Heiða Björg Hilmisdóttir óskar eftir öðru sæti á lista Samfylkingarinnar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. janúar 2018 17:59 Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, átti frumkvæði að áskorun fjölda íslenskra stjórnmálakvenna gegn kynbundnu ofbeldi og áreitni í stjórnmálastarfi landsins. Aðsend mynd Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi og varaformaður Samfylkingarinnar í borginni, hefur ákveðið að gefa kost á sér í flokksvali Samfylkingarinnar og óskar eftir stuðningi samflokksmanna sinna. Heiða greindi frá þessu í Facebooksíðu sinni nú rétt í þessu. Á sama vettvangi tók Heiða saman helstu verkefni sem voru unnin á kjörtímabilinu sem er að líða. Hún hefur setið í Borgarráði, Velferðarráði, Stjórnkerfis-og lýðræðisráði, stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, Umhverfis-og skipulagsráði, stjórn Bjarkarhliðar og þá hefur hún auk þess gegnt formennsku í Ofbeldisvarnarnefnd, Heilbrigðisnefnd, Fjölsmiðjunni, hjúkrunarheimilinu Skógarbæ, Lífeyrissjóði starfsmanna Reykjavíkurborgar og Strætó. „Fjölbreyttara og skemmtilegra starf er vart hægt að hugsa sér, ekki síst þegar sýnilegur og mikilvægur árangur næst í góðu samstarfi. Þannig hefur það sannarlega verið á liðnum fjórum árum,“ segir Heiða sem gaumgæfir þau verk sem unnin voru á kjörtímabilinu sem er að líða: „Eftir hremmingar hrunsins hefur rekstri borgarinnar verið snúið í rétta átt, stórauknu fjármagni er nú varið til skóla- og velferðarmála, stuðningur við íþrótta- og tómstundastarf barna og ungmenna hefur verið aukinn verulega og gríðarleg uppbygging húsnæðis hefur aldrei verið meiri. Reykjavíkurborg er einfaldlega á fleigi ferð í rétta átt á flestum sviðum mannlífsins.“Me Too byltingin: „Við erum rétt að byrja“Heiða hefur verið áberandi og virk í jafnréttisumræðunni á síðustu misserum og þá sérstaklega í sambandi við #metoo bylgjuna. Hún átti frumkvæði að áskorun fjölda stjórnmálakvenna sem kröfðust þess að fá að starfa með öllu lausar við kynbundið ofbeldi og áreitni. Þá var hún auk þess í forsvari fyrir hópinn en konurnar stigu fram og deildu sinni reynslu af kynbundnu ofbeldi og áreitni innan stjórnmálastéttarinnar. Í stöðuuppfærslunni segist Heiða vera bæði ánægð og stolt af þeirri áherslu sem Reykjavíkurborg hefur lagt á jafnréttismál og baráttuna gegn ofbeldi. „Ofbeldisvarnarnefnd staðið fyrir fjölmörgum forvarnar og samstarfsverkefnum til að tryggja borgarbúum öruggara umhverfi. Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur kynferðisofbeldis er eitt þessarar mikilvægu verkefna, sem hefur gjörbreytt aðstæðum þolenda og stórbætt samstarf lögreglu, þolenda og annarra hagsmunaaðila. Hafi einhver efast um mikilvægi þessa starfs, ætti #metoo byltingin að eyða þeim efasemdum. Við erum rétt að byrja,“ segir Heiða.Hér að neðan er hægt að lesa tilkynningu Heiðu í heild sinni. Borgarstjórn Kosningar 2018 Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Áskorun rúmlega 300 íslenskra stjórnmálakvenna vegna kynferðisofbeldis og áreitni: "Við krefjumst þess að allir karlar taki ábyrgð“ Rúmlega 300 íslenskar stjórnmálakonur hafa sent frá sér áskorun vegna kynferðisofbeldis og áreitni í stjórnmálunum hér á landi. 21. nóvember 2017 19:24 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Sjá meira
Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi og varaformaður Samfylkingarinnar í borginni, hefur ákveðið að gefa kost á sér í flokksvali Samfylkingarinnar og óskar eftir stuðningi samflokksmanna sinna. Heiða greindi frá þessu í Facebooksíðu sinni nú rétt í þessu. Á sama vettvangi tók Heiða saman helstu verkefni sem voru unnin á kjörtímabilinu sem er að líða. Hún hefur setið í Borgarráði, Velferðarráði, Stjórnkerfis-og lýðræðisráði, stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, Umhverfis-og skipulagsráði, stjórn Bjarkarhliðar og þá hefur hún auk þess gegnt formennsku í Ofbeldisvarnarnefnd, Heilbrigðisnefnd, Fjölsmiðjunni, hjúkrunarheimilinu Skógarbæ, Lífeyrissjóði starfsmanna Reykjavíkurborgar og Strætó. „Fjölbreyttara og skemmtilegra starf er vart hægt að hugsa sér, ekki síst þegar sýnilegur og mikilvægur árangur næst í góðu samstarfi. Þannig hefur það sannarlega verið á liðnum fjórum árum,“ segir Heiða sem gaumgæfir þau verk sem unnin voru á kjörtímabilinu sem er að líða: „Eftir hremmingar hrunsins hefur rekstri borgarinnar verið snúið í rétta átt, stórauknu fjármagni er nú varið til skóla- og velferðarmála, stuðningur við íþrótta- og tómstundastarf barna og ungmenna hefur verið aukinn verulega og gríðarleg uppbygging húsnæðis hefur aldrei verið meiri. Reykjavíkurborg er einfaldlega á fleigi ferð í rétta átt á flestum sviðum mannlífsins.“Me Too byltingin: „Við erum rétt að byrja“Heiða hefur verið áberandi og virk í jafnréttisumræðunni á síðustu misserum og þá sérstaklega í sambandi við #metoo bylgjuna. Hún átti frumkvæði að áskorun fjölda stjórnmálakvenna sem kröfðust þess að fá að starfa með öllu lausar við kynbundið ofbeldi og áreitni. Þá var hún auk þess í forsvari fyrir hópinn en konurnar stigu fram og deildu sinni reynslu af kynbundnu ofbeldi og áreitni innan stjórnmálastéttarinnar. Í stöðuuppfærslunni segist Heiða vera bæði ánægð og stolt af þeirri áherslu sem Reykjavíkurborg hefur lagt á jafnréttismál og baráttuna gegn ofbeldi. „Ofbeldisvarnarnefnd staðið fyrir fjölmörgum forvarnar og samstarfsverkefnum til að tryggja borgarbúum öruggara umhverfi. Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur kynferðisofbeldis er eitt þessarar mikilvægu verkefna, sem hefur gjörbreytt aðstæðum þolenda og stórbætt samstarf lögreglu, þolenda og annarra hagsmunaaðila. Hafi einhver efast um mikilvægi þessa starfs, ætti #metoo byltingin að eyða þeim efasemdum. Við erum rétt að byrja,“ segir Heiða.Hér að neðan er hægt að lesa tilkynningu Heiðu í heild sinni.
Borgarstjórn Kosningar 2018 Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Áskorun rúmlega 300 íslenskra stjórnmálakvenna vegna kynferðisofbeldis og áreitni: "Við krefjumst þess að allir karlar taki ábyrgð“ Rúmlega 300 íslenskar stjórnmálakonur hafa sent frá sér áskorun vegna kynferðisofbeldis og áreitni í stjórnmálunum hér á landi. 21. nóvember 2017 19:24 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Sjá meira
Áskorun rúmlega 300 íslenskra stjórnmálakvenna vegna kynferðisofbeldis og áreitni: "Við krefjumst þess að allir karlar taki ábyrgð“ Rúmlega 300 íslenskar stjórnmálakonur hafa sent frá sér áskorun vegna kynferðisofbeldis og áreitni í stjórnmálunum hér á landi. 21. nóvember 2017 19:24