West Ham hélt áfram góðu gengi sínu í ensku úrvalsdeildinni í dag, með 4-1 sigri á Huddersfield á útivelli. Þetta var 200. sigur stjórans David Moyes í ensku úrvalsdeildinni.
Hamrarnir skoruðu þrjú mörk í síðari hálfleik og tryggðu sér þar með öruggan sigur. West Ham hefur nú aðeins tapað einum af síðustu átta leikjum og hefur Moyes tekist að koma liðinu upp í ellefta sæti eftir erfiða byrjun á tímabilinu undir stjórn Slaven Bilic, sem var látinn fara.
Moyes komst í sögubækurnar með sigrinum en aðeins þrír stjórar hafa unnið fleiri leiki í sögu deildarinnar - Alex Ferguson, Arsene Wenger og Harry Redknapp.
Huddersfield er eftir tapið aðeins fjórum stigum frá fallsæti.
West Brom vann 2-0 sigur á Brighton, en liðið hafði leikið 20 leiki í röð án sigurs. Jonny Evans og Craig Dawson skoruðu mörk West Brom sem er enn í fallsæti.
Botnlið Swansea náði í stig er liðið gerði 1-1 jafntefli við Newcastle á útivelli og þá gerðu Watford og Southampton 2-2 jafntefli.
Úrslit dagsins:
Chelsea - Leicester 0-0
Crystal Palace - Burnley 1-0
1-0 Bakary Sako (21.).
West Brom - Brighton 2-0
1-0 Jonny Evans (4.), 2-0 Craig Dawson (55.).
Newcastle - Swansea 1-1
0-1 Jordan Ayew (60.), 1-1 Joselu (68.).
Huddersfield - West Ham 1-4
0-1 Mark Noble (25.), 1-1 Joe Lolley (40.), 1-2 Marko Arnautovic (46.), 1-3 Manuel Lanzini (56.), 1-4 Manuel Lanzini (61.).
Watford - Southampton 2-2
0-1 James Ward-Prowse (20.), 0-2 James Ward-Prowse (20.), 1-2 Andre Gray (58.), 2-2 Abdoulaye Doucoure (90.).
