki væri fyrir notendastýrða persónulega þjónustu. „Þetta er náttúrulega bara algjör bylting í þjónustu við fatlað fólk.“Nýja stjórn Pírata í Reykjavík skipa Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, sem fyrr segir, Þorgerður Ösp Arnþórsdóttir, Björn Þór Jóhannesson, Elsa Nore og Unnar Þór. Varamenn eru Árni Steingrímur Sigurðsson, Guðjón Sigurbjartsson, Hermann Björgvin Haraldsson, Þórlaug Ágústsdóttir og Karl Brynjar Magnússon. „Það eru spennandi tímar fram undan,“ segir hinn nýkjörni formaður. Næst á dagskrá hjá nýrri stjórn er að hefja vinnu við prófkjör og síðan verður nóg að gera hjá henni við undirbúning sveitarstjórnarkosninga í vor.Rúnar hefur tvívegis setið í stjórn Pírata. Á myndinni er Rúnar í Kringlunni í kosningabaráttunni.Rúnar BjörnPrófkjör eina leiðin sem kemur til greinaÞað var snörp barátta síðast og þið eruð svo lýðræðissinnaður flokkur. Þið fóruð í prófkjör og allan pakkann fyrir nýafstaðnar þingkosningar. Eruði andlega undirbúin fyrir aðrar kosningar?„Já, já, já. Við erum alltaf tilbúin í prófkjör. Við vorum mjög stolt af því að vera eini flokkurinn sem fór í prófkjör alls staðar á landinu og fyllti öll sæti með þeirri aðferð. Það er bara ekki til önnur leið hjá okkur,“ segir Rúnar. Rúnar segist þessa dagana finna fyrir meðbyr í réttindabaráttu fatlaðs fólks og að aukinn skilningur sé á meðal Alþingismanna um málefni fatlaðra. Hann bindur vonir sínar við að málefni fatlaðs fólks verði sett á dagskrá í komandi sveitarstjórnarkosningum.
Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira